Innlent

Gaf taugalæknadeild sjö sjónvarpstæki

Samúel Karl Ólason skrifar
Ásta Óskarsdóttir, Aníta Írís Einarsdóttir, Einar Júlíus Óskarsson, Brynja Kristjánsson og Brynhildur Júlía Einarsdóttir.
Ásta Óskarsdóttir, Aníta Írís Einarsdóttir, Einar Júlíus Óskarsson, Brynja Kristjánsson og Brynhildur Júlía Einarsdóttir.
Allar sjúkrastofurnar tólf á taugalækningadeild B2 í Fossvogi eru nú búnar nýjum eða nýlegum sjónvarpstækjum. Fram til þessa hafa gömul túbutæki verið þar áberandi. Óskar Sigurðsson var sjúklingur á deildinni haustið 2014, en hann lést þar í nóvember.

Eiginkona hans Brynja Kristjánsson, fann til þess að aðbúnaður sjúklinga, starfsfólks og gesta á deildinni mætti batna.

Einn daginn meðan Óskar lá á deildinni mættu þangað menn með tvo La-Z-Boy stóla frá henni að gjöf. Brynja bætti svo um betur og gaf taugalækningadeildinni sjö sjónvarpstæki, með hjálp góðra vina, ættingja og Sjónvarpsmiðstöðvarinnar.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landspítalanum.

Einar Júlíus sonur hennar setti tækin upp, sem eru af gerðinni United. Formleg afhending fór fram 6. mars þar sem Brynju og fölskyldunni var þakkað mikilsvert framlag til að bæta aðbúnað á taugalækningadeild B2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×