Tilkynningum um eineltismál á vinnustöðum fjölgar Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 16. maí 2016 18:30 vísir/getty Ríflega tvö hundruð alvarleg eineltismál hafa verið tilkynnt til Vinnueftirlitsins á rúmum áratug. Yfirlæknir segir málunum hafa farið fjölgandi, hvert mál snerti oft tugi starfsmanna og þolendurnir hrökklist oft úr starfi þar sem sumir þeirra hafa misst heilsuna. Vinnueftirlitið hefur frá árinu 2004 skráð sérstaklega tilkynningar um einelti á vinnustöðum sem borist hafa eftirlitinu. Málin sem tilkynnt eru til Vinnueftirlitsins eru alvarleg eineltismál en í sumum tilfellum hefur eineltið staðið yfir í mörg ár. „Frá árinu 2004 eru þetta liðlega 200 mál sem eru búin að koma inn til okkar. Hvert mál, þó að málið fjalli yfirleitt um einn tiltekin einstakling, þá snertir þetta jafnvel mjög marga á hverjum á vinnustað. Þannig að þetta eru kannski tugir manna á hverjum vinnustað sem geta verið undir áhrif af þessu eineltismáli. Þetta eru þessi mál sem eru hvað verst, “segir Kristinn Tómasson yfirlæknir Vinnueftirlitsins. Kristinn segir einelti oft hafa mikil áhrif á þolendur. „Þessi mál eru grafalvarleg. Þannig að þetta fólk sem hrökklast sumir hverjir frá sínum vinnustað og upplifa sig þannig ekki eiga afturkvæmt jafnvel ekki sína starfsgrein,“ segir Kristinn. Hann segir marga þá sem leita til Vinnueftirlitsins hafa orðið veikir eftir að hafa lent í einelti. „Ýmiss konar geðsjúkdómar sem fólk þróar með sér. Kvíði og þunglyndi. Það þróar líka með sér ýmiss konar aðra álags- og streitusjúkdóma hvort sem það er stoðkerfis eða hjarta- og æðasjúkdóma,“ segir Kristinn. Einelti á vinnustöðum verður rætt á morgun. Þá standa Vinnueftirlitið og Velferðarráðuneytið fyrir kynningu Grand hóteli á endurskoðaðri reglugerð um aðgerðir gegn einelti, áreitni og ofbeldi á vinnustöðum sem samþykkt var í lok síðasta árs. „Þetta er vaxandi fjöldi tilkynninga sem er að berast um þessi mál. Það stafar af því að fólk er orðið upplýstara um umræðuna. Fólk er orðið opinskárra um hvernig á að ræða eineltismál,“ segir Kristinn. Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir Sjá meira
Ríflega tvö hundruð alvarleg eineltismál hafa verið tilkynnt til Vinnueftirlitsins á rúmum áratug. Yfirlæknir segir málunum hafa farið fjölgandi, hvert mál snerti oft tugi starfsmanna og þolendurnir hrökklist oft úr starfi þar sem sumir þeirra hafa misst heilsuna. Vinnueftirlitið hefur frá árinu 2004 skráð sérstaklega tilkynningar um einelti á vinnustöðum sem borist hafa eftirlitinu. Málin sem tilkynnt eru til Vinnueftirlitsins eru alvarleg eineltismál en í sumum tilfellum hefur eineltið staðið yfir í mörg ár. „Frá árinu 2004 eru þetta liðlega 200 mál sem eru búin að koma inn til okkar. Hvert mál, þó að málið fjalli yfirleitt um einn tiltekin einstakling, þá snertir þetta jafnvel mjög marga á hverjum á vinnustað. Þannig að þetta eru kannski tugir manna á hverjum vinnustað sem geta verið undir áhrif af þessu eineltismáli. Þetta eru þessi mál sem eru hvað verst, “segir Kristinn Tómasson yfirlæknir Vinnueftirlitsins. Kristinn segir einelti oft hafa mikil áhrif á þolendur. „Þessi mál eru grafalvarleg. Þannig að þetta fólk sem hrökklast sumir hverjir frá sínum vinnustað og upplifa sig þannig ekki eiga afturkvæmt jafnvel ekki sína starfsgrein,“ segir Kristinn. Hann segir marga þá sem leita til Vinnueftirlitsins hafa orðið veikir eftir að hafa lent í einelti. „Ýmiss konar geðsjúkdómar sem fólk þróar með sér. Kvíði og þunglyndi. Það þróar líka með sér ýmiss konar aðra álags- og streitusjúkdóma hvort sem það er stoðkerfis eða hjarta- og æðasjúkdóma,“ segir Kristinn. Einelti á vinnustöðum verður rætt á morgun. Þá standa Vinnueftirlitið og Velferðarráðuneytið fyrir kynningu Grand hóteli á endurskoðaðri reglugerð um aðgerðir gegn einelti, áreitni og ofbeldi á vinnustöðum sem samþykkt var í lok síðasta árs. „Þetta er vaxandi fjöldi tilkynninga sem er að berast um þessi mál. Það stafar af því að fólk er orðið upplýstara um umræðuna. Fólk er orðið opinskárra um hvernig á að ræða eineltismál,“ segir Kristinn.
Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir Sjá meira