Stjórnmál á Íslandi Heimir Örn Hólmarsson skrifar 18. apríl 2016 00:00 Fyrir mér virðast stjórnmál á Íslandi hafa verið rotin í áratugi og spilling grasserað meðal stjórnmálamanna allan þennan tíma. Baktjaldamakkið sem almenningur sá ekki áður fyrr er að koma upp á yfirborðið, þökk sé fjölmiðlum. Fjármálaöflin í okkar annars frábæra samfélagi hafa stjórnað öllu hér frá upphafi lýðveldisins. Þegar þannig háttar til á lýðveldið erfitt uppdráttar. Spurningin er hvernig virkar annars lýðræðið á Íslandi í raun? Í fyrstu grein stjórnarskrár lýðveldisins Íslands stendur: „Ísland er lýðveldi með þingbundinni stjórn.“ Þessi fyrsta grein hljómar mjög vel og ég er mjög sáttur við þessa grein. Fólkið í landinu kýs flokka á þing einu sinni á fjögurra ára fresti en flokkarnir sjálfir, eða fylgismenn þeirra, geta raðað mönnum og konum á flokkslista án þess að almenningur fái nokkru um það ráðið. Hér tel ég að lýðræðið fái ekki að njóta sín eins og 31. grein stjórnarskrárinnar segir til um: „Á Alþingi eiga sæti 63 þjóðkjörnir þingmenn, kosnir leynilegri hlutbundinni kosningu til 4 ára.“ Túlkun mín á þessari grein er sú að ég sem persóna, í íslensku þjóðfélagi, eigi að geta kosið einstaka þingmenn á þing sem sagt persónukjör. Hér tel ég því lýðræðinu ekki vera fullnægt. Þegar persónur kjósa svo þingflokka, geta þær um leið strikað út nöfn á lista viðkomandi flokks. Útstrikunin sjálf hefur yfirleitt ekki skipt neinu máli og man ég eftir því að ákveðinn einstaklingur fékk um 30% útstrikanir af löglegum atkvæðum til flokksins sem þessi einstaklingur tilheyrði. Afleiðingarnar urðu þær að einstaklingurinn féll niður um eitt sæti á þeim lista og komst samt sem áður inn á þing. Þar af leiðandi vil ég meina að lýðræðið virkar ekki þegar kemur að útstrikunum lista þingflokkanna.Hvar er lýðræðið hér? Þegar á þing er komið fær einhver þingflokkur völdin til að mynda ríkisstjórn með atbeina forseta lýðveldisins. Ekki er sjálfgefið að sá flokkur sem fær flest atkvæði í alþingiskosningum fái stjórnarmyndunarumboðið. Þar með fær formaður þess flokks sem fær stjórnarmyndunarumboðið í raun öll völd stjórnsýslunnar í hendurnar. Hann myndar stjórn með sínum flokki einum og sér eða þá í samstarfi við aðra flokka. Formenn stjórnarflokka fá þar með þau völd að stýra öllum ráðuneytum, skipa formenn í allar þingnefndir og geta mögulega stýrt óbeint um leið hverjir af þingmönnum stjórnarandstöðuflokka fái að vera með í þingnefndum. Hvar er lýðræðið hér? Áhrif þingmanna sem persóna inni á þingi eru nánast engin því ef þeir vilja fá einhverju breytt, með t.d. frumvarpi, þurfa þeir að safna liði annarra þingmanna til að fá sín frumvörp afgreidd af þinginu annars eru það einungis stjórnarfrumvörp sem eru afgreidd á sérhverjum tíma. Skv. ársskýrslu Alþingis 2008 voru 78 af 102 stjórnarfrumvörpum afgreidd sem lög á 136. löggjafarþingi á meðan 6 af 89 þingmannafrumvörpum voru afgreidd sem lög. Svipaða sögu má segja af þingsályktunartillögum frá sama þingi. Nú spyr ég aftur, hvar er lýðræðið? Nú fer senn að líða að forsetakosningum en sá er hlýtur það embætti