Innlent

Deildar meiningar um háhýsi

stefán rafn sigurbjörnsson skrifar
Fundarmenn voru ósammála um áhrif aðalskipulagsins.
Fundarmenn voru ósammála um áhrif aðalskipulagsins. Fréttablaðið/gva/Andri
„Þessar byggingar myndu gerbreyta ásýnd dalsins,“ segir Björn Jón Bragason, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í hverfaráði Laugardals.

Á opnum íbúafundi í Laugardalnum í gærkvöldi var farið yfir víðan völl varðandi starfsemi og þjónustu í Laugardalnum en hitamál fundarins var ríkjandi aðalskipulag.

„Það eru þarna heimildir til að byggja blokkir við norðanverða Suðurlandsbraut og við leggjumst gegn því,“ segir Björn. „Þessar byggingar myndu koma til með að skyggja á útsýni frá Suðurlandsbraut og varpa skugga yfir útivistarsvæðið fyrir neðan,“ segir Björn sem bætir við að það sé sammæli íbúa í dalnum að svæði í dalnum eigi að nýta fyrst og fremst undir íþróttaiðkun, útivist og græn svæði.

Ólöf Örvarsdóttir, sviðstjóri umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar var með ávarp á fundinum um skipulagið í dalnum og telur að umræðan hafi verið villandi. „Það á ekki að byggja á grænum svæðum í Laugardalnum,“ sagði Ólöf í pallborðsumræðum á fundinum.

„Það hefur verið dregið úr eldri byggingarheimildum og þær heimildir sem eru á deiluskipulagi eru fyrst og fremst utan um íþróttamannvirkin,“ segir hún. Hún segir að engin áform séu uppi að byggja háhýsi við Suðurlandsbraut og að umræðan fyrir síðustu kosningar um aðalskipulagið hafi verið villandi.


Tengdar fréttir

Bara fyrsta skref af mörgum

Fulltrúar Reykjavíkurborgar fullyrða að engin bindandi áform séu uppi um byggingu við Suðurlandsbraut. Mynd úr aðalskipulagi lýsi ekki stefnu borgarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×