Innlent

Vilja fanga sumarið á mynd

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Steinþór Skúlason, forstjóri SS, Grímur Sæmundsen, formaður SAF, Helga Árnadóttir,framkvæmdastjóri SAF og Sævar Skaptason, framkvæmdastjóri Ferðaþjónustu bænda hjá sveitahótelinu Kríunesi við Elliðavatn.
Steinþór Skúlason, forstjóri SS, Grímur Sæmundsen, formaður SAF, Helga Árnadóttir,framkvæmdastjóri SAF og Sævar Skaptason, framkvæmdastjóri Ferðaþjónustu bænda hjá sveitahótelinu Kríunesi við Elliðavatn. Mynd/Árnasynir
Ferðaþjónustan og landbúnaðurinn hafa tekið höndum saman og sett af stað leik sem sagður er fagna sumarilminum í sínum ólíku myndum. Auglýst er eftir myndum sem fanga sumarstemninguna og lýsa samspili ferðaþjónustu og landbúnaðar.

Myndirnar eru birtar á vefnum sumarilmur.is og í hverri viku verður sú mynd valin sem best þykir fanga anda sumarsins í sveitum landsins. „Sá sem á mynd vikunnar fær glæsileg verðlaun en á meðal vinninga eru gisting og afþreying innanlands og alls kyns upplifun tengd mat og öðru sumarlegu. Vinningshafar verða kynntir á Rás 2 og þeir fengnir til að segja frá sögunni á bakvið myndina,“ að því er fram kemur í tilkynningu.

Sumarilmur er samstarfsverkefni Samtaka ferðaþjónustunnar og samtaka bænda og fyrirtækja í landbúnaði 2016.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 4. júlí




Fleiri fréttir

Sjá meira


×