Auknar líkur á nýrnakrabbameini Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 18. apríl 2016 07:00 Flugvirkjar eru í áhættuhópi að fá nýrnafrumukrabbamein. Tómas tekur þó skýrt fram að áhættan geti tengst efnum sem ekki lengur er að finna í starfsumhverfinu. vísir/Anton Brink Niðurstöður nýrrar rannsóknar sem unnin er af læknum á skurðsviði Landspítala og Hjartaverndar sýna að áhætta á nýrnafrumukrabbameini er marktækt aukin hjá þeim sem vinna við flugvirkjun, skipasmíðar og húsamálun. Nýrnafrumukrabbamein er lang algengasta nýrnakrabbameinið, eða í 85% greininga. „Vert er að taka fram að margt hefur breyst í starfsumhverfi þessara stétta. Ákveðin efni hafa verið bönnuð, til að mynda blý í málningu og leysiefni,“ segir Tómas Guðbjartsson, læknir og forsvarsmaður rannsóknarinnar.Tómas Guðbjartsson hjarta- og lungnaskurðlæknir.Vísir/PjeturVið rannsóknina var annars vegar notast við gögn úr Reykjavíkurrannsókn Hjartaverndar sem nær til tæplega 19 þúsund manns og hins vegar 910 sjúklinga sem greindust með nýrnafrumukrabbamein á Íslandi á 35 ára tímabili. Þannig var mögulegt að leiðrétta fyrir öðrum áhættuþáttum, t.a.m. þyngd, reykingum, háþrýstingi, kyni og aldri. Eftir stendur að það er tvö- til fjórfalt meiri áhætta fyrir þessar starfsstéttir að fá meinið. Tómas segir niðurstöðurnar kalla á frekari rannsóknir. „Við vitum ekki nákvæmlega hvað það er í starfsumhverfi þessara stétta sem veldur þessu því þetta eru ekki það mörg tilfelli. Ein rannsókn svarar ákveðnum spurningum en kveikir líka margar nýjar. Því væri nærtækast að fara í samtarf við önnur lönd, slá saman þessum niðurstöðum við aðrar rannsóknir sem hafa verið gerðar og rannsaka frekar.“ Minna er vitað um orsakir nýrnafrumukrabbameins en flestra annarra krabbameina. Tómas segir rannsóknina því fylla upp í ákveðin göt og vera mikilvægt framlag á alþjóðavísu. „Við höfum einstakt umhverfi hér á Íslandi til að rannsaka svona þrátt fyrir fæðina. Hjartaverndarrannsóknin, sem hefur verið gerð í fjölda áratuga og hefur að geyma víðtækar upplýsingar um mikinn fjölda, er gulls ígildi. Þá skrá gátum við sameinað krabbameinsrannsókninni og fengið afra mikilvægar upplýsingar um áhættuþættina.“ Um þrjú prósent krabbameina sem greinast á Íslandi eru nýrnafrumukrabbamein. Árlega greinast um fimmtíu manns hér á landi með sjúkdóminn, helmingi fleiri karlar en konur og eru flestir um sextugt við greiningu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 18. apríl. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Sjá meira
Niðurstöður nýrrar rannsóknar sem unnin er af læknum á skurðsviði Landspítala og Hjartaverndar sýna að áhætta á nýrnafrumukrabbameini er marktækt aukin hjá þeim sem vinna við flugvirkjun, skipasmíðar og húsamálun. Nýrnafrumukrabbamein er lang algengasta nýrnakrabbameinið, eða í 85% greininga. „Vert er að taka fram að margt hefur breyst í starfsumhverfi þessara stétta. Ákveðin efni hafa verið bönnuð, til að mynda blý í málningu og leysiefni,“ segir Tómas Guðbjartsson, læknir og forsvarsmaður rannsóknarinnar.Tómas Guðbjartsson hjarta- og lungnaskurðlæknir.Vísir/PjeturVið rannsóknina var annars vegar notast við gögn úr Reykjavíkurrannsókn Hjartaverndar sem nær til tæplega 19 þúsund manns og hins vegar 910 sjúklinga sem greindust með nýrnafrumukrabbamein á Íslandi á 35 ára tímabili. Þannig var mögulegt að leiðrétta fyrir öðrum áhættuþáttum, t.a.m. þyngd, reykingum, háþrýstingi, kyni og aldri. Eftir stendur að það er tvö- til fjórfalt meiri áhætta fyrir þessar starfsstéttir að fá meinið. Tómas segir niðurstöðurnar kalla á frekari rannsóknir. „Við vitum ekki nákvæmlega hvað það er í starfsumhverfi þessara stétta sem veldur þessu því þetta eru ekki það mörg tilfelli. Ein rannsókn svarar ákveðnum spurningum en kveikir líka margar nýjar. Því væri nærtækast að fara í samtarf við önnur lönd, slá saman þessum niðurstöðum við aðrar rannsóknir sem hafa verið gerðar og rannsaka frekar.“ Minna er vitað um orsakir nýrnafrumukrabbameins en flestra annarra krabbameina. Tómas segir rannsóknina því fylla upp í ákveðin göt og vera mikilvægt framlag á alþjóðavísu. „Við höfum einstakt umhverfi hér á Íslandi til að rannsaka svona þrátt fyrir fæðina. Hjartaverndarrannsóknin, sem hefur verið gerð í fjölda áratuga og hefur að geyma víðtækar upplýsingar um mikinn fjölda, er gulls ígildi. Þá skrá gátum við sameinað krabbameinsrannsókninni og fengið afra mikilvægar upplýsingar um áhættuþættina.“ Um þrjú prósent krabbameina sem greinast á Íslandi eru nýrnafrumukrabbamein. Árlega greinast um fimmtíu manns hér á landi með sjúkdóminn, helmingi fleiri karlar en konur og eru flestir um sextugt við greiningu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 18. apríl.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Sjá meira