Erfðabreyttur lax enn hvergi fáanlegur til manneldis Guðbergur Rúnarsson skrifar 20. apríl 2016 07:00 Aftur og aftur kemur fram sá misskilningur að eldislax sé erfðabreyttur. Þessi misskilningur er það útbreiddur að Landssambandi fiskeldisstöðva þykir rétt að vekja athygli á því að erfðabreyttur lax er hvergi í heiminum í framleiðslu til manneldis. Í athugasemdum sem berast vegna umhverfismats, kemur þessi rangfærsla fram og er einnig stundum haldið fram í fjölmiðlum. Laxinn sem nú er alinn er kynbættur til að ná fram æskilegum eiginleikum fyrir fiskeldi, meðal annars hröðum vexti, síðbúnum kynþroska, góðri fóðurnýtingu, viðnámi gegn sjúkdómum og fleiri þáttum. Hann er ekki erfðabreyttur. Kynbætur á eldisdýrum hafa verið stundaðar í aldanna rás. Öll helstu húsdýr í landbúnaði eru kynbætt með tilliti til þeirra eiginleika sem stefnt er að með kynbótastarfinu, t.d. til að ná fram meira kjöti eða holdi, meiri fallþunga, minni fitu og styttri eldistíma. Lax sem nú er alinn á Íslandi hefur verið kynbættur hjá Stofnfiski hf. frá árinu 1990. Laxastofninn er kallaður „Sagastofninn“ og byggir hann á norskum laxastofnum. Í dag er fyrirtækið Stofnfiskur hf. eini framleiðandi laxahrogna á Íslandi og er fyrirtækið vel þekkt á heimsvísu fyrir framúrskarandi framleiðslu af miklum gæðum.Erfðabreyttur fiskur Kanadíska fyrirtækið AquaBounty hefur stundað tilraunaeldi á erfðabreyttum laxi. Notaðir voru erfðavísar úr amerískri álategund sem þolir vel kulda og einnig erfðavísir úr Kyrrahafslaxinum chinook sem er ríkur af vaxtarhormónum. Vísunum var blandað við erfðavísa Atlantshafslaxins. Þessir erfðavísar gera erfðabreytta fiskinum frá AquaBounty kleift að vaxa hratt allt árið um kring, einnig í köldum sjó að vetri til vegna erfðavísa frá ameríska álnum. Erfðabreytti fiskurinn nær markaðsstærð á 16 til 18 mánuðum. Kynbætti laxinn nær hins vegar sinni markaðsstærð á um það bil þremur árum. Árangur kynbóta í laxeldi hefur minnkað bilið milli vaxtarhraða erfðabreytts lax og kynbætts lax. Reiknað er með að kynbætur á laxi muni minnka bilið hratt á næstu árum auk þess að ná fram öðrum eftirsóknarverðum eiginleikum.ISFA mótfallin erfðabreytingum AquaBounty hefur í um tvo áratugi reynt að fá leyfi til að setja erfðabreytta fiskinn á markað til manneldis og fékkst nýlega heimild til slíks frá bandarískum yfirvöldum. Hins vegar eru ISFA (International Salmon Farmers Association) sem íslensku laxeldisfyrirtækin eru aðilar að ásamt öllum helstu framleiðendum á heimsvísu, alfarið mótfallin eldi á erfðabreyttum fiski til manneldis. Í samþykkt samtakanna frá árinu 2000 segir m.a.: „Í samræmi við trausta stafshætti í umhverfismálum, hafnar ISFA staðfastlega framleiðslu á erfðabreyttum laxi.“ Félagar í ISFA framleiða yfir 80% af eldislaxi í heiminum og er óheimilt samkvæmt íslenskri reglugerð að nota erfðabreyttar plöntur eða dýr við framleiðslu á fiskafóðri hér á landi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Skoðun Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Aftur og aftur kemur fram sá misskilningur að eldislax sé erfðabreyttur. Þessi misskilningur er það útbreiddur að Landssambandi fiskeldisstöðva þykir rétt að vekja athygli á því að erfðabreyttur lax er hvergi í heiminum í framleiðslu til manneldis. Í athugasemdum sem berast vegna umhverfismats, kemur þessi rangfærsla fram og er einnig stundum haldið fram í fjölmiðlum. Laxinn sem nú er alinn er kynbættur til að ná fram æskilegum eiginleikum fyrir fiskeldi, meðal annars hröðum vexti, síðbúnum kynþroska, góðri fóðurnýtingu, viðnámi gegn sjúkdómum og fleiri þáttum. Hann er ekki erfðabreyttur. Kynbætur á eldisdýrum hafa verið stundaðar í aldanna rás. Öll helstu húsdýr í landbúnaði eru kynbætt með tilliti til þeirra eiginleika sem stefnt er að með kynbótastarfinu, t.d. til að ná fram meira kjöti eða holdi, meiri fallþunga, minni fitu og styttri eldistíma. Lax sem nú er alinn á Íslandi hefur verið kynbættur hjá Stofnfiski hf. frá árinu 1990. Laxastofninn er kallaður „Sagastofninn“ og byggir hann á norskum laxastofnum. Í dag er fyrirtækið Stofnfiskur hf. eini framleiðandi laxahrogna á Íslandi og er fyrirtækið vel þekkt á heimsvísu fyrir framúrskarandi framleiðslu af miklum gæðum.Erfðabreyttur fiskur Kanadíska fyrirtækið AquaBounty hefur stundað tilraunaeldi á erfðabreyttum laxi. Notaðir voru erfðavísar úr amerískri álategund sem þolir vel kulda og einnig erfðavísir úr Kyrrahafslaxinum chinook sem er ríkur af vaxtarhormónum. Vísunum var blandað við erfðavísa Atlantshafslaxins. Þessir erfðavísar gera erfðabreytta fiskinum frá AquaBounty kleift að vaxa hratt allt árið um kring, einnig í köldum sjó að vetri til vegna erfðavísa frá ameríska álnum. Erfðabreytti fiskurinn nær markaðsstærð á 16 til 18 mánuðum. Kynbætti laxinn nær hins vegar sinni markaðsstærð á um það bil þremur árum. Árangur kynbóta í laxeldi hefur minnkað bilið milli vaxtarhraða erfðabreytts lax og kynbætts lax. Reiknað er með að kynbætur á laxi muni minnka bilið hratt á næstu árum auk þess að ná fram öðrum eftirsóknarverðum eiginleikum.ISFA mótfallin erfðabreytingum AquaBounty hefur í um tvo áratugi reynt að fá leyfi til að setja erfðabreytta fiskinn á markað til manneldis og fékkst nýlega heimild til slíks frá bandarískum yfirvöldum. Hins vegar eru ISFA (International Salmon Farmers Association) sem íslensku laxeldisfyrirtækin eru aðilar að ásamt öllum helstu framleiðendum á heimsvísu, alfarið mótfallin eldi á erfðabreyttum fiski til manneldis. Í samþykkt samtakanna frá árinu 2000 segir m.a.: „Í samræmi við trausta stafshætti í umhverfismálum, hafnar ISFA staðfastlega framleiðslu á erfðabreyttum laxi.“ Félagar í ISFA framleiða yfir 80% af eldislaxi í heiminum og er óheimilt samkvæmt íslenskri reglugerð að nota erfðabreyttar plöntur eða dýr við framleiðslu á fiskafóðri hér á landi.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar