Sem betur fer standa stjórnmálamenn ekki við loforð sín Lars Christensen skrifar 26. október 2016 09:00 Um næstu helgi ganga Íslendingar til þingkosninga sem lengi hefur verið beðið eftir. Ef skoðanakannanir reynast réttar megum við búast við miklum pólitískum breytingum. Hins vegar held ég að á margan hátt verði allt að „ganga sinn vanagang“ hvað þjóðhagfræðilegt ástand varðar, af þeirri einföldu ástæðu að það hefur temprandi áhrif á alla stjórnmálaflokka að komast til valda. Í kosningabaráttunni núna hafa mörg loforð verið gefin um aukin opinber útgjöld – hvort sem það er í félagslegar bætur, menntun eða innviði – og það er nokkuð ljóst að ef nýkjörin ríkisstjórn stendur við öll þessi loforð þá kæmust ríkisfjármál á Íslandi í mikil vandræði. Raunar freistast ég til að segja að landið stæði frammi fyrir ríkisskuldakreppu.Fjármálamarkaðirnir segja okkur að slaka áEf Ísland gæti staðið frammi fyrir ríkisskuldakreppu ef ný ríkisstjórn stæði við öll loforð sín, af hverju fara þá fjármálamarkaðirnir ekki af hjörunum? Ástæðan er auðvitað sú að fjárfestar búast ekki við því að ný ríkisstjórn standi raunverulega við öll loforð sín um ný ríkisútgjöld. Reyndar eru alls engin merki um að fjármálamarkaðirnir hafi áhyggjur af kosningunum. Fyrir mér er það traustvekjandi en ég hefði ekki búist við neinu öðru því ég held að stjórnmálamenn hafi tilhneigingu til að hlaupast frá loforðum sínum þegar þeir komast til valda – guði sé lof fyrir það. Það eru ýmsar ástæður fyrir þessu. Í fyrsta lagi þarf að gera tilslakanir til að koma stefnu sinni í gegn og það þýðir að maður getur einfaldlega ekki náð öllu fram sem maður vill, jafnvel þótt maður sé allur af vilja gerður. Í öðru lagi verður hvaða ríkisstjórn sem er fyrr eða síðar að gera sér grein fyrir því að hún stendur frammi fyrir útgjaldatakmörkum og til langs tíma er einfaldlega ekki hægt að eyða meiru en aflað er. Auðvitað er hægt að gera það í vissan tíma en ef fjárlagahallinn verður of mikill vilja fjárfestar einfaldlega ekki lengur fjármagna hallann og vextir rjúka upp. Það er auðvitað hægt að segja Seðlabankanum að fjármagna hallann með peningaprentun en ég veit ekki um neinn íslenskan stjórnmálamann sem vill í alvöru breyta Íslandi í Venesúela. Í þriðja lagi, ef ný ríkisstjórn byrjar að eyða peningum eins og enginn sé morgundagurinn mun Seðlabankinn örugglega hækka stýrivexti til að halda aftur af verðbólguþrýstingi sem svona aukin ríkisútgjöld valda. Sérhver ríkisstjórn yrði að taka þetta með í reikninginn. Loks er það þannig í flestum vestrænum lýðræðisríkjum að þegar jafnvel pópúlískustu flokkar komast til valda virðast ráðherraembættin gera menn miklu raunsærri þegar kemur að ríkisfjármálunum. Mjög gott dæmi um þetta er öfgavinstriflokkurinn Syriza í Grikklandi sem varð að svíkja flest loforð sín eftir að hann komst til valda. Af þessum ástæðum held ég ekki að ný ríkisstjórn á Íslandi verði eins óábyrg og sumir gætu óttast – það eru einfaldlega hindranir frá fjármálamörkuðunum, Seðlabankanum og almennum stofnunum á Íslandi, sem koma í veg fyrir að ný ríkisstjórn sleppi alveg fram af sér beislinu. Að því sögðu væri það efnahagslega hættulegt fyrir nýja ríkisstjórn að reyna að gleyma þeirri staðreynd að maður getur ekki lengi eytt meiri peningum en maður aflar. Það á við um fjölskyldur, fyrirtæki og ríkisstjórnir. Það verður helsta verkefni nýs fjármálaráðherra að minna kjósendur og nýja þingmenn á þetta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lars Christensen Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Um næstu helgi ganga Íslendingar til þingkosninga sem lengi hefur verið beðið eftir. Ef skoðanakannanir reynast réttar megum við búast við miklum pólitískum breytingum. Hins vegar held ég að á margan hátt verði allt að „ganga sinn vanagang“ hvað þjóðhagfræðilegt ástand varðar, af þeirri einföldu ástæðu að það hefur temprandi áhrif á alla stjórnmálaflokka að komast til valda. Í kosningabaráttunni núna hafa mörg loforð verið gefin um aukin opinber útgjöld – hvort sem það er í félagslegar bætur, menntun eða innviði – og það er nokkuð ljóst að ef nýkjörin ríkisstjórn stendur við öll þessi loforð þá kæmust ríkisfjármál á Íslandi í mikil vandræði. Raunar freistast ég til að segja að landið stæði frammi fyrir ríkisskuldakreppu.Fjármálamarkaðirnir segja okkur að slaka áEf Ísland gæti staðið frammi fyrir ríkisskuldakreppu ef ný ríkisstjórn stæði við öll loforð sín, af hverju fara þá fjármálamarkaðirnir ekki af hjörunum? Ástæðan er auðvitað sú að fjárfestar búast ekki við því að ný ríkisstjórn standi raunverulega við öll loforð sín um ný ríkisútgjöld. Reyndar eru alls engin merki um að fjármálamarkaðirnir hafi áhyggjur af kosningunum. Fyrir mér er það traustvekjandi en ég hefði ekki búist við neinu öðru því ég held að stjórnmálamenn hafi tilhneigingu til að hlaupast frá loforðum sínum þegar þeir komast til valda – guði sé lof fyrir það. Það eru ýmsar ástæður fyrir þessu. Í fyrsta lagi þarf að gera tilslakanir til að koma stefnu sinni í gegn og það þýðir að maður getur einfaldlega ekki náð öllu fram sem maður vill, jafnvel þótt maður sé allur af vilja gerður. Í öðru lagi verður hvaða ríkisstjórn sem er fyrr eða síðar að gera sér grein fyrir því að hún stendur frammi fyrir útgjaldatakmörkum og til langs tíma er einfaldlega ekki hægt að eyða meiru en aflað er. Auðvitað er hægt að gera það í vissan tíma en ef fjárlagahallinn verður of mikill vilja fjárfestar einfaldlega ekki lengur fjármagna hallann og vextir rjúka upp. Það er auðvitað hægt að segja Seðlabankanum að fjármagna hallann með peningaprentun en ég veit ekki um neinn íslenskan stjórnmálamann sem vill í alvöru breyta Íslandi í Venesúela. Í þriðja lagi, ef ný ríkisstjórn byrjar að eyða peningum eins og enginn sé morgundagurinn mun Seðlabankinn örugglega hækka stýrivexti til að halda aftur af verðbólguþrýstingi sem svona aukin ríkisútgjöld valda. Sérhver ríkisstjórn yrði að taka þetta með í reikninginn. Loks er það þannig í flestum vestrænum lýðræðisríkjum að þegar jafnvel pópúlískustu flokkar komast til valda virðast ráðherraembættin gera menn miklu raunsærri þegar kemur að ríkisfjármálunum. Mjög gott dæmi um þetta er öfgavinstriflokkurinn Syriza í Grikklandi sem varð að svíkja flest loforð sín eftir að hann komst til valda. Af þessum ástæðum held ég ekki að ný ríkisstjórn á Íslandi verði eins óábyrg og sumir gætu óttast – það eru einfaldlega hindranir frá fjármálamörkuðunum, Seðlabankanum og almennum stofnunum á Íslandi, sem koma í veg fyrir að ný ríkisstjórn sleppi alveg fram af sér beislinu. Að því sögðu væri það efnahagslega hættulegt fyrir nýja ríkisstjórn að reyna að gleyma þeirri staðreynd að maður getur ekki lengi eytt meiri peningum en maður aflar. Það á við um fjölskyldur, fyrirtæki og ríkisstjórnir. Það verður helsta verkefni nýs fjármálaráðherra að minna kjósendur og nýja þingmenn á þetta.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun