Árvissar deilur um laun bæjarstjóra Hafnarfjarðar Guðlaug Kristjánsdóttir skrifar 18. ágúst 2015 07:00 Í Hafnarfirði starfar nú í fyrsta skipti í langan tíma faglega ráðinn bæjarstjóri. Ráðning hans byggir á því mati okkar, sem nú förum með ábyrgð, að fagleg framkvæmdastjórn í æðsta embætti þriðja stærsta sveitarfélags Íslands sé löngu tímabær ráðstöfun. Ekki síst eftir kjörtímabil þar sem þrír einstaklingar vermdu bæjarstjórastólinn á fjórum árum á grunni gamaldags pólitískra hrossakaupa. Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði, lýsir í bók sinni „Hin mörgu andlit lýðræðis“ að íbúar telji að þar sem sé pólitískur bæjarstjóri komist ólík sjónarmið síður að í umræðunni. Einnig telji þeir að fyrirgreiðsla, kunningsskapur og frændsemi séu umfangsmeiri en í þeim sveitarfélögum þar sem er ópólitískur bæjarstjóri. Ráðning bæjarstjóra út fyrir raðir framboðslista, á grunni opins auglýsingaferlis, hlýtur því að teljast ábyrgt skref í rétta átt.Laun bæjarstjóra í fullu starfi Minnihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar hefur tekið þá sérkennilegu afstöðu, sem sett var fram í fjölmiðlum um liðna helgi annað árið í röð, að faglega ráðinn bæjarstjóri skuli þiggja lægri heildarlaun en væri hann oddiviti stjórnmálaflokks. Í júlí í fyrra taldi minnihlutinn eðlilegan launamun á þessum tveimur ráðningarformum nema 31,5%, en þetta árið er framsett tala 27,7%. Til grundvallar gagnrýni minnihlutans liggur sú afstaða að ekki skuli greiða faglega ráðnum bæjarstjóra fyrir störf með bæjarráði og bæjarstjórn. Minnihlutinn í bæjarstjórn virðist vilja að þau u.þ.b. 30% heildarlauna síðasta bæjarstjóra sem tengd voru við ráð og nefndir falli brott og að fagmaður ráðinn á grundvelli þekkingar og reynslu sinni þeim störfum án greiðslu. Ekki skal ég dæma um hvort þetta byggir á því að fyrri bæjarstjórar hafi sinnt 130% starfi, eða að faglega ráðin staða sé 70%, ég læt málshefjendur um þá túlkun. Sé hins vegar litið á kjör bæjarstjóra sem heildarlaun, að starfið sé jafnumfangsmikið á þessu kjörtímabili og þeim fyrri, er rétt mat á breytingu heildarlauna 15% á þeim samanburðartíma sem minnihlutinn hefur valið, fyrri helmingi áranna 2014 og 2015. Séu hins vegar endanleg heildarlaun fyrri bæjarstjóra borin saman við heildarlaun þess sem nú starfar, er munurinn milli þeirra launaseðla 12,2%. Jafnframt má geta þess að afturvirk breyting varð á launum æðstu stjórnenda Hafnarfjarðarbæjar á síðasta ári, með gildistöku frá maí 2014. Sú breyting byggði á nýgerðum kjarasamningum stéttarfélaga og losaði 6%. Ákvörðun um þetta var tekin eftir að nýr bæjarstjóri kom til starfa, en var þó ekki látin gilda um launakjör hans eins og þau voru ákvörðuð við ráðningu. Hækkunin náði hins vegar til launa – og þarmeð biðlauna – fráfarandi bæjarstjóra og jafnframt annarra kjörinna fulltrúa.Þrír bæjarstjórar á síðasta kjörtímabili Á síðasta kjörtímabili fluttist embætti bæjarstjóra milli þriggja einstaklinga. Eftir afsögn bæjarstjóra Samfylkingar sem hugðist sitja áfram eftir kosningar þrátt fyrir að ná ekki kjöri til bæjarstjórnar, tók við oddviti flokksins og kláraði fyrri helming kjörtímabilsins. Þá urðu helmingaskipti og við tók sá bæjarfulltrúi sem hlotið hafði minnstan stuðning íbúa í lýðræðislegum kosningum, oddviti og eini bæjarfulltrúi VG. Hvorugur seinni bæjarstjóranna tveggja bjó að fyrri reynslu í embætti. Það tekur tíma að setja sig inn í störf og má því segja að kjörtímabilið hafi verið starfsþjálfun tveggja bæjarstjóra sem í dag eru horfnir til annarra starfa. Hvort fjármunum bæjarbúa hafi verið vel var í það verkefni skal hér ósagt látið.Öll laun hækkuð nema bæjarstjóra Meðal snúinna verkefna sem sveitarfélögin um land allt glíma við um þessar mundir er að mæta umtalsvert auknum launakostnaði í kjölfar kjarasamninga ársins 2014. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar lítur almennt á þann aukna kostnað sem jákvæða fjárfestingu í mannauði, þrátt fyrir að talsverða útsjónarsemi þurfi til að finna fjármagn til að mæta henni. Í hálfsársuppgjöri bæjarins sem birt var í síðustu viku kemur fram að leiðréttingar vegna kjarasamninga síðasta árs standa enn yfir. Hvað Hafnarfjörð varðar hljóðar breyting á starfsmatskerfi stórs hluta starfsmanna upp á 200 milljónir. Þar er um varanlega launabreytingu að ræða, sem að hluta til er afturvirk. Hvað sem fólki kann að finnast um launakjör framkvæmdastjóra Hafnarfjarðarkaupstaðar, er raunveruleikinn sá að frá vori 2014 hafa allir starfsmenn bæjarins, kjörnir fulltrúar og æðstu embættismenn fengið launahækkun af einhverju tagi, nema bæjarstjórinn, sem hefur haft óbreytt föst laun frá fyrsta degi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Í Hafnarfirði starfar nú í fyrsta skipti í langan tíma faglega ráðinn bæjarstjóri. Ráðning hans byggir á því mati okkar, sem nú förum með ábyrgð, að fagleg framkvæmdastjórn í æðsta embætti þriðja stærsta sveitarfélags Íslands sé löngu tímabær ráðstöfun. Ekki síst eftir kjörtímabil þar sem þrír einstaklingar vermdu bæjarstjórastólinn á fjórum árum á grunni gamaldags pólitískra hrossakaupa. Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði, lýsir í bók sinni „Hin mörgu andlit lýðræðis“ að íbúar telji að þar sem sé pólitískur bæjarstjóri komist ólík sjónarmið síður að í umræðunni. Einnig telji þeir að fyrirgreiðsla, kunningsskapur og frændsemi séu umfangsmeiri en í þeim sveitarfélögum þar sem er ópólitískur bæjarstjóri. Ráðning bæjarstjóra út fyrir raðir framboðslista, á grunni opins auglýsingaferlis, hlýtur því að teljast ábyrgt skref í rétta átt.Laun bæjarstjóra í fullu starfi Minnihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar hefur tekið þá sérkennilegu afstöðu, sem sett var fram í fjölmiðlum um liðna helgi annað árið í röð, að faglega ráðinn bæjarstjóri skuli þiggja lægri heildarlaun en væri hann oddiviti stjórnmálaflokks. Í júlí í fyrra taldi minnihlutinn eðlilegan launamun á þessum tveimur ráðningarformum nema 31,5%, en þetta árið er framsett tala 27,7%. Til grundvallar gagnrýni minnihlutans liggur sú afstaða að ekki skuli greiða faglega ráðnum bæjarstjóra fyrir störf með bæjarráði og bæjarstjórn. Minnihlutinn í bæjarstjórn virðist vilja að þau u.þ.b. 30% heildarlauna síðasta bæjarstjóra sem tengd voru við ráð og nefndir falli brott og að fagmaður ráðinn á grundvelli þekkingar og reynslu sinni þeim störfum án greiðslu. Ekki skal ég dæma um hvort þetta byggir á því að fyrri bæjarstjórar hafi sinnt 130% starfi, eða að faglega ráðin staða sé 70%, ég læt málshefjendur um þá túlkun. Sé hins vegar litið á kjör bæjarstjóra sem heildarlaun, að starfið sé jafnumfangsmikið á þessu kjörtímabili og þeim fyrri, er rétt mat á breytingu heildarlauna 15% á þeim samanburðartíma sem minnihlutinn hefur valið, fyrri helmingi áranna 2014 og 2015. Séu hins vegar endanleg heildarlaun fyrri bæjarstjóra borin saman við heildarlaun þess sem nú starfar, er munurinn milli þeirra launaseðla 12,2%. Jafnframt má geta þess að afturvirk breyting varð á launum æðstu stjórnenda Hafnarfjarðarbæjar á síðasta ári, með gildistöku frá maí 2014. Sú breyting byggði á nýgerðum kjarasamningum stéttarfélaga og losaði 6%. Ákvörðun um þetta var tekin eftir að nýr bæjarstjóri kom til starfa, en var þó ekki látin gilda um launakjör hans eins og þau voru ákvörðuð við ráðningu. Hækkunin náði hins vegar til launa – og þarmeð biðlauna – fráfarandi bæjarstjóra og jafnframt annarra kjörinna fulltrúa.Þrír bæjarstjórar á síðasta kjörtímabili Á síðasta kjörtímabili fluttist embætti bæjarstjóra milli þriggja einstaklinga. Eftir afsögn bæjarstjóra Samfylkingar sem hugðist sitja áfram eftir kosningar þrátt fyrir að ná ekki kjöri til bæjarstjórnar, tók við oddviti flokksins og kláraði fyrri helming kjörtímabilsins. Þá urðu helmingaskipti og við tók sá bæjarfulltrúi sem hlotið hafði minnstan stuðning íbúa í lýðræðislegum kosningum, oddviti og eini bæjarfulltrúi VG. Hvorugur seinni bæjarstjóranna tveggja bjó að fyrri reynslu í embætti. Það tekur tíma að setja sig inn í störf og má því segja að kjörtímabilið hafi verið starfsþjálfun tveggja bæjarstjóra sem í dag eru horfnir til annarra starfa. Hvort fjármunum bæjarbúa hafi verið vel var í það verkefni skal hér ósagt látið.Öll laun hækkuð nema bæjarstjóra Meðal snúinna verkefna sem sveitarfélögin um land allt glíma við um þessar mundir er að mæta umtalsvert auknum launakostnaði í kjölfar kjarasamninga ársins 2014. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar lítur almennt á þann aukna kostnað sem jákvæða fjárfestingu í mannauði, þrátt fyrir að talsverða útsjónarsemi þurfi til að finna fjármagn til að mæta henni. Í hálfsársuppgjöri bæjarins sem birt var í síðustu viku kemur fram að leiðréttingar vegna kjarasamninga síðasta árs standa enn yfir. Hvað Hafnarfjörð varðar hljóðar breyting á starfsmatskerfi stórs hluta starfsmanna upp á 200 milljónir. Þar er um varanlega launabreytingu að ræða, sem að hluta til er afturvirk. Hvað sem fólki kann að finnast um launakjör framkvæmdastjóra Hafnarfjarðarkaupstaðar, er raunveruleikinn sá að frá vori 2014 hafa allir starfsmenn bæjarins, kjörnir fulltrúar og æðstu embættismenn fengið launahækkun af einhverju tagi, nema bæjarstjórinn, sem hefur haft óbreytt föst laun frá fyrsta degi.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun