Innlent

Réðst á húsráðanda í Breiðholti

Vísir/Vilhelm
Karlmaður í annarlegu ástandi réðst á húsráðanda íbúðar í fjölbýlishúsi í Breiðholti um miðnætti og veitti honum áverka með barefli. Síðan lét hann greipar sópa og hafði meðal annars tekið tölvu til  handargagns en húsráðandi náði mununum af honum áður en hann hljóp út og braut rúðu í leiðinni.

Þegar lögregla kom á vettvang var árásarmaðurinn á hlaupum frá blokkinni, en lögreglumenn hlupu hann uppi og vistuðu í fangageymslu. Ekki kemur fram í skeyti lögreglunnar hvort þolandinn þurfti að leita læknisaðstoðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×