verður með réttu lýðræðislega kjörinn í persónukjöri. Þessi aðili er eini öryggisventill þjóðarinnar er varðar afgreiðslu frumvarpa sem geta verið samin af stjórnarliðum til eigin hagsmuna. Þjóðkjörinn forseti verður því að vera sjálfstæður í sínu starfi og ekki með sérhagsmuni að leiðarljósi. Hann verður að huga að hagsmunum heildarinnar þegar hann veitir frumvörpum samþykki sitt og þarf að ganga úr skugga um að allar greiningar sem völ er á hverju sinni hafi verið gerðar. Mætti þar til telja t.d. arðsemismat, áhættugreiningu, hagsmunaaðilagreiningu o.s.frv. Forsetinn verður einnig að taka tillit til þjóðarinnar og velta fyrir sér siðferðislegum álitamálum við ákvarðanatöku. Hann skal svo staðfesta eða synja lögum út frá málefnalegum rökum. Mín krafa er sú að forseti Íslands sé laus við pólitísk tengsl, sé ekki með tengsl við stóra hagsmunaaðila, sé ekki beintengdur við fjármálaöflin í landinu, sé ekki með sérhagsmuni að leiðarljósi, sé áhugasamur um land og þjóð, sé nærgætin persóna en jafnframt ákveðin, sé ávallt að vinna að almannahag og sé góð fyrirmynd fyrir komandi kynslóðir. Ég vona að þetta sé sú mynd sem þú kæri kjósandi hefur einnig um embætti forseta Íslands. Sem forsetaframbjóðandi treysti ég mér til að framfylgja þessum kröfum af einurð og einlægni. Hafðu þetta í huga þegar þú tekur ákvörðun um hver ætti að verða næsti forseti Íslands. Kynntu þér endilega þá kosti sem ég hef fram að færa í embætti forseta Íslands á https://www.xheimir.is og https://www.facebook.com/xheimir/. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Fyrir mér virðast stjórnmál á Íslandi hafa verið rotin í áratugi og spilling grasserað meðal stjórnmálamanna allan þennan tíma. Baktjaldamakkið sem almenningur sá ekki áður fyrr er að koma upp á yfirborðið, þökk sé fjölmiðlum. Fjármálaöflin í okkar annars frábæra samfélagi hafa stjórnað öllu hér frá upphafi lýðveldisins. Þegar þannig háttar til á lýðveldið erfitt uppdráttar. Spurningin er hvernig virkar annars lýðræðið á Íslandi í raun? Í fyrstu grein stjórnarskrár lýðveldisins Íslands stendur: „Ísland er lýðveldi með þingbundinni stjórn.“ Þessi fyrsta grein hljómar mjög vel og ég er mjög sáttur við þessa grein. Fólkið í landinu kýs flokka á þing einu sinni á fjögurra ára fresti en flokkarnir sjálfir, eða fylgismenn þeirra, geta raðað mönnum og konum á flokkslista án þess að almenningur fái nokkru um það ráðið. Hér tel ég að lýðræðið fái ekki að njóta sín eins og 31. grein stjórnarskrárinnar segir til um: „Á Alþingi eiga sæti 63 þjóðkjörnir þingmenn, kosnir leynilegri hlutbundinni kosningu til 4 ára.“ Túlkun mín á þessari grein er sú að ég sem persóna, í íslensku þjóðfélagi, eigi að geta kosið einstaka þingmenn á þing sem sagt persónukjör. Hér tel ég því lýðræðinu ekki vera fullnægt. Þegar persónur kjósa svo þingflokka, geta þær um leið strikað út nöfn á lista viðkomandi flokks. Útstrikunin sjálf hefur yfirleitt ekki skipt neinu máli og man ég eftir því að ákveðinn einstaklingur fékk um 30% útstrikanir af löglegum atkvæðum til flokksins sem þessi einstaklingur tilheyrði. Afleiðingarnar urðu þær að einstaklingurinn féll niður um eitt sæti á þeim lista og komst samt sem áður inn á þing. Þar af leiðandi vil ég meina að lýðræðið virkar ekki þegar kemur að útstrikunum lista þingflokkanna.Hvar er lýðræðið hér? Þegar á þing er komið fær einhver þingflokkur völdin til að mynda ríkisstjórn með atbeina forseta lýðveldisins. Ekki er sjálfgefið að sá flokkur sem fær flest atkvæði í alþingiskosningum fái stjórnarmyndunarumboðið. Þar með fær formaður þess flokks sem fær stjórnarmyndunarumboðið í raun öll völd stjórnsýslunnar í hendurnar. Hann myndar stjórn með sínum flokki einum og sér eða þá í samstarfi við aðra flokka. Formenn stjórnarflokka fá þar með þau völd að stýra öllum ráðuneytum, skipa formenn í allar þingnefndir og geta mögulega stýrt óbeint um leið hverjir af þingmönnum stjórnarandstöðuflokka fái að vera með í þingnefndum. Hvar er lýðræðið hér? Áhrif þingmanna sem persóna inni á þingi eru nánast engin því ef þeir vilja fá einhverju breytt, með t.d. frumvarpi, þurfa þeir að safna liði annarra þingmanna til að fá sín frumvörp afgreidd af þinginu annars eru það einungis stjórnarfrumvörp sem eru afgreidd á sérhverjum tíma. Skv. ársskýrslu Alþingis 2008 voru 78 af 102 stjórnarfrumvörpum afgreidd sem lög á 136. löggjafarþingi á meðan 6 af 89 þingmannafrumvörpum voru afgreidd sem lög. Svipaða sögu má segja af þingsályktunartillögum frá sama þingi. Nú spyr ég aftur, hvar er lýðræðið? Nú fer senn að líða að forsetakosningum en sá er hlýtur það embætti verður með réttu lýðræðislega kjörinn í persónukjöri. Þessi aðili er eini öryggisventill þjóðarinnar er varðar afgreiðslu frumvarpa sem geta verið samin af stjórnarliðum til eigin hagsmuna. Þjóðkjörinn forseti verður því að vera sjálfstæður í sínu starfi og ekki með sérhagsmuni að leiðarljósi. Hann verður að huga að hagsmunum heildarinnar þegar hann veitir frumvörpum samþykki sitt og þarf að ganga úr skugga um að allar greiningar sem völ er á hverju sinni hafi verið gerðar. Mætti þar til telja t.d. arðsemismat, áhættugreiningu, hagsmunaaðilagreiningu o.s.frv. Forsetinn verður einnig að taka tillit til þjóðarinnar og velta fyrir sér siðferðislegum álitamálum við ákvarðanatöku. Hann skal svo staðfesta eða synja lögum út frá málefnalegum rökum. Mín krafa er sú að forseti Íslands sé laus við pólitísk tengsl, sé ekki með tengsl við stóra hagsmunaaðila, sé ekki beintengdur við fjármálaöflin í landinu, sé ekki með sérhagsmuni að leiðarljósi, sé áhugasamur um land og þjóð, sé nærgætin persóna en jafnframt ákveðin, sé ávallt að vinna að almannahag og sé góð fyrirmynd fyrir komandi kynslóðir. Ég vona að þetta sé sú mynd sem þú kæri kjósandi hefur einnig um embætti forseta Íslands. Sem forsetaframbjóðandi treysti ég mér til að framfylgja þessum kröfum af einurð og einlægni. Hafðu þetta í huga þegar þú tekur ákvörðun um hver ætti að verða næsti forseti Íslands. Kynntu þér endilega þá kosti sem ég hef fram að færa í embætti forseta Íslands á https://www.xheimir.is og https://www.facebook.com/xheimir/.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar