Félagsráðgjöf á Landspítala Ásta Guðmundsdóttir skrifar 11. maí 2015 13:19 Ég heiti Ásta Guðmundsdóttir og er félagsráðgjafi á öldrunarlækningadeild Landspítala háskólasjúkrahúss. Í vinnu minni sem félagsráðgjafi á Landspítala sinni ég ýmsum verkefnum. Ég tek viðtöl við inniliggjandi sjúklinga, tengi sjúkling við þær stofnanir sem koma að þjónustu við hann, aðstoða við húsnæðismál, aðstoða ef greiðslur frá Tryggingastofnun falla niður, sit þverfaglega teymisfundi, skrifa félagsráðgjafabréf með færni- og heilsumati svo eitthvað sé nefnt. Ég og maðurinn minn erum bæði 33 ára gömul, við erum bæði faglærð í okkar fagi, ég með 5 ára háskólamenntun og hann með 4 ára iðnmenntun. Við erum bæði í 100% vinnu og eigum 2 yndisleg börn, við eigum íbúð og erum að borga af bíl. Við hjónin erum í þeirri stöðu að við eigum fyrir skuldum okkar um hver mánaðamót en þegar búið er að borga allt þá erum við heppin ef við eigum 30.000 kr. í afgang af launum okkar til að lifa af út mánuðinn. Þetta ástand er bara svipað og þegar ég var í námi. Þá var ég á námslánum og í 40% vinnu á veturna og maðurinn minn í 100% vinnu. Þá hugsuðum við með okkur að þetta myndi lagast þegar ég væri búin í námi og komin í vinnu. Staðreyndin er hins vegar sú að nú stöndum við frammi fyrir því að annað hvort okkar þarf að fara í aukavinnu frá börnum okkar svo við getum keypt nauðsynjar! Er þetta boðlegt í okkar þjóðfélagi í dag? Ætti ekki að duga tvær fyrirvinnu í 100% vinnu á heimili til að sjá fyrir nauðsynjum? Bæði velferðarráðuneytið og Umboðsmaður skuldara hafa gefið út neysluviðmið. Í þeim er gert ráð fyrir mánaðarlegum útgjöldum fyrir fötum, húsbúnaði og tómstundum en allt eru þetta útgjöld sem við getum ekki leyft okkur. Samkvæmt þessum viðmiðum vantar okkur hjónin að minnsta kosti 250.000 kr. upp á hver mánaðamót til að geta það.Metum menntun til launa Krafa okkar félaga í Bandalagi háskólamanna í þeirri kjarabaráttu sem við stöndum nú í við stjórnvöld er einfaldlega að menntun verði metin til launa. Í því felst annars vegar að þegar búið er að taka tillit til þess kostnaðar sem við höfum þurft að leggja út til að sækja okkur menntun þá verði kaupmáttur okkar ekki lakari en ef við hefðum ekki gengið menntaveginn. Hins vegar viljum við að stjórnvöld sýni að þau meti menntun og vilji að menntað starfsfólk sæki í störf hjá ríkinu. Það er dýrt að mennta sig, bæði á meðan á námi stendur og síðan þegar kemur að því að greiða af þeim skuldum sem safnast hafa upp á námstímanum. Sem dæmi fara tæplega ein mánaðarlaun á ári hjá hverjum félaga í BHM í að greiða af námslánum. Það gefur auga leið að í því felst ekki góð fjárfesting fyrir háskólamenntaða að starfa hjá ríkinu ef það býður ekki betri kjör en í boði eru. Nú stendur það upp á stjórnvöld að svara því hvort þau vilji laða fólk með sérfræðiþekkingu til starfa hjá ríkinu og stofnunum þess. Þau geta svarað þessari spurningu með jákvæðum hætti með því að ganga til sanngjarnra samninga við BHM í þeim kjaraviðræðum sem nú standa yfir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Sjá meira
Ég heiti Ásta Guðmundsdóttir og er félagsráðgjafi á öldrunarlækningadeild Landspítala háskólasjúkrahúss. Í vinnu minni sem félagsráðgjafi á Landspítala sinni ég ýmsum verkefnum. Ég tek viðtöl við inniliggjandi sjúklinga, tengi sjúkling við þær stofnanir sem koma að þjónustu við hann, aðstoða við húsnæðismál, aðstoða ef greiðslur frá Tryggingastofnun falla niður, sit þverfaglega teymisfundi, skrifa félagsráðgjafabréf með færni- og heilsumati svo eitthvað sé nefnt. Ég og maðurinn minn erum bæði 33 ára gömul, við erum bæði faglærð í okkar fagi, ég með 5 ára háskólamenntun og hann með 4 ára iðnmenntun. Við erum bæði í 100% vinnu og eigum 2 yndisleg börn, við eigum íbúð og erum að borga af bíl. Við hjónin erum í þeirri stöðu að við eigum fyrir skuldum okkar um hver mánaðamót en þegar búið er að borga allt þá erum við heppin ef við eigum 30.000 kr. í afgang af launum okkar til að lifa af út mánuðinn. Þetta ástand er bara svipað og þegar ég var í námi. Þá var ég á námslánum og í 40% vinnu á veturna og maðurinn minn í 100% vinnu. Þá hugsuðum við með okkur að þetta myndi lagast þegar ég væri búin í námi og komin í vinnu. Staðreyndin er hins vegar sú að nú stöndum við frammi fyrir því að annað hvort okkar þarf að fara í aukavinnu frá börnum okkar svo við getum keypt nauðsynjar! Er þetta boðlegt í okkar þjóðfélagi í dag? Ætti ekki að duga tvær fyrirvinnu í 100% vinnu á heimili til að sjá fyrir nauðsynjum? Bæði velferðarráðuneytið og Umboðsmaður skuldara hafa gefið út neysluviðmið. Í þeim er gert ráð fyrir mánaðarlegum útgjöldum fyrir fötum, húsbúnaði og tómstundum en allt eru þetta útgjöld sem við getum ekki leyft okkur. Samkvæmt þessum viðmiðum vantar okkur hjónin að minnsta kosti 250.000 kr. upp á hver mánaðamót til að geta það.Metum menntun til launa Krafa okkar félaga í Bandalagi háskólamanna í þeirri kjarabaráttu sem við stöndum nú í við stjórnvöld er einfaldlega að menntun verði metin til launa. Í því felst annars vegar að þegar búið er að taka tillit til þess kostnaðar sem við höfum þurft að leggja út til að sækja okkur menntun þá verði kaupmáttur okkar ekki lakari en ef við hefðum ekki gengið menntaveginn. Hins vegar viljum við að stjórnvöld sýni að þau meti menntun og vilji að menntað starfsfólk sæki í störf hjá ríkinu. Það er dýrt að mennta sig, bæði á meðan á námi stendur og síðan þegar kemur að því að greiða af þeim skuldum sem safnast hafa upp á námstímanum. Sem dæmi fara tæplega ein mánaðarlaun á ári hjá hverjum félaga í BHM í að greiða af námslánum. Það gefur auga leið að í því felst ekki góð fjárfesting fyrir háskólamenntaða að starfa hjá ríkinu ef það býður ekki betri kjör en í boði eru. Nú stendur það upp á stjórnvöld að svara því hvort þau vilji laða fólk með sérfræðiþekkingu til starfa hjá ríkinu og stofnunum þess. Þau geta svarað þessari spurningu með jákvæðum hætti með því að ganga til sanngjarnra samninga við BHM í þeim kjaraviðræðum sem nú standa yfir.
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun