Sara María sér fram á tveggja milljóna króna kostnað eftir fósturmissi Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 18. apríl 2016 15:11 Kanínuna keyptu Sara og Javi, maður hennar, fyrir litla ófædda barnið sitt. Vísir/Sara „Þetta hefur verið sjokk eftir sjokk eftir sjokk. Það er fín lína að leyfa sér að syrgja en á sama tíma festast ekki í sorginni,“ segir Sara María Júlíudóttir fatahönnuður en hún missti fóstur eftir fimm mánaða meðgöngu fyrir tíu dögum síðan. Sara býr á Spáni, í Barcelona nánar tiltekið, og því hefur auk sorgarinnar yfir missinum tekið á fjölskylduna að undirbúa flutning á fóstrinu heim til Íslands til greftrunar. Hún býr þar með manni sínum Javi Chiva. Von var á barninu í heiminn í september, þau nefndu það Ómar. „Þetta er ótrúlegt. Flutningurinn bara er 600 þúsund íslenskar krónur, bara á barninu. Við erum búin að reyna allt til þess að lækka verðið eða gera þetta öðruvísi, erum í sambandi við íslenska sendiráðið í Barcelona, búin að hafa samband við utanríkisráðuneytið og útfararþjónustu heima. En það er bara ein leið,“ útskýrir Sara María. Hún hefur verið í sambandi við konu sem lenti í sambærilegum harmleik. Sú býr í Madrid og þurfti að greiða tvær milljónir í heildarkostnað á því að flytja barn sem lést eftir fulla meðgöngu heim til Íslands til greftrunar.Sara og Javi höfðu beðið spennt eftir að fá barnið sitt í heiminn. Barnið sem fékk nafnið Ómar.Vísir/Sara„Við erum að safna fyrir sjúkrakostnaði, flutningum, fluginu heim og útförinni,“ segir Sara en fjölskyldan hefur gripið til þess ráðs að setja af stað hópfjármögnun til þess að reyna að fjármagna líkflutninginn. Fósturlátið afleiðing læknamistaka „Maður er með í maganum yfir að maður nái ekki að safna þessum peningi.“ Hún segist hafa setið grátandi á útfararstofu á Spáni og spurt: „Eruð þið í alvörunni að rukka þetta verð svo ég geti fengið að flytja dáið barnið mitt heim?“ Sara segir margt koma inn í kostnaðinn, bæði hún og maðurinn hennar séu að missa úr vinnu og að hún eigi enn eftir að fá nokkra reikninga frá sjúkrahúsinu. „Þegar við höfðum fengið kostnaðinn varðandi líkflutninginn staðfestan fékk ég reikning frá sjúkrahúsinu upp á 3000 evrur.“ Það eru 419 þúsund íslenskar krónur. Fjölskyldan er ekki aðeins að kljást við fósturmissi og milljóna króna fyrirséðan kostnað við að flytja líkið heim til greftrunar heldur er Sara einnig ósátt við læknayfirvöld á Íslandi þar sem hún telur að hægt hefði verið að koma í veg fyrir fósturmissinn. Eftirvæntingin eftir litla barninu var mikil.Vísir/Sara„Ég lá á sjúkrahúsi með heilbrigt barn í maganum í viku og það hefði verið hægt að koma í veg fyrir þetta. Ég semsagt lenti í læknamistökum þegar ég var tvítug. Læknir sem framkvæmdi útskafið gerði það svo harkalega að hann skar legið á mér alveg niður í vöðva þannig að það óx saman.“ Eftir þessi mistök var Söru tjáð að hún gæti ekki eignast barn, meira að segja eftir að hún fór í aðgerð þar sem reynt var að lagfæra mistökin.Tók rúma þrjá mánuði að senda „einn snepil“ „En ég hef orðið ólétt tvisvar áður, missti fóstrið í bæði skiptin þegar ég var komin um sjö til átta vikur á leið. Það hefur alltaf gerst vegna þess að leghálsinn á mér er svo illa farinn, vegna svo mikilla blæðinga í leghálsinum. Síðan ég varð ólétt í þetta skiptið hef ég verið að bíða eftir læknaskýrslunum mínum frá Íslandi, þar sem fram kemur að leghálsinn minn sé viðkvæmur og að það þurfi saum svo að hann opnist ekki.“ Læknar Söru á Spáni sögðust ekki getað gert neitt fyrir hana fyrr en þeir fengju læknaskýrslurnar hennar frá Íslandi. Hún bað um þær snemma í janúarmánuði en skýrslunar bárust hins vegar ekki fyrr en fyrir tíu dögum síðan. Sama dag og hún fór upp á spítala, viku síðar missti hún fóstrið. „Þessi læknaskýrsla er ekki einu sinni eitt A4 blað. Ég hélt að þetta væri margra blaðsíðna skýrsla og þess vegna tæki svo langan tíma að þýða þetta og senda. En þetta er bara einn snepill. Og tók allan þennan tíma.“ Sara hefur reynt að ná tali af læknum á Íslandi til þess að fá útskýringar á þessu en ekki fengið nein svör. Sara telur þetta vanrækslu. „Engar útskýringar eða neitt. Ekkert heyrt.“ Hún er sár og svekkt, bæði út í lækna hér heima og lækna á Spáni. „Við erum öll mismunandi. Mig hefur dreymt um barn lengi. Í öll þessi ár sem mér var sagt að legið á mér væri ónýtt þá leið mér eins og ég væri gölluð. Þetta hafði rosalega mikið áhrif á mig. Svo þegar ég loksins fæ vonina og er komin fimm mánuði á leið, held að allt verði í lagi þá missi ég barnið mitt. Og það hefði verið hægt að koma í veg fyrir það.“Hér er hægt að styrkja Söru og fjölskyldu hennar. Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira
„Þetta hefur verið sjokk eftir sjokk eftir sjokk. Það er fín lína að leyfa sér að syrgja en á sama tíma festast ekki í sorginni,“ segir Sara María Júlíudóttir fatahönnuður en hún missti fóstur eftir fimm mánaða meðgöngu fyrir tíu dögum síðan. Sara býr á Spáni, í Barcelona nánar tiltekið, og því hefur auk sorgarinnar yfir missinum tekið á fjölskylduna að undirbúa flutning á fóstrinu heim til Íslands til greftrunar. Hún býr þar með manni sínum Javi Chiva. Von var á barninu í heiminn í september, þau nefndu það Ómar. „Þetta er ótrúlegt. Flutningurinn bara er 600 þúsund íslenskar krónur, bara á barninu. Við erum búin að reyna allt til þess að lækka verðið eða gera þetta öðruvísi, erum í sambandi við íslenska sendiráðið í Barcelona, búin að hafa samband við utanríkisráðuneytið og útfararþjónustu heima. En það er bara ein leið,“ útskýrir Sara María. Hún hefur verið í sambandi við konu sem lenti í sambærilegum harmleik. Sú býr í Madrid og þurfti að greiða tvær milljónir í heildarkostnað á því að flytja barn sem lést eftir fulla meðgöngu heim til Íslands til greftrunar.Sara og Javi höfðu beðið spennt eftir að fá barnið sitt í heiminn. Barnið sem fékk nafnið Ómar.Vísir/Sara„Við erum að safna fyrir sjúkrakostnaði, flutningum, fluginu heim og útförinni,“ segir Sara en fjölskyldan hefur gripið til þess ráðs að setja af stað hópfjármögnun til þess að reyna að fjármagna líkflutninginn. Fósturlátið afleiðing læknamistaka „Maður er með í maganum yfir að maður nái ekki að safna þessum peningi.“ Hún segist hafa setið grátandi á útfararstofu á Spáni og spurt: „Eruð þið í alvörunni að rukka þetta verð svo ég geti fengið að flytja dáið barnið mitt heim?“ Sara segir margt koma inn í kostnaðinn, bæði hún og maðurinn hennar séu að missa úr vinnu og að hún eigi enn eftir að fá nokkra reikninga frá sjúkrahúsinu. „Þegar við höfðum fengið kostnaðinn varðandi líkflutninginn staðfestan fékk ég reikning frá sjúkrahúsinu upp á 3000 evrur.“ Það eru 419 þúsund íslenskar krónur. Fjölskyldan er ekki aðeins að kljást við fósturmissi og milljóna króna fyrirséðan kostnað við að flytja líkið heim til greftrunar heldur er Sara einnig ósátt við læknayfirvöld á Íslandi þar sem hún telur að hægt hefði verið að koma í veg fyrir fósturmissinn. Eftirvæntingin eftir litla barninu var mikil.Vísir/Sara„Ég lá á sjúkrahúsi með heilbrigt barn í maganum í viku og það hefði verið hægt að koma í veg fyrir þetta. Ég semsagt lenti í læknamistökum þegar ég var tvítug. Læknir sem framkvæmdi útskafið gerði það svo harkalega að hann skar legið á mér alveg niður í vöðva þannig að það óx saman.“ Eftir þessi mistök var Söru tjáð að hún gæti ekki eignast barn, meira að segja eftir að hún fór í aðgerð þar sem reynt var að lagfæra mistökin.Tók rúma þrjá mánuði að senda „einn snepil“ „En ég hef orðið ólétt tvisvar áður, missti fóstrið í bæði skiptin þegar ég var komin um sjö til átta vikur á leið. Það hefur alltaf gerst vegna þess að leghálsinn á mér er svo illa farinn, vegna svo mikilla blæðinga í leghálsinum. Síðan ég varð ólétt í þetta skiptið hef ég verið að bíða eftir læknaskýrslunum mínum frá Íslandi, þar sem fram kemur að leghálsinn minn sé viðkvæmur og að það þurfi saum svo að hann opnist ekki.“ Læknar Söru á Spáni sögðust ekki getað gert neitt fyrir hana fyrr en þeir fengju læknaskýrslurnar hennar frá Íslandi. Hún bað um þær snemma í janúarmánuði en skýrslunar bárust hins vegar ekki fyrr en fyrir tíu dögum síðan. Sama dag og hún fór upp á spítala, viku síðar missti hún fóstrið. „Þessi læknaskýrsla er ekki einu sinni eitt A4 blað. Ég hélt að þetta væri margra blaðsíðna skýrsla og þess vegna tæki svo langan tíma að þýða þetta og senda. En þetta er bara einn snepill. Og tók allan þennan tíma.“ Sara hefur reynt að ná tali af læknum á Íslandi til þess að fá útskýringar á þessu en ekki fengið nein svör. Sara telur þetta vanrækslu. „Engar útskýringar eða neitt. Ekkert heyrt.“ Hún er sár og svekkt, bæði út í lækna hér heima og lækna á Spáni. „Við erum öll mismunandi. Mig hefur dreymt um barn lengi. Í öll þessi ár sem mér var sagt að legið á mér væri ónýtt þá leið mér eins og ég væri gölluð. Þetta hafði rosalega mikið áhrif á mig. Svo þegar ég loksins fæ vonina og er komin fimm mánuði á leið, held að allt verði í lagi þá missi ég barnið mitt. Og það hefði verið hægt að koma í veg fyrir það.“Hér er hægt að styrkja Söru og fjölskyldu hennar.
Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira