Lífið

Vandræðalegur ís nýjasta æðið í New York

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Krókís? Joðís? Saxafónís?
Krókís? Joðís? Saxafónís? Mynd/Twitter
Play J ísbíllinn í New York hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlunum að undanförnu vegna áhugaverðrar lögunar brauðforma bílsins.

Brauðformin eru sögð vera í laginu eins og bókstafurinn J en margur netverjinn hefur sagt þau minna sig á eitthvað allt, allt annað.

Einhverjir segja það líkjast saxafóni:

Meðan aðrir eru klúrari:
Ísinn er settur ofan í brauðformið sem virkar nokkurn veginn eins og holur krókur en eigendur Play J ísbílsins segjast sækja innblástur í hinn vinsæla suður-kóreska eftirrétt Jipangyi. Þrátt fyrir óhefðbundna lögun hafa brauðformið óneitanlega þann kost í för með sér að ísinn lekur síður á hendur þess sem joðinu veldur.
Twitter-síða ísbílsins segir allt sem segja þarf um þennan óhefðbundna ís. 'Við viljum ekki einungis selja þér ís. Við viljum að þú njótir, skemmtir þér og upplifir eitthvað nýtt í leiðinni.”





Fleiri fréttir

Sjá meira


×