Innblásin af fordómafullu fólki Guðrún Ansnes skrifar 31. ágúst 2015 09:30 Erna Mist segir draumastarfið án nokkurs vafa vera starf rithöfundar, sem hún hefur nú landað þrátt fyrir ungan aldur. Menntskælingurinn Erna Mist stendur í stórræðum um þessar mundir en í október kemur út frumraun hennar í bókaskrifum, teiknimyndabókin Fáfræði. „Ég hef alltaf verið mikill teiknari auk þess að skrifa sögur. Á mínu fyrsta ári í MH byrjaði ég að skrifa myndasögur. Bæði samnemendur og fjölskyldumeðlimir sýndu þeim mikinn áhuga og fljótt var ég farin að fá fyrirspurnir um fleiri sögur eða hvort ég ætlaði að gera bók. Í lok skólaársins safnaði ég myndasögunum saman og hafði samband við Tind Bókaútgáfu. Við skrifuðum svo undir útgáfusamning en þá var ég 16 ára,“ segir Erna yfir sig ánægð þegar hún er innt eftir upphafi ritferilsins. Þykir myndum Ernu svipa til myndasögubóka Hugleiks Dagssonar, einhvers vinsælasta myndasöguskrifara okkar Íslendinga, og spyr blaðamaður hvort hún sæki innblásturinn að einhverju leyti til hans: „Þar sem ég teikna svarthvítar, einfaldar sögur sem oftast fylla í einn ramma skil ég vel af hverju stílnum mínum væri líkt við Hugleik. En burtséð frá því eru persónurnar ekki í sama teiknistíl og ég þori ekki að notast við þann kolsvarta húmor sem Hugleikur hefur eignað sér. En ég er mikill aðdáandi Hugleiks og auðvitað hefur hann veitt mér innblástur.“Fáfræði Ernu fer í hillur í október, og hefur hún þegar hafist handa við að skrifa og teikna aðra bók.Fáfræðin alltumlykjandi Erna segist þó næla sér í innblásturinn alls staðar og hann komi til hennar úr öllum áttum, en ekki endilega sérsniðnum fyrirmyndum, og iðulega komi hugmyndir að persónum með henni upp úr sundlaugum þar sem hún heyrir samtal pottagesta sundlauganna. „Oftar en ekki byggi ég brandarana á fáfræði sem ég verð vitni að í umhverfinu, maður kynnist karakterunum nánast ekki neitt mikið meira en að heyra kannski frá þeim tvær setningar,“ útskýrir hún enn frekar. Það má með sanni segja að af nægu sé að taka í þeim efnum, en bókin telur hundrað og tuttugu sögur. Erna Mist er á náttúrufræðibraut við Menntaskólann í Hamrahlíð en gerir ráð fyrir að snara sér yfir á opna braut áður en langt um líður, og horfir til útlanda þegar kemur að framhaldsnámi. „Listir eða skapandi skrif heilla, en eitt veit ég um hilluna mína – hún situr á listavegg,“ segir þessi hæfileikakona spurð hvort hún hafi mögulega fundið sína hillu í lífinu, rétt sautján ára gömul. Mest lesið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Lífið Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Lífið Connie Francis er látin Lífið „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Lífið „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Lífið samstarf „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Fleiri fréttir Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Sjá meira
Menntskælingurinn Erna Mist stendur í stórræðum um þessar mundir en í október kemur út frumraun hennar í bókaskrifum, teiknimyndabókin Fáfræði. „Ég hef alltaf verið mikill teiknari auk þess að skrifa sögur. Á mínu fyrsta ári í MH byrjaði ég að skrifa myndasögur. Bæði samnemendur og fjölskyldumeðlimir sýndu þeim mikinn áhuga og fljótt var ég farin að fá fyrirspurnir um fleiri sögur eða hvort ég ætlaði að gera bók. Í lok skólaársins safnaði ég myndasögunum saman og hafði samband við Tind Bókaútgáfu. Við skrifuðum svo undir útgáfusamning en þá var ég 16 ára,“ segir Erna yfir sig ánægð þegar hún er innt eftir upphafi ritferilsins. Þykir myndum Ernu svipa til myndasögubóka Hugleiks Dagssonar, einhvers vinsælasta myndasöguskrifara okkar Íslendinga, og spyr blaðamaður hvort hún sæki innblásturinn að einhverju leyti til hans: „Þar sem ég teikna svarthvítar, einfaldar sögur sem oftast fylla í einn ramma skil ég vel af hverju stílnum mínum væri líkt við Hugleik. En burtséð frá því eru persónurnar ekki í sama teiknistíl og ég þori ekki að notast við þann kolsvarta húmor sem Hugleikur hefur eignað sér. En ég er mikill aðdáandi Hugleiks og auðvitað hefur hann veitt mér innblástur.“Fáfræði Ernu fer í hillur í október, og hefur hún þegar hafist handa við að skrifa og teikna aðra bók.Fáfræðin alltumlykjandi Erna segist þó næla sér í innblásturinn alls staðar og hann komi til hennar úr öllum áttum, en ekki endilega sérsniðnum fyrirmyndum, og iðulega komi hugmyndir að persónum með henni upp úr sundlaugum þar sem hún heyrir samtal pottagesta sundlauganna. „Oftar en ekki byggi ég brandarana á fáfræði sem ég verð vitni að í umhverfinu, maður kynnist karakterunum nánast ekki neitt mikið meira en að heyra kannski frá þeim tvær setningar,“ útskýrir hún enn frekar. Það má með sanni segja að af nægu sé að taka í þeim efnum, en bókin telur hundrað og tuttugu sögur. Erna Mist er á náttúrufræðibraut við Menntaskólann í Hamrahlíð en gerir ráð fyrir að snara sér yfir á opna braut áður en langt um líður, og horfir til útlanda þegar kemur að framhaldsnámi. „Listir eða skapandi skrif heilla, en eitt veit ég um hilluna mína – hún situr á listavegg,“ segir þessi hæfileikakona spurð hvort hún hafi mögulega fundið sína hillu í lífinu, rétt sautján ára gömul.
Mest lesið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Lífið Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Lífið Connie Francis er látin Lífið „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Lífið „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Lífið samstarf „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Fleiri fréttir Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Sjá meira