Situr Ísland eftir í fjórðu iðnbyltingunni? Jóhann Þór Jónsson skrifar 9. nóvember 2016 12:24 Hingað til lands koma ferðamenn frá öllum heimshornum til að upplifa einstaka náttúru og taka þátt í fjölbreyttu menningarlífi og þeim fjölgar stöðugt. Ef við ætlum okkur að nýta öll tækifærin sem þeim fylgja er mikilvægt að hér séu til staðar öflugir samgönguinnviðir því án þeirra verðum við af verðmætum möguleikum til uppbyggingar nýrra atvinnutækifæra. Þessa sömu mynd má draga upp fyrir aðra atvinnugrein hér á landi en það er gagnaversiðnaðurinn.Ísland: áhugaverðasta landið í Evrópu Það eru nefnilega ekki bara ferðamenn sem horfa hýrum augum til Íslands heldur einnig þeir sem leita að staðsetningu fyrir gagnaver. Með nýlegri lagasetningu var kveðið skýrar á um skyldur viðskiptavina gagnavera en með þessari lagabreytingu jókst samkeppnishæfni íslenska gagnaversiðnaðarins til muna og er Ísland nú loks orðinn góður kostur fyrir erlenda aðila samanborið við lönd á borð við Frakkland, Bretland og Írland. Það er raunar svo að Boston Consulting Group metur Ísland sem áhugaverðasta landið í Evrópu fyrir uppsetningu gagnavera og þegar horft er á heiminn allan er Ísland þar í öðru sæti á eftir Bandaríkjunum. Sagan er þó ekki öll sögð þar. Þetta sama greiningarfyrirtæki setur Ísland einungis í 15. sæti þegar horft er til gagnatenginga. Með öðrum orðum metur greiningarfyrirtækið það þannig að upplýsingahraðbrautin til Íslands sé svo gott sem lokuð. En hvað veldur þessum sleggjudómi?Eins og flugfélag sem fyllir bara 5% sætanna Á Íslandi sér einn aðili um rekstur gagnatenginga til og frá landinu og staðreyndin er einfaldlega sú að það kostar of mikið að ferðast um þær. Þetta háa verðlag veldur því einnig að hér notum við einungis 5% afkastagetunnar sem gagnatengingarnar okkar bera. Þessu mætti líkja við að hér væri starfrækt eitt flugfélag sem hagaði verðlagi sínu þannig að einungis 5% sætanna væru nýtt í hverri flugferð. Með háu verðlagi tryggir flugfélagið vissulega afkomu sína en takmarkar um leið fjölda ferðamanna til landsins og þau tækifæri sem fylgja komu þeirra. Nágrannalönd okkar vinna nú hörðum höndum að uppbyggingu öflugs gagnaversiðnaðar og eru strax farin að njóta góðs af iðnaði sem byggir á grænni orku, nýjum hátæknistörfum og notendum á raforku sem greiða talsvert meira en hin hefðbundna stóriðja. Bein erlend fjárfesting Facebook í Svíþjóð nemur þannig um 1,5 milljörðum sænskra króna (18,5 milljarðar ISK) og eru áhrif þeirrar fjárfestingar á sænskan efnahag metin á 9 milljarða sænskra króna (111 milljarðar ISK). Á 10 ára tímabili er talið að fjárfestingin muni skapa 4.500 starfsár í beinum, óbeinum og afleiddum störfum.Nýtum tækifærin sem fjórða iðnbyltingin ber í skauti Við stöndum nú á krossgötum þar sem tækifæri til sóknar í tækni og nýsköpun blasa við. Ef ekkert verður aðhafst munum við sitja á hliðarlínunni og fylgjast með nágrannalöndum okkar njóta góðs af fjórðu iðnbyltingunni sem þegar er hafin. Samtök gagnavera kalla því eftir skýrri stefnu nýrra stjórnvalda um það hvernig nýta á tækifærin sem standa Íslandi til boða. Í því samhengi hvetja samtökin til tafarlausrar leiðréttingar á þeirri stöðu sem ríkir á íslenskum gagnaflutningsmarkaði. Slík aðgerð myndi skila ríkinu og íslensku samfélagi mun meiri ávinningi en núverandi fyrirkomulag gerir. Jóhann Þór Jónsson, formaður Samtaka gagnavera. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Sjá meira
Hingað til lands koma ferðamenn frá öllum heimshornum til að upplifa einstaka náttúru og taka þátt í fjölbreyttu menningarlífi og þeim fjölgar stöðugt. Ef við ætlum okkur að nýta öll tækifærin sem þeim fylgja er mikilvægt að hér séu til staðar öflugir samgönguinnviðir því án þeirra verðum við af verðmætum möguleikum til uppbyggingar nýrra atvinnutækifæra. Þessa sömu mynd má draga upp fyrir aðra atvinnugrein hér á landi en það er gagnaversiðnaðurinn.Ísland: áhugaverðasta landið í Evrópu Það eru nefnilega ekki bara ferðamenn sem horfa hýrum augum til Íslands heldur einnig þeir sem leita að staðsetningu fyrir gagnaver. Með nýlegri lagasetningu var kveðið skýrar á um skyldur viðskiptavina gagnavera en með þessari lagabreytingu jókst samkeppnishæfni íslenska gagnaversiðnaðarins til muna og er Ísland nú loks orðinn góður kostur fyrir erlenda aðila samanborið við lönd á borð við Frakkland, Bretland og Írland. Það er raunar svo að Boston Consulting Group metur Ísland sem áhugaverðasta landið í Evrópu fyrir uppsetningu gagnavera og þegar horft er á heiminn allan er Ísland þar í öðru sæti á eftir Bandaríkjunum. Sagan er þó ekki öll sögð þar. Þetta sama greiningarfyrirtæki setur Ísland einungis í 15. sæti þegar horft er til gagnatenginga. Með öðrum orðum metur greiningarfyrirtækið það þannig að upplýsingahraðbrautin til Íslands sé svo gott sem lokuð. En hvað veldur þessum sleggjudómi?Eins og flugfélag sem fyllir bara 5% sætanna Á Íslandi sér einn aðili um rekstur gagnatenginga til og frá landinu og staðreyndin er einfaldlega sú að það kostar of mikið að ferðast um þær. Þetta háa verðlag veldur því einnig að hér notum við einungis 5% afkastagetunnar sem gagnatengingarnar okkar bera. Þessu mætti líkja við að hér væri starfrækt eitt flugfélag sem hagaði verðlagi sínu þannig að einungis 5% sætanna væru nýtt í hverri flugferð. Með háu verðlagi tryggir flugfélagið vissulega afkomu sína en takmarkar um leið fjölda ferðamanna til landsins og þau tækifæri sem fylgja komu þeirra. Nágrannalönd okkar vinna nú hörðum höndum að uppbyggingu öflugs gagnaversiðnaðar og eru strax farin að njóta góðs af iðnaði sem byggir á grænni orku, nýjum hátæknistörfum og notendum á raforku sem greiða talsvert meira en hin hefðbundna stóriðja. Bein erlend fjárfesting Facebook í Svíþjóð nemur þannig um 1,5 milljörðum sænskra króna (18,5 milljarðar ISK) og eru áhrif þeirrar fjárfestingar á sænskan efnahag metin á 9 milljarða sænskra króna (111 milljarðar ISK). Á 10 ára tímabili er talið að fjárfestingin muni skapa 4.500 starfsár í beinum, óbeinum og afleiddum störfum.Nýtum tækifærin sem fjórða iðnbyltingin ber í skauti Við stöndum nú á krossgötum þar sem tækifæri til sóknar í tækni og nýsköpun blasa við. Ef ekkert verður aðhafst munum við sitja á hliðarlínunni og fylgjast með nágrannalöndum okkar njóta góðs af fjórðu iðnbyltingunni sem þegar er hafin. Samtök gagnavera kalla því eftir skýrri stefnu nýrra stjórnvalda um það hvernig nýta á tækifærin sem standa Íslandi til boða. Í því samhengi hvetja samtökin til tafarlausrar leiðréttingar á þeirri stöðu sem ríkir á íslenskum gagnaflutningsmarkaði. Slík aðgerð myndi skila ríkinu og íslensku samfélagi mun meiri ávinningi en núverandi fyrirkomulag gerir. Jóhann Þór Jónsson, formaður Samtaka gagnavera.
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun