Hamingja! Sólveig Hlín Kristjánsdóttir skrifar 19. apríl 2016 07:00 Við viljum öll vera hamingjusöm. Okkur langar að líða vel, vera glöð og ánægð. Þegar okkur líður vel þá hegðum við okkur á annan hátt en þegar okkur líður illa. Ánægt fólk er t.d. rausnarlegra, opnara fyrir nýjungum og næmara á tilfinningar annarra. Samneyti við annað fólk bætir líðan okkar meira en flest annað. Okkur líður vel þegar við tengjumst öðru fólki. Til dæmis þegar við eigum gott spjall við vini eða drekkum góðan kaffibolla með samstarfsfólkinu. Okkur líður betur þegar við hjálpum öðrum og rannsóknir sýna að börn sem gefa með sér af sælgæti eru ánægðari með sig og glaðari en þau sem borða nammið sitt ein. Þeir sem gefa blóð finna fyrir ánægju og hlýju við blóðgjafir og þeir sem vinna sem sjálfboðaliðar eru einnig líklegri til að vera ánægðir og líða vel. Okkur líður líka betur þegar við prófum eitthvað nýtt. Það gæti verið eitthvað sem við þorðum varla að gera áður eða eitthvað sem hafði ekki hvarflað að okkur, eins og til dæmis að prófa svifflug yfir Úlfarsfelli! Við finnum fyrir vellíðan þegar við gerum eitthvað til að gleðja aðra, upplifum eitthvað nýtt og náum að tengjast öðru fólki. Því er svo mikilvægt að muna eftir því að við erum öll fólk, mismunandi og oft mjög frábrugðin hvort öðru en það veitir okkur líka vellíðan að tengjast ólíku fólki. Um leið og við hættum að hugsa um aðrar manneskjur sem fólk, rétt eins og okkur sjálf, aukast líkurnar á því að við förum að hegða okkur ómanneskjulega gagnvart þeim. Og það bitnar ekki bara á þeirra líðan heldur líka okkar eigin. Við verðum því að vera á varðbergi þegar fólki er skipt upp í ólíka hópa og kerfisbundið reynt að gera lítið úr mennsku þeirra sem eru ólíkari okkur. Það elur á hræðslu, vanlíðan og stundum ofbeldi. Við viljum öll vera hamingjusöm og við viljum að okkur líði vel. Til að það takist er farsælast að vera opin fyrir nýjungum og vera í samneyti við annað fólk… alls konar fólk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Hverfið mitt í Reykjavík 2018 Halldór Auðar Svansson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Betri þjónusta Strætó Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Við viljum öll vera hamingjusöm. Okkur langar að líða vel, vera glöð og ánægð. Þegar okkur líður vel þá hegðum við okkur á annan hátt en þegar okkur líður illa. Ánægt fólk er t.d. rausnarlegra, opnara fyrir nýjungum og næmara á tilfinningar annarra. Samneyti við annað fólk bætir líðan okkar meira en flest annað. Okkur líður vel þegar við tengjumst öðru fólki. Til dæmis þegar við eigum gott spjall við vini eða drekkum góðan kaffibolla með samstarfsfólkinu. Okkur líður betur þegar við hjálpum öðrum og rannsóknir sýna að börn sem gefa með sér af sælgæti eru ánægðari með sig og glaðari en þau sem borða nammið sitt ein. Þeir sem gefa blóð finna fyrir ánægju og hlýju við blóðgjafir og þeir sem vinna sem sjálfboðaliðar eru einnig líklegri til að vera ánægðir og líða vel. Okkur líður líka betur þegar við prófum eitthvað nýtt. Það gæti verið eitthvað sem við þorðum varla að gera áður eða eitthvað sem hafði ekki hvarflað að okkur, eins og til dæmis að prófa svifflug yfir Úlfarsfelli! Við finnum fyrir vellíðan þegar við gerum eitthvað til að gleðja aðra, upplifum eitthvað nýtt og náum að tengjast öðru fólki. Því er svo mikilvægt að muna eftir því að við erum öll fólk, mismunandi og oft mjög frábrugðin hvort öðru en það veitir okkur líka vellíðan að tengjast ólíku fólki. Um leið og við hættum að hugsa um aðrar manneskjur sem fólk, rétt eins og okkur sjálf, aukast líkurnar á því að við förum að hegða okkur ómanneskjulega gagnvart þeim. Og það bitnar ekki bara á þeirra líðan heldur líka okkar eigin. Við verðum því að vera á varðbergi þegar fólki er skipt upp í ólíka hópa og kerfisbundið reynt að gera lítið úr mennsku þeirra sem eru ólíkari okkur. Það elur á hræðslu, vanlíðan og stundum ofbeldi. Við viljum öll vera hamingjusöm og við viljum að okkur líði vel. Til að það takist er farsælast að vera opin fyrir nýjungum og vera í samneyti við annað fólk… alls konar fólk.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar