Innlent

Eftirför lögreglu barst frá Reykjanesbraut og inn í Mosfellsbæ

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Maðurinn er ákærður fyrir að hafa ekið undir áhrifum kannabisefna, fyrir að hafa ekki sinnt stöðvunarmerkjum lögreglu og fyrir að aka langt yfir leyfilegum hámarkshraða um götur höfuðborgarsvæðisins.
Maðurinn er ákærður fyrir að hafa ekið undir áhrifum kannabisefna, fyrir að hafa ekki sinnt stöðvunarmerkjum lögreglu og fyrir að aka langt yfir leyfilegum hámarkshraða um götur höfuðborgarsvæðisins. Vísir/GVA
Ríkissaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur tvítugum karlmanni fyrir ýmis umferðar-og hegningarlagabrot sem rekja má til ökuferðar mannsins aðfaranótt 10. febrúar í fyrra. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í gær.

Maðurinn er ákærður fyrir að hafa ekið undir áhrifum kannabisefna, fyrir að hafa ekki sinnt stöðvunarmerkjum lögreglu og fyrir að aka langt yfir leyfilegum hámarkshraða um götur höfuðborgarsvæðisins. Þannig raskaði hann „umferðaröryggi á alfaraleið og á ófyrirleitinn hátt stofnað lífi og heilsu annarra vegfarenda og lögreglumanna sem reyndu að stöðva akstur ákærða á akstursleiðinni í augljósan háska,“ eins og segir í ákæru.

Lögreglan veitti manninum eftirför sem hófst á Reykjanesbraut og endaði í Mosfellsbæ. Maðurinn ók á allt að 175 kílómetra hraða og lenti í árekstri við lögreglubíl við Höfðabakkabrúna. Að lokum fór það svo að maðurinn missti stjórn á bifreiðinni og ók á vegrið við hringtorg við Álafosskvosina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×