Auknar líkur á nýrnakrabbameini Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 18. apríl 2016 07:00 Flugvirkjar eru í áhættuhópi að fá nýrnafrumukrabbamein. Tómas tekur þó skýrt fram að áhættan geti tengst efnum sem ekki lengur er að finna í starfsumhverfinu. vísir/Anton Brink Niðurstöður nýrrar rannsóknar sem unnin er af læknum á skurðsviði Landspítala og Hjartaverndar sýna að áhætta á nýrnafrumukrabbameini er marktækt aukin hjá þeim sem vinna við flugvirkjun, skipasmíðar og húsamálun. Nýrnafrumukrabbamein er lang algengasta nýrnakrabbameinið, eða í 85% greininga. „Vert er að taka fram að margt hefur breyst í starfsumhverfi þessara stétta. Ákveðin efni hafa verið bönnuð, til að mynda blý í málningu og leysiefni,“ segir Tómas Guðbjartsson, læknir og forsvarsmaður rannsóknarinnar.Tómas Guðbjartsson hjarta- og lungnaskurðlæknir.Vísir/PjeturVið rannsóknina var annars vegar notast við gögn úr Reykjavíkurrannsókn Hjartaverndar sem nær til tæplega 19 þúsund manns og hins vegar 910 sjúklinga sem greindust með nýrnafrumukrabbamein á Íslandi á 35 ára tímabili. Þannig var mögulegt að leiðrétta fyrir öðrum áhættuþáttum, t.a.m. þyngd, reykingum, háþrýstingi, kyni og aldri. Eftir stendur að það er tvö- til fjórfalt meiri áhætta fyrir þessar starfsstéttir að fá meinið. Tómas segir niðurstöðurnar kalla á frekari rannsóknir. „Við vitum ekki nákvæmlega hvað það er í starfsumhverfi þessara stétta sem veldur þessu því þetta eru ekki það mörg tilfelli. Ein rannsókn svarar ákveðnum spurningum en kveikir líka margar nýjar. Því væri nærtækast að fara í samtarf við önnur lönd, slá saman þessum niðurstöðum við aðrar rannsóknir sem hafa verið gerðar og rannsaka frekar.“ Minna er vitað um orsakir nýrnafrumukrabbameins en flestra annarra krabbameina. Tómas segir rannsóknina því fylla upp í ákveðin göt og vera mikilvægt framlag á alþjóðavísu. „Við höfum einstakt umhverfi hér á Íslandi til að rannsaka svona þrátt fyrir fæðina. Hjartaverndarrannsóknin, sem hefur verið gerð í fjölda áratuga og hefur að geyma víðtækar upplýsingar um mikinn fjölda, er gulls ígildi. Þá skrá gátum við sameinað krabbameinsrannsókninni og fengið afra mikilvægar upplýsingar um áhættuþættina.“ Um þrjú prósent krabbameina sem greinast á Íslandi eru nýrnafrumukrabbamein. Árlega greinast um fimmtíu manns hér á landi með sjúkdóminn, helmingi fleiri karlar en konur og eru flestir um sextugt við greiningu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 18. apríl. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
Niðurstöður nýrrar rannsóknar sem unnin er af læknum á skurðsviði Landspítala og Hjartaverndar sýna að áhætta á nýrnafrumukrabbameini er marktækt aukin hjá þeim sem vinna við flugvirkjun, skipasmíðar og húsamálun. Nýrnafrumukrabbamein er lang algengasta nýrnakrabbameinið, eða í 85% greininga. „Vert er að taka fram að margt hefur breyst í starfsumhverfi þessara stétta. Ákveðin efni hafa verið bönnuð, til að mynda blý í málningu og leysiefni,“ segir Tómas Guðbjartsson, læknir og forsvarsmaður rannsóknarinnar.Tómas Guðbjartsson hjarta- og lungnaskurðlæknir.Vísir/PjeturVið rannsóknina var annars vegar notast við gögn úr Reykjavíkurrannsókn Hjartaverndar sem nær til tæplega 19 þúsund manns og hins vegar 910 sjúklinga sem greindust með nýrnafrumukrabbamein á Íslandi á 35 ára tímabili. Þannig var mögulegt að leiðrétta fyrir öðrum áhættuþáttum, t.a.m. þyngd, reykingum, háþrýstingi, kyni og aldri. Eftir stendur að það er tvö- til fjórfalt meiri áhætta fyrir þessar starfsstéttir að fá meinið. Tómas segir niðurstöðurnar kalla á frekari rannsóknir. „Við vitum ekki nákvæmlega hvað það er í starfsumhverfi þessara stétta sem veldur þessu því þetta eru ekki það mörg tilfelli. Ein rannsókn svarar ákveðnum spurningum en kveikir líka margar nýjar. Því væri nærtækast að fara í samtarf við önnur lönd, slá saman þessum niðurstöðum við aðrar rannsóknir sem hafa verið gerðar og rannsaka frekar.“ Minna er vitað um orsakir nýrnafrumukrabbameins en flestra annarra krabbameina. Tómas segir rannsóknina því fylla upp í ákveðin göt og vera mikilvægt framlag á alþjóðavísu. „Við höfum einstakt umhverfi hér á Íslandi til að rannsaka svona þrátt fyrir fæðina. Hjartaverndarrannsóknin, sem hefur verið gerð í fjölda áratuga og hefur að geyma víðtækar upplýsingar um mikinn fjölda, er gulls ígildi. Þá skrá gátum við sameinað krabbameinsrannsókninni og fengið afra mikilvægar upplýsingar um áhættuþættina.“ Um þrjú prósent krabbameina sem greinast á Íslandi eru nýrnafrumukrabbamein. Árlega greinast um fimmtíu manns hér á landi með sjúkdóminn, helmingi fleiri karlar en konur og eru flestir um sextugt við greiningu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 18. apríl.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira