Árvissar deilur um laun bæjarstjóra Hafnarfjarðar Guðlaug Kristjánsdóttir skrifar 18. ágúst 2015 07:00 Í Hafnarfirði starfar nú í fyrsta skipti í langan tíma faglega ráðinn bæjarstjóri. Ráðning hans byggir á því mati okkar, sem nú förum með ábyrgð, að fagleg framkvæmdastjórn í æðsta embætti þriðja stærsta sveitarfélags Íslands sé löngu tímabær ráðstöfun. Ekki síst eftir kjörtímabil þar sem þrír einstaklingar vermdu bæjarstjórastólinn á fjórum árum á grunni gamaldags pólitískra hrossakaupa. Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði, lýsir í bók sinni „Hin mörgu andlit lýðræðis“ að íbúar telji að þar sem sé pólitískur bæjarstjóri komist ólík sjónarmið síður að í umræðunni. Einnig telji þeir að fyrirgreiðsla, kunningsskapur og frændsemi séu umfangsmeiri en í þeim sveitarfélögum þar sem er ópólitískur bæjarstjóri. Ráðning bæjarstjóra út fyrir raðir framboðslista, á grunni opins auglýsingaferlis, hlýtur því að teljast ábyrgt skref í rétta átt.Laun bæjarstjóra í fullu starfi Minnihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar hefur tekið þá sérkennilegu afstöðu, sem sett var fram í fjölmiðlum um liðna helgi annað árið í röð, að faglega ráðinn bæjarstjóri skuli þiggja lægri heildarlaun en væri hann oddiviti stjórnmálaflokks. Í júlí í fyrra taldi minnihlutinn eðlilegan launamun á þessum tveimur ráðningarformum nema 31,5%, en þetta árið er framsett tala 27,7%. Til grundvallar gagnrýni minnihlutans liggur sú afstaða að ekki skuli greiða faglega ráðnum bæjarstjóra fyrir störf með bæjarráði og bæjarstjórn. Minnihlutinn í bæjarstjórn virðist vilja að þau u.þ.b. 30% heildarlauna síðasta bæjarstjóra sem tengd voru við ráð og nefndir falli brott og að fagmaður ráðinn á grundvelli þekkingar og reynslu sinni þeim störfum án greiðslu. Ekki skal ég dæma um hvort þetta byggir á því að fyrri bæjarstjórar hafi sinnt 130% starfi, eða að faglega ráðin staða sé 70%, ég læt málshefjendur um þá túlkun. Sé hins vegar litið á kjör bæjarstjóra sem heildarlaun, að starfið sé jafnumfangsmikið á þessu kjörtímabili og þeim fyrri, er rétt mat á breytingu heildarlauna 15% á þeim samanburðartíma sem minnihlutinn hefur valið, fyrri helmingi áranna 2014 og 2015. Séu hins vegar endanleg heildarlaun fyrri bæjarstjóra borin saman við heildarlaun þess sem nú starfar, er munurinn milli þeirra launaseðla 12,2%. Jafnframt má geta þess að afturvirk breyting varð á launum æðstu stjórnenda Hafnarfjarðarbæjar á síðasta ári, með gildistöku frá maí 2014. Sú breyting byggði á nýgerðum kjarasamningum stéttarfélaga og losaði 6%. Ákvörðun um þetta var tekin eftir að nýr bæjarstjóri kom til starfa, en var þó ekki látin gilda um launakjör hans eins og þau voru ákvörðuð við ráðningu. Hækkunin náði hins vegar til launa – og þarmeð biðlauna – fráfarandi bæjarstjóra og jafnframt annarra kjörinna fulltrúa.Þrír bæjarstjórar á síðasta kjörtímabili Á síðasta kjörtímabili fluttist embætti bæjarstjóra milli þriggja einstaklinga. Eftir afsögn bæjarstjóra Samfylkingar sem hugðist sitja áfram eftir kosningar þrátt fyrir að ná ekki kjöri til bæjarstjórnar, tók við oddviti flokksins og kláraði fyrri helming kjörtímabilsins. Þá urðu helmingaskipti og við tók sá bæjarfulltrúi sem hlotið hafði minnstan stuðning íbúa í lýðræðislegum kosningum, oddviti og eini bæjarfulltrúi VG. Hvorugur seinni bæjarstjóranna tveggja bjó að fyrri reynslu í embætti. Það tekur tíma að setja sig inn í störf og má því segja að kjörtímabilið hafi verið starfsþjálfun tveggja bæjarstjóra sem í dag eru horfnir til annarra starfa. Hvort fjármunum bæjarbúa hafi verið vel var í það verkefni skal hér ósagt látið.Öll laun hækkuð nema bæjarstjóra Meðal snúinna verkefna sem sveitarfélögin um land allt glíma við um þessar mundir er að mæta umtalsvert auknum launakostnaði í kjölfar kjarasamninga ársins 2014. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar lítur almennt á þann aukna kostnað sem jákvæða fjárfestingu í mannauði, þrátt fyrir að talsverða útsjónarsemi þurfi til að finna fjármagn til að mæta henni. Í hálfsársuppgjöri bæjarins sem birt var í síðustu viku kemur fram að leiðréttingar vegna kjarasamninga síðasta árs standa enn yfir. Hvað Hafnarfjörð varðar hljóðar breyting á starfsmatskerfi stórs hluta starfsmanna upp á 200 milljónir. Þar er um varanlega launabreytingu að ræða, sem að hluta til er afturvirk. Hvað sem fólki kann að finnast um launakjör framkvæmdastjóra Hafnarfjarðarkaupstaðar, er raunveruleikinn sá að frá vori 2014 hafa allir starfsmenn bæjarins, kjörnir fulltrúar og æðstu embættismenn fengið launahækkun af einhverju tagi, nema bæjarstjórinn, sem hefur haft óbreytt föst laun frá fyrsta degi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í Hafnarfirði starfar nú í fyrsta skipti í langan tíma faglega ráðinn bæjarstjóri. Ráðning hans byggir á því mati okkar, sem nú förum með ábyrgð, að fagleg framkvæmdastjórn í æðsta embætti þriðja stærsta sveitarfélags Íslands sé löngu tímabær ráðstöfun. Ekki síst eftir kjörtímabil þar sem þrír einstaklingar vermdu bæjarstjórastólinn á fjórum árum á grunni gamaldags pólitískra hrossakaupa. Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði, lýsir í bók sinni „Hin mörgu andlit lýðræðis“ að íbúar telji að þar sem sé pólitískur bæjarstjóri komist ólík sjónarmið síður að í umræðunni. Einnig telji þeir að fyrirgreiðsla, kunningsskapur og frændsemi séu umfangsmeiri en í þeim sveitarfélögum þar sem er ópólitískur bæjarstjóri. Ráðning bæjarstjóra út fyrir raðir framboðslista, á grunni opins auglýsingaferlis, hlýtur því að teljast ábyrgt skref í rétta átt.Laun bæjarstjóra í fullu starfi Minnihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar hefur tekið þá sérkennilegu afstöðu, sem sett var fram í fjölmiðlum um liðna helgi annað árið í röð, að faglega ráðinn bæjarstjóri skuli þiggja lægri heildarlaun en væri hann oddiviti stjórnmálaflokks. Í júlí í fyrra taldi minnihlutinn eðlilegan launamun á þessum tveimur ráðningarformum nema 31,5%, en þetta árið er framsett tala 27,7%. Til grundvallar gagnrýni minnihlutans liggur sú afstaða að ekki skuli greiða faglega ráðnum bæjarstjóra fyrir störf með bæjarráði og bæjarstjórn. Minnihlutinn í bæjarstjórn virðist vilja að þau u.