Tvær íslenskar sigurgöngur í gangi á EM í handbolta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. janúar 2016 09:30 Guðmundur Guðmundsson og Dagur Sigurðsson. Vísir/EPA og Getty Tvö lið hafa unnið fjóra leiki í röð á Evrópumótinu í handbolta í Póllandi og svo vill til að það eru íslenskir þjálfarar við stjórnvölinn hjá þeim báðum. Þjóðverjar og Danir unnu leiki sína í milliriðli tvö í gær og eru bæði með af fullum krafti í baráttunni um sæti í undanúrslitum Evrópumótsins. Sigur Norðmanna á Pólverjum á laugardaginn sá til þess að þriggja leika sigurganga pólska liðsins varð ekki lengri en norska liðið hefur nú unnið þrjá leiki í röð síðan liðið tapaði á móti Íslandi í sínum fyrsta leik.Lærisveinar Guðmundar Guðmundssonar í danska landsliðinu hafa unnið fyrstu fjóra leiki sína á Evrópumótinu en þeir komu til baka á móti Spánverjum eftir að hafa verið þremur mörkum undir í hálfleik og unnu seinni hálfleikinn með sjö marka mun, 16-9. Sigur Dana þýðir að þeir eru í frábærum málum og eru nú afar líklegir til að keppa um verðlaunasæti á Evrópumótinu. Danska liðið hefur sex stig eftir þrjá leiki eða jafnmörg og Þýskaland sem hefur spilað einum leik meira en Danir. Þýskaland á bara eftir einn leik á móti Danmörku í lokaumferð milliriðilsins en Danir spila áður við Svía.Lærisveinar Dags Sigurðssonar töpuðu sínum fyrsta leik í keppninni á móti Spánverjum og voru síðan fjórum mörkum undir í hálfleik í leik tvö á móti Svíum. Dagur talaði sína menn til í hálfleik, þýsku strákarnir snéru við leiknum og unnu Svía með einu marki. Þýska liðið hefur síðan bætt við þremur sigrum sem komu á móti Slóveníu, Ungverjalandi og Rússlandi. Þýska liðið verður alltaf undir í innbyrðisleikjum á móti Spánverjum og það stefnir því í úrslitaleik á móti Dönum í lokaumferðinni um sæti í undanúrslitunum. Það má búast við því að íslenskan þjóðin fylgist þá spennt með þegar íslensku þjálfararnir mætast í slíkum úrslitaleik. EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Enski boltinn Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Körfubolti Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM Fótbolti Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Sjá meira
Tvö lið hafa unnið fjóra leiki í röð á Evrópumótinu í handbolta í Póllandi og svo vill til að það eru íslenskir þjálfarar við stjórnvölinn hjá þeim báðum. Þjóðverjar og Danir unnu leiki sína í milliriðli tvö í gær og eru bæði með af fullum krafti í baráttunni um sæti í undanúrslitum Evrópumótsins. Sigur Norðmanna á Pólverjum á laugardaginn sá til þess að þriggja leika sigurganga pólska liðsins varð ekki lengri en norska liðið hefur nú unnið þrjá leiki í röð síðan liðið tapaði á móti Íslandi í sínum fyrsta leik.Lærisveinar Guðmundar Guðmundssonar í danska landsliðinu hafa unnið fyrstu fjóra leiki sína á Evrópumótinu en þeir komu til baka á móti Spánverjum eftir að hafa verið þremur mörkum undir í hálfleik og unnu seinni hálfleikinn með sjö marka mun, 16-9. Sigur Dana þýðir að þeir eru í frábærum málum og eru nú afar líklegir til að keppa um verðlaunasæti á Evrópumótinu. Danska liðið hefur sex stig eftir þrjá leiki eða jafnmörg og Þýskaland sem hefur spilað einum leik meira en Danir. Þýskaland á bara eftir einn leik á móti Danmörku í lokaumferð milliriðilsins en Danir spila áður við Svía.Lærisveinar Dags Sigurðssonar töpuðu sínum fyrsta leik í keppninni á móti Spánverjum og voru síðan fjórum mörkum undir í hálfleik í leik tvö á móti Svíum. Dagur talaði sína menn til í hálfleik, þýsku strákarnir snéru við leiknum og unnu Svía með einu marki. Þýska liðið hefur síðan bætt við þremur sigrum sem komu á móti Slóveníu, Ungverjalandi og Rússlandi. Þýska liðið verður alltaf undir í innbyrðisleikjum á móti Spánverjum og það stefnir því í úrslitaleik á móti Dönum í lokaumferðinni um sæti í undanúrslitunum. Það má búast við því að íslenskan þjóðin fylgist þá spennt með þegar íslensku þjálfararnir mætast í slíkum úrslitaleik.
EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Enski boltinn Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Körfubolti Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM Fótbolti Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Sjá meira