Íslenskir safnarar í sjokki eftir svik þekkts uppboðshaldara Snærós Sindradóttir skrifar 1. júlí 2016 05:00 Hugsuðurinn eftir Auguste Rodin er ein þekktasta höggmynd heims. Fyrsta útgáfan er frá 1902 en um tuttugu löggildar eftirmyndir eru til í heiminum af styttunni. „Þetta er mikið sjokk fyrir alla hérna heima,“ segir Magni Magnússon, safnari og fyrrverandi verslunarrekandi. Einn virtasti uppboðshaldari Danmerkur, sem hefur stundað mikil viðskipti við Íslendinga, bíður nú dóms fyrir að reyna að selja falsaða styttu af Hugsuðinum eftir Auguste Rodin. Hann var sakfelldur í fyrra fyrir peningaþvætti fyrir danskan eiturlyfjahring. Thomas Høiland var kóngurinn í viðskiptum með frímerki og seðla í Danmörku sem yfirmaður þeirrar deildar hjá uppboðshúsinu Bruun Rasmussen. Áður hafði hann rekið sitt eigið uppboðsfyrirtæki og í báðum tilfellum átti hann mikil viðskipti við íslenska safnara og áhugamenn um frímerki, mynt og seðla.Magni R. Magnússon safnari Fréttablaðið/Valli„Þetta var bráðskemmtilegur og flinkur náungi. Hann auglýsti mikið í Morgunblaðinu og tók á móti efni á uppboðin. Hér á landi hafði hann einnig aðstoðarmenn,“ segir Magni sem kynntist Thomasi fyrst fyrir mörgum áratugum. Þá rak Thomas litla safnarabúð á Vesterbrogade í Kaupmannahöfn.Danska dagblaðið Politiken hefur fylgst rækilega með máli Thomasar síðan það kom upp vegna peningaþvættisins. Sandra Brovall, blaðakona Politiken, lýsir í greinum sínum nærri farsakenndri atburðarás og því hvernig Thomas notaði uppboðshúsið sitt til að þvætta að minnsta kosti nærri sextíu milljónir íslenskra króna fyrir sjálenskan eiturlyfjahring sem flutti inn fíkniefni frá Suður-Evrópu. Þvættið fór meðal annars fram með falskri sölu á frímerkjasafni, sem líklega var aldrei til. Dómsmálið sem nú stendur yfir gerir endanlega út af við feril Thomasar. Hann er sagður hafa látið meta uppruna styttunnar og komist að því að hún væri fölsuð. Þrátt fyrir það hafi hann reynt að selja breska uppboðshúsinu Christie’s styttuna á fjórar til sex milljónir danskra króna, eða ríflega hundrað milljónir íslenskra króna. „Þeir Íslendingar sem skiptu við hann voru held ég allir ánægðir. Það sem ég skipti við hann var allt í orden, eins og maður segir,“ segir Magni. Magni lýsir Thomasi engu að síður sem glaumgosa. „Hann var mikill veislumaður, hélt stór uppboð og hafði dinner á eftir. Á uppboðum var alltaf morgunmatur fyrir alla sem komu. Hann var dálítill playboy, eins og maður segir, og átti stóra höll í Málmey sem hann bjó í með seinni konunni sinni.“ Málið sé áfall fyrir íslenska safnara. „Ég held að hann hafi ekki áttað sig á því hvað hann lifði hátt og hratt.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. júlí 2016 Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Rigning í kortunum Veður Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Erlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Fleiri fréttir Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Sjá meira
„Þetta er mikið sjokk fyrir alla hérna heima,“ segir Magni Magnússon, safnari og fyrrverandi verslunarrekandi. Einn virtasti uppboðshaldari Danmerkur, sem hefur stundað mikil viðskipti við Íslendinga, bíður nú dóms fyrir að reyna að selja falsaða styttu af Hugsuðinum eftir Auguste Rodin. Hann var sakfelldur í fyrra fyrir peningaþvætti fyrir danskan eiturlyfjahring. Thomas Høiland var kóngurinn í viðskiptum með frímerki og seðla í Danmörku sem yfirmaður þeirrar deildar hjá uppboðshúsinu Bruun Rasmussen. Áður hafði hann rekið sitt eigið uppboðsfyrirtæki og í báðum tilfellum átti hann mikil viðskipti við íslenska safnara og áhugamenn um frímerki, mynt og seðla.Magni R. Magnússon safnari Fréttablaðið/Valli„Þetta var bráðskemmtilegur og flinkur náungi. Hann auglýsti mikið í Morgunblaðinu og tók á móti efni á uppboðin. Hér á landi hafði hann einnig aðstoðarmenn,“ segir Magni sem kynntist Thomasi fyrst fyrir mörgum áratugum. Þá rak Thomas litla safnarabúð á Vesterbrogade í Kaupmannahöfn.Danska dagblaðið Politiken hefur fylgst rækilega með máli Thomasar síðan það kom upp vegna peningaþvættisins. Sandra Brovall, blaðakona Politiken, lýsir í greinum sínum nærri farsakenndri atburðarás og því hvernig Thomas notaði uppboðshúsið sitt til að þvætta að minnsta kosti nærri sextíu milljónir íslenskra króna fyrir sjálenskan eiturlyfjahring sem flutti inn fíkniefni frá Suður-Evrópu. Þvættið fór meðal annars fram með falskri sölu á frímerkjasafni, sem líklega var aldrei til. Dómsmálið sem nú stendur yfir gerir endanlega út af við feril Thomasar. Hann er sagður hafa látið meta uppruna styttunnar og komist að því að hún væri fölsuð. Þrátt fyrir það hafi hann reynt að selja breska uppboðshúsinu Christie’s styttuna á fjórar til sex milljónir danskra króna, eða ríflega hundrað milljónir íslenskra króna. „Þeir Íslendingar sem skiptu við hann voru held ég allir ánægðir. Það sem ég skipti við hann var allt í orden, eins og maður segir,“ segir Magni. Magni lýsir Thomasi engu að síður sem glaumgosa. „Hann var mikill veislumaður, hélt stór uppboð og hafði dinner á eftir. Á uppboðum var alltaf morgunmatur fyrir alla sem komu. Hann var dálítill playboy, eins og maður segir, og átti stóra höll í Málmey sem hann bjó í með seinni konunni sinni.“ Málið sé áfall fyrir íslenska safnara. „Ég held að hann hafi ekki áttað sig á því hvað hann lifði hátt og hratt.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. júlí 2016
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Rigning í kortunum Veður Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Erlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Fleiri fréttir Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Sjá meira