Innlent

Fiskflutningabíll valt í Skötufirði

Ísafjörður.
Ísafjörður. Vísir/Pjetur
Ökumaður slasaðist, en þó ekki lífshættulega, þegar stór dráttarbíll með tengivagni valt út af þjóðveginum um Skötufjörð í Ísafjarðardjúpi um kvöldmatarleytið í gærkvöldi og hafnaði á hvolfi ofan í fjörunni.

Ökumaðurinn var fluttur í sjúkrabíl á sjúkrahúsið á Ísafirði. Tengivagninn var fullhlaðinn körum með steinbít og voru björgunarsveitarmenn kallaðir út til að tína hann upp úr fjörunni auk þess sem stórvirkar vinnuvélar voru sendar á vettvang til að ná  vagni og bíl upp á veginn.

Þessum aðgerðum lauk um klukkan fimm í morgun en bíllinn og vagninn eru að líkindum ónýtir. Tildrög slyssins liggja ekki fyrir, en engin hálka var á veginum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×