þ.b. 30% heildarlauna síðasta bæjarstjóra sem tengd voru við ráð og nefndir falli brott og að fagmaður ráðinn á grundvelli þekkingar og reynslu sinni þeim störfum án greiðslu. Ekki skal ég dæma um hvort þetta byggir á því að fyrri bæjarstjórar hafi sinnt 130% starfi, eða að faglega ráðin staða sé 70%, ég læt málshefjendur um þá túlkun. Sé hins vegar litið á kjör bæjarstjóra sem heildarlaun, að starfið sé jafnumfangsmikið á þessu kjörtímabili og þeim fyrri, er rétt mat á breytingu heildarlauna 15% á þeim samanburðartíma sem minnihlutinn hefur valið, fyrri helmingi áranna 2014 og 2015. Séu hins vegar endanleg heildarlaun fyrri bæjarstjóra borin saman við heildarlaun þess sem nú starfar, er munurinn milli þeirra launaseðla 12,2%. Jafnframt má geta þess að afturvirk breyting varð á launum æðstu stjórnenda Hafnarfjarðarbæjar á síðasta ári, með gildistöku frá maí 2014. Sú breyting byggði á nýgerðum kjarasamningum stéttarfélaga og losaði 6%. Ákvörðun um þetta var tekin eftir að nýr bæjarstjóri kom til starfa, en var þó ekki látin gilda um launakjör hans eins og þau voru ákvörðuð við ráðningu. Hækkunin náði hins vegar til launa – og þarmeð biðlauna – fráfarandi bæjarstjóra og jafnframt annarra kjörinna fulltrúa.Þrír bæjarstjórar á síðasta kjörtímabili Á síðasta kjörtímabili fluttist embætti bæjarstjóra milli þriggja einstaklinga. Eftir afsögn bæjarstjóra Samfylkingar sem hugðist sitja áfram eftir kosningar þrátt fyrir að ná ekki kjöri til bæjarstjórnar, tók við oddviti flokksins og kláraði fyrri helming kjörtímabilsins. Þá urðu helmingaskipti og við tók sá bæjarfulltrúi sem hlotið hafði minnstan stuðning íbúa í lýðræðislegum kosningum, oddviti og eini bæjarfulltrúi VG. Hvorugur seinni bæjarstjóranna tveggja bjó að fyrri reynslu í embætti. Það tekur tíma að setja sig inn í störf og má því segja að kjörtímabilið hafi verið starfsþjálfun tveggja bæjarstjóra sem í dag eru horfnir til annarra starfa. Hvort fjármunum bæjarbúa hafi verið vel var í það verkefni skal hér ósagt látið.Öll laun hækkuð nema bæjarstjóra Meðal snúinna verkefna sem sveitarfélögin um land allt glíma við um þessar mundir er að mæta umtalsvert auknum launakostnaði í kjölfar kjarasamninga ársins 2014. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar lítur almennt á þann aukna kostnað sem jákvæða fjárfestingu í mannauði, þrátt fyrir að talsverða útsjónarsemi þurfi til að finna fjármagn til að mæta henni. Í hálfsársuppgjöri bæjarins sem birt var í síðustu viku kemur fram að leiðréttingar vegna kjarasamninga síðasta árs standa enn yfir. Hvað Hafnarfjörð varðar hljóðar breyting á starfsmatskerfi stórs hluta starfsmanna upp á 200 milljónir. Þar er um varanlega launabreytingu að ræða, sem að hluta til er afturvirk. Hvað sem fólki kann að finnast um launakjör framkvæmdastjóra Hafnarfjarðarkaupstaðar, er raunveruleikinn sá að frá vori 2014 hafa allir starfsmenn bæjarins, kjörnir fulltrúar og æðstu embættismenn fengið launahækkun af einhverju tagi, nema bæjarstjórinn, sem hefur haft óbreytt föst laun frá fyrsta degi.
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun