Jöfnuður er síst of mikill Elín Björg Jónsdóttir skrifar 1. maí 2015 07:00 Baráttudagur verkalýðsins er að þessu sinni haldinn hátíðlegur í skugga alvarlegustu deilna á vinnumarkaði í áraraðir. Með kjarasamningum á síðasta ári var tækifæri skapað fyrir stjórnvöld og launagreiðendur að ávinna sér traust og sýna í verki að þau hefðu hagsmuni heildarinnar í huga. En í stað þess að leggjast á eitt með almenningi og vinna sameiginlega að bættum hag fjöldans var haldið inn á braut sérhagsmuna. Laun afmarkaðra hópa hækkuðu langt umfram það sem fjölmennustu og lægst launuðu hóparnir fengu. Ríkisstjórnin gaf eftir tekjustofna á þá efnamestu. Áfram var skorið niður á flestum sviðum opinberrar þjónustu, skattar á matvæli voru hækkaðir og réttur til atvinnuleysisbóta skertur. Með aðgerðum sínum hafa stjórnvöld og atvinnurekendur hafnað því að vinna sameiginlega á grunni stöðugleika og samstöðu. Þeir hæst launuðu skammta sér enn hærri laun, bónusa og milljarða arðgreiðslur. Á meðan eru hóflegar hækkanir lægstu launa sagðar ógna efnahagslífinu í heild. Horfið var frá jafnaðarhugsjóninni. Þess vegna er staðan á vinnumarkaði eins og hún er nú. Undanfarna daga hafa ráðamenn ítrekað vegið að verkfallsrétti launafólks og fjármálaráðherra veltir því upp í alvöru hvort gengið hafi verið of langt í að jafna kjör fólks. Ummælin eru látin falla skömmu eftir lækkun auðlindagjalda á útgerðir, afnám auðlegðarskatts á þá efnamestu og hækkun matarskatts. Fjöldi fólks hefur ekki efni á að kaupa sér húsnæði og ástandið á leigumarkaði er afleitt. Þrátt fyrir það gera stjórnvöld lítið sem ekkert í húsnæðismálunum. Er nema von að launafólk upplifi mikinn ójöfnuð og óréttlæti þegar framkoman er með þessum hætti? Krafa launafólks er að stjórnvöld búi svo um að fólk sjái hag sínum best borgið á Íslandi. Hér þarf að hækka launin, auka kaupmáttinn og tryggja öllum viðunandi húsnæði á viðunandi verði. Við þurfum að koma á fjölskylduvænna samfélagi svo að ungt fólk öðlist trú á að hér sé best að vera. Ég vona að ríkisstjórnin, sveitarstjórnir landsins og launagreiðendur allir hlýði á kall launafólks á baráttudegi verkalýðsins. Kall um réttlátara þjóðfélag þar sem jöfnuður allra er hafður að leiðarljósi. Launafólki um land allt óska ég til hamingju með daginn um leið og ég vonast til sem flestir taki þátt í hátíðarhöldum dagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Björg Jónsdóttir Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Magnús Jochum Pálsson skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Sjá meira
Baráttudagur verkalýðsins er að þessu sinni haldinn hátíðlegur í skugga alvarlegustu deilna á vinnumarkaði í áraraðir. Með kjarasamningum á síðasta ári var tækifæri skapað fyrir stjórnvöld og launagreiðendur að ávinna sér traust og sýna í verki að þau hefðu hagsmuni heildarinnar í huga. En í stað þess að leggjast á eitt með almenningi og vinna sameiginlega að bættum hag fjöldans var haldið inn á braut sérhagsmuna. Laun afmarkaðra hópa hækkuðu langt umfram það sem fjölmennustu og lægst launuðu hóparnir fengu. Ríkisstjórnin gaf eftir tekjustofna á þá efnamestu. Áfram var skorið niður á flestum sviðum opinberrar þjónustu, skattar á matvæli voru hækkaðir og réttur til atvinnuleysisbóta skertur. Með aðgerðum sínum hafa stjórnvöld og atvinnurekendur hafnað því að vinna sameiginlega á grunni stöðugleika og samstöðu. Þeir hæst launuðu skammta sér enn hærri laun, bónusa og milljarða arðgreiðslur. Á meðan eru hóflegar hækkanir lægstu launa sagðar ógna efnahagslífinu í heild. Horfið var frá jafnaðarhugsjóninni. Þess vegna er staðan á vinnumarkaði eins og hún er nú. Undanfarna daga hafa ráðamenn ítrekað vegið að verkfallsrétti launafólks og fjármálaráðherra veltir því upp í alvöru hvort gengið hafi verið of langt í að jafna kjör fólks. Ummælin eru látin falla skömmu eftir lækkun auðlindagjalda á útgerðir, afnám auðlegðarskatts á þá efnamestu og hækkun matarskatts. Fjöldi fólks hefur ekki efni á að kaupa sér húsnæði og ástandið á leigumarkaði er afleitt. Þrátt fyrir það gera stjórnvöld lítið sem ekkert í húsnæðismálunum. Er nema von að launafólk upplifi mikinn ójöfnuð og óréttlæti þegar framkoman er með þessum hætti? Krafa launafólks er að stjórnvöld búi svo um að fólk sjái hag sínum best borgið á Íslandi. Hér þarf að hækka launin, auka kaupmáttinn og tryggja öllum viðunandi húsnæði á viðunandi verði. Við þurfum að koma á fjölskylduvænna samfélagi svo að ungt fólk öðlist trú á að hér sé best að vera. Ég vona að ríkisstjórnin, sveitarstjórnir landsins og launagreiðendur allir hlýði á kall launafólks á baráttudegi verkalýðsins. Kall um réttlátara þjóðfélag þar sem jöfnuður allra er hafður að leiðarljósi. Launafólki um land allt óska ég til hamingju með daginn um leið og ég vonast til sem flestir taki þátt í hátíðarhöldum dagsins.
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar