Innlent

Innkalla kryddblöndur frá Santa Maria

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Grunur um að kryddblöndurnar innihaldi möndlur án þess að það komi fram í innihaldslýsingu.
Grunur um að kryddblöndurnar innihaldi möndlur án þess að það komi fram í innihaldslýsingu.
Fyrirtækið Ó. Johnson & Kaaber hefur innkallað kryddblöndur frá framleiðandanum Santa Maria AB vegna gruns um að þær innihaldi möndlur án þess að það komi fram í innihaldslýsingu. Innköllunin er sú þriðja á Santa Maria kryddum á stuttum tíma. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælastofnun.

Um er að ræða kryddblöndurnar Casa Fiesta, Taco Seasoning mix í 35 gramma pokum. Þær eru seldar í verslunum um land allt og best fyrir dagsetning þeirra 09.07.2017 og 27.07.2017.

Vörurnar hafa verið fjarlægðar úr verslunum landsins, að því er fram kemur í tilkynningu frá Ó. Johnson & Kaaber. Hún kann þó að leynast á heimilum neytenda. Tekið er fram að varan er skaðlaus þeim sem ekki eru viðkvæmir fyrir hnetum og afurðum úr þeim.

Hægt er að skila vörunni og fá bætur hjá Ó.Johnson & Kaaber ehf í síma 535 4000.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×