Árvissar deilur um laun bæjarstjóra Hafnarfjarðar Guðlaug Kristjánsdóttir skrifar 18. ágúst 2015 07:00 Í Hafnarfirði starfar nú í fyrsta skipti í langan tíma faglega ráðinn bæjarstjóri. Ráðning hans byggir á því mati okkar, sem nú förum með ábyrgð, að fagleg framkvæmdastjórn í æðsta embætti þriðja stærsta sveitarfélags Íslands sé löngu tímabær ráðstöfun. Ekki síst eftir kjörtímabil þar sem þrír einstaklingar vermdu bæjarstjórastólinn á fjórum árum á grunni gamaldags pólitískra hrossakaupa. Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði, lýsir í bók sinni „Hin mörgu andlit lýðræðis“ að íbúar telji að þar sem sé pólitískur bæjarstjóri komist ólík sjónarmið síður að í umræðunni. Einnig telji þeir að fyrirgreiðsla, kunningsskapur og frændsemi séu umfangsmeiri en í þeim sveitarfélögum þar sem er ópólitískur bæjarstjóri. Ráðning bæjarstjóra út fyrir raðir framboðslista, á grunni opins auglýsingaferlis, hlýtur því að teljast ábyrgt skref í rétta átt.Laun bæjarstjóra í fullu starfi Minnihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar hefur tekið þá sérkennilegu afstöðu, sem sett var fram í fjölmiðlum um liðna helgi annað árið í röð, að faglega ráðinn bæjarstjóri skuli þiggja lægri heildarlaun en væri hann oddiviti stjórnmálaflokks. Í júlí í fyrra taldi minnihlutinn eðlilegan launamun á þessum tveimur ráðningarformum nema 31,5%, en þetta árið er framsett tala 27,7%. Til grundvallar gagnrýni minnihlutans liggur sú afstaða að ekki skuli greiða faglega ráðnum bæjarstjóra fyrir störf með bæjarráði og bæjarstjórn. Minnihlutinn í bæjarstjórn virðist vilja að þau u.þ.b. 30% heildarlauna síðasta bæjarstjóra sem tengd voru við ráð og nefndir falli brott og að fagmaður ráðinn á grundvelli þekkingar og reynslu sinni þeim störfum án greiðslu. Ekki skal ég dæma um hvort þetta byggir á því að fyrri bæjarstjórar hafi sinnt 130% starfi, eða að faglega ráðin staða sé 70%, ég læt málshefjendur um þá túlkun. Sé hins vegar litið á kjör bæjarstjóra sem heildarlaun, að starfið sé jafnumfangsmikið á þessu kjörtímabili og þeim fyrri, er rétt mat á breytingu heildarlauna 15% á þeim samanburðartíma sem minnihlutinn hefur valið, fyrri helmingi áranna 2014 og 2015. Séu hins vegar endanleg heildarlaun fyrri bæjarstjóra borin saman við heildarlaun þess sem nú starfar, er munurinn milli þeirra launaseðla 12,2%. Jafnframt má geta þess að afturvirk breyting varð á launum æðstu stjórnenda Hafnarfjarðarbæjar á síðasta ári, með gildistöku frá maí 2014. Sú breyting byggði á nýgerðum kjarasamningum stéttarfélaga og losaði 6%. Ákvörðun um þetta var tekin eftir að nýr bæjarstjóri kom til starfa, en var þó ekki látin gilda um launakjör hans eins og þau voru ákvörðuð við ráðningu. Hækkunin náði hins vegar til launa – og þarmeð biðlauna – fráfarandi bæjarstjóra og jafnframt annarra kjörinna fulltrúa.Þrír bæjarstjórar á síðasta kjörtímabili Á síðasta kjörtímabili fluttist embætti bæjarstjóra milli þriggja einstaklinga. Eftir afsögn bæjarstjóra Samfylkingar sem hugðist sitja áfram eftir kosningar þrátt fyrir að ná ekki kjöri til bæjarstjórnar, tók við oddviti flokksins og kláraði fyrri helming kjörtímabilsins. Þá urðu helmingaskipti og við tók sá bæjarfulltrúi sem hlotið hafði minnstan stuðning íbúa í lýðræðislegum kosningum, oddviti og eini bæjarfulltrúi VG. Hvorugur seinni bæjarstjóranna tveggja bjó að fyrri reynslu í embætti. Það tekur tíma að setja sig inn í störf og má því segja að kjörtímabilið hafi verið starfsþjálfun tveggja bæjarstjóra sem í dag eru horfnir til annarra starfa. Hvort fjármunum bæjarbúa hafi verið vel var í það verkefni skal hér ósagt látið.Öll laun hækkuð nema bæjarstjóra Meðal snúinna verkefna sem sveitarfélögin um land allt glíma við um þessar mundir er að mæta umtalsvert auknum launakostnaði í kjölfar kjarasamninga ársins 2014. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar lítur almennt á þann aukna kostnað sem jákvæða fjárfestingu í mannauði, þrátt fyrir að talsverða útsjónarsemi þurfi til að finna fjármagn til að mæta henni. Í hálfsársuppgjöri bæjarins sem birt var í síðustu viku kemur fram að leiðréttingar vegna kjarasamninga síðasta árs standa enn yfir. Hvað Hafnarfjörð varðar hljóðar breyting á starfsmatskerfi stórs hluta starfsmanna upp á 200 milljónir. Þar er um varanlega launabreytingu að ræða, sem að hluta til er afturvirk. Hvað sem fólki kann að finnast um launakjör framkvæmdastjóra Hafnarfjarðarkaupstaðar, er raunveruleikinn sá að frá vori 2014 hafa allir starfsmenn bæjarins, kjörnir fulltrúar og æðstu embættismenn fengið launahækkun af einhverju tagi, nema bæjarstjórinn, sem hefur haft óbreytt föst laun frá fyrsta degi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Sjá meira
Í Hafnarfirði starfar nú í fyrsta skipti í langan tíma faglega ráðinn bæjarstjóri. Ráðning hans byggir á því mati okkar, sem nú förum með ábyrgð, að fagleg framkvæmdastjórn í æðsta embætti þriðja stærsta sveitarfélags Íslands sé löngu tímabær ráðstöfun. Ekki síst eftir kjörtímabil þar sem þrír einstaklingar vermdu bæjarstjórastólinn á fjórum árum á grunni gamaldags pólitískra hrossakaupa. Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði, lýsir í bók sinni „Hin mörgu andlit lýðræðis“ að íbúar telji að þar sem sé pólitískur bæjarstjóri komist ólík sjónarmið síður að í umræðunni. Einnig telji þeir að fyrirgreiðsla, kunningsskapur og frændsemi séu umfangsmeiri en í þeim sveitarfélögum þar sem er ópólitískur bæjarstjóri. Ráðning bæjarstjóra út fyrir raðir framboðslista, á grunni opins auglýsingaferlis, hlýtur því að teljast ábyrgt skref í rétta átt.Laun bæjarstjóra í fullu starfi Minnihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar hefur tekið þá sérkennilegu afstöðu, sem sett var fram í fjölmiðlum um liðna helgi annað árið í röð, að faglega ráðinn bæjarstjóri skuli þiggja lægri heildarlaun en væri hann oddiviti stjórnmálaflokks. Í júlí í fyrra taldi minnihlutinn eðlilegan launamun á þessum tveimur ráðningarformum nema 31,5%, en þetta árið er framsett tala 27,7%. Til grundvallar gagnrýni minnihlutans liggur sú afstaða að ekki skuli greiða faglega ráðnum bæjarstjóra fyrir störf með bæjarráði og bæjarstjórn. Minnihlutinn í bæjarstjórn virðist vilja að þau u.þ.b. 30% heildarlauna síðasta bæjarstjóra sem tengd voru við ráð og nefndir falli brott og að fagmaður ráðinn á grundvelli þekkingar og reynslu sinni þeim störfum án greiðslu. Ekki skal ég dæma um hvort þetta byggir á því að fyrri bæjarstjórar hafi sinnt 130% starfi, eða að faglega ráðin staða sé 70%, ég læt málshefjendur um þá túlkun. Sé hins vegar litið á kjör bæjarstjóra sem heildarlaun, að starfið sé jafnumfangsmikið á þessu kjörtímabili og þeim fyrri, er rétt mat á breytingu heildarlauna 15% á þeim samanburðartíma sem minnihlutinn hefur valið, fyrri helmingi áranna 2014 og 2015. Séu hins vegar endanleg heildarlaun fyrri bæjarstjóra borin saman við heildarlaun þess sem nú starfar, er munurinn milli þeirra launaseðla 12,2%. Jafnframt má geta þess að afturvirk breyting varð á launum æðstu stjórnenda Hafnarfjarðarbæjar á síðasta ári, með gildistöku frá maí 2014. Sú breyting byggði á nýgerðum kjarasamningum stéttarfélaga og losaði 6%. Ákvörðun um þetta var tekin eftir að nýr bæjarstjóri kom til starfa, en var þó ekki látin gilda um launakjör hans eins og þau voru ákvörðuð við ráðningu. Hækkunin náði hins vegar til launa – og þarmeð biðlauna – fráfarandi bæjarstjóra og jafnframt annarra kjörinna fulltrúa.Þrír bæjarstjórar á síðasta kjörtímabili Á síðasta kjörtímabili fluttist embætti bæjarstjóra milli þriggja einstaklinga. Eftir afsögn bæjarstjóra Samfylkingar sem hugðist sitja áfram eftir kosningar þrátt fyrir að ná ekki kjöri til bæjarstjórnar, tók við oddviti flokksins og kláraði fyrri helming kjörtímabilsins. Þá urðu helmingaskipti og við tók sá bæjarfulltrúi sem hlotið hafði minnstan stuðning íbúa í lýðræðislegum kosningum, oddviti og eini bæjarfulltrúi VG. Hvorugur seinni bæjarstjóranna tveggja bjó að fyrri reynslu í embætti. Það tekur tíma að setja sig inn í störf og má því segja að kjörtímabilið hafi verið starfsþjálfun tveggja bæjarstjóra sem í dag eru horfnir til annarra starfa. Hvort fjármunum bæjarbúa hafi verið vel var í það verkefni skal hér ósagt látið.Öll laun hækkuð nema bæjarstjóra Meðal snúinna verkefna sem sveitarfélögin um land allt glíma við um þessar mundir er að mæta umtalsvert auknum launakostnaði í kjölfar kjarasamninga ársins 2014. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar lítur almennt á þann aukna kostnað sem jákvæða fjárfestingu í mannauði, þrátt fyrir að talsverða útsjónarsemi þurfi til að finna fjármagn til að mæta henni. Í hálfsársuppgjöri bæjarins sem birt var í síðustu viku kemur fram að leiðréttingar vegna kjarasamninga síðasta árs standa enn yfir. Hvað Hafnarfjörð varðar hljóðar breyting á starfsmatskerfi stórs hluta starfsmanna upp á 200 milljónir. Þar er um varanlega launabreytingu að ræða, sem að hluta til er afturvirk. Hvað sem fólki kann að finnast um launakjör framkvæmdastjóra Hafnarfjarðarkaupstaðar, er raunveruleikinn sá að frá vori 2014 hafa allir starfsmenn bæjarins, kjörnir fulltrúar og æðstu embættismenn fengið launahækkun af einhverju tagi, nema bæjarstjórinn, sem hefur haft óbreytt föst laun frá fyrsta degi.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun