Alls sóttu 4139 nemendur um skólavist og er sundurliðun á fjölda umsókna í fyrsta og annað val birt á Facebook-síðu Menntamálastofnunar í dag.
Samtals sóttu 605 nemendur um skólavist í Kvennaskólanum í fyrsta og annað val en laus pláss eru aðeins 225. Skólinn er einn margra, bæði á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni, sem fengu mun fleiri umsóknir en sem nemur skólaplássum í boði.
Sundurliðun á fjölda umsókna í fimm vinsælustu framhaldsskólunum má sjá hér að neðan.
Verzlunarskólanum og Tækniskólanum bárust flestar umsóknir allra skóla í fyrsta val, 445 í Verzló og 301 í Tækniskólann.