Engar rassíur vegna vændis Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 1. júlí 2015 20:00 Norræna módelið gegn vændi og mansali er ekki fullkomið en gefur góðan árangur að mati þingmanna frá fimm löndum sem tóku þátt í málþingi um vændi og mansal á vegum kvennahreyfingar Samfylkingar. Á málþinginu kom fram að á Íslandi væri ýmsu ábótavant eftir að lög um vændiskaup tóku gildi. Sektir ættu að vera hærri, réttarhöld opin og þá skorti lögreglu rannsóknarheimildir. Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Kvennahreyfingar Samfylkingar segir þörf á hærri sektum. „Það er ekki í lagi að kaupa aðgang að konum. Það er eitthvað siðferðislega rangt við það. Það er megintilgangur laganna að fæla fólk frá því að kaupa vændi, ekki að elta uppi fólk og loka það inn í fangelsi. Enda eru viðurlögin almennt sektir. Það var komið inn á það á málþinginu að það væri svolítið mikilvægt að sektin væri há. Ef að giftir karlar væru teknir við að kaupa vændi. Þá sæist það í heimilisbókhaldinu. Þeir væru svolítið teknir í gegn.“ Réttarhöld vegna vændiskaupa hafa verið lokuð. Heiða Björg segir það draga úr fælingarmætti laganna. „Það er krafa sem við í Samfylkingunni ætlum að halda svolítið áfram með. Á Íslandi er grundvallarregla að réttarhöld eru opin. Þarna hafa karlkyns dómarar ákveðið að það sé mikilvægt að réttarhöldin séu lokuð. Við skiljum ekki alveg út af hverju. Fælingarmátturinn felst í því að þetta sé ekki lokað. Að fólk þurfi að horfa framan í aðra og segja, mér finnst í lagi að kaupa vændi. Það er eitthvað sem betur fer, fólk er almennt ekki til í, af því að það veit innst inni að það er ekki rétt.“ Lögreglan í Noregi og Svíþjóð hafa uppi mikið og reglubundið eftirlit með vændi. Hér á landi er það lítið. Heiða Björg segir lögregluna skorta heimildir til rannsókna. „Lögreglan hefur litlar heimildir til að rannsaka þessi mál. Því að refsingarþröskuldurinn er svo lágur að því fylgir lítil rannsóknar heimild. Við þurfum aðeins að skoða þessi mál. Ég held að við á Íslandi séum sammála að við viljum ekki nýta okkur neyð annarra með þessum hætti.“ Refsiramminn fyrir vændiskaup er eitt ár, Aldís Hilmarsdóttir aðstoðaryfirlögregluþjónn segir það ástæðuna fyrir því að ekki er beitt rannsóknarheimildum. „Eins og staðan er í dag er refsiramminn fyrir vændiskaup eitt ár, þannig að við getum ekki beitt þessum hefðbundnu íþyngjandi rannsóknarheimildum eins og hlustunum. Í raun höfum við ekki mikið af úrræðum.“ Engar rassíur hafa verið gerðar af hálfu lögreglunnar þrátt fyrir fjölda ábendinga um vændissölu. „Við höfum verið að fylgjast með og fáum sífellt ábendingar um vændissölu á internetinu og hótelum. En það hefur verið erfitt að bregðast við vegna þess að við getum ekki beitt neinum úrræðum. Þannig að þetta er ekkki mikið forgangsmál hjá okkur. Það sem við höfum verið að einbeita okkur að og erum sífellt að fylgjast með er varðandi ef það er þriðji aðili sem hefur milligöngu um vændi eða þá ef það er grunur um að fórnarlambið sé beitt mansali. Þá höfum við allt annan refsiramma, mun hærri og getum beitt öðrum úrræðum, þar er okkar fókuspunktur. En eins og staðan er í dag, er þetta ekki forgangsmál og getum því miður litlum úrræðum beitt.“ Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Fleiri fréttir Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Sjá meira
Norræna módelið gegn vændi og mansali er ekki fullkomið en gefur góðan árangur að mati þingmanna frá fimm löndum sem tóku þátt í málþingi um vændi og mansal á vegum kvennahreyfingar Samfylkingar. Á málþinginu kom fram að á Íslandi væri ýmsu ábótavant eftir að lög um vændiskaup tóku gildi. Sektir ættu að vera hærri, réttarhöld opin og þá skorti lögreglu rannsóknarheimildir. Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Kvennahreyfingar Samfylkingar segir þörf á hærri sektum. „Það er ekki í lagi að kaupa aðgang að konum. Það er eitthvað siðferðislega rangt við það. Það er megintilgangur laganna að fæla fólk frá því að kaupa vændi, ekki að elta uppi fólk og loka það inn í fangelsi. Enda eru viðurlögin almennt sektir. Það var komið inn á það á málþinginu að það væri svolítið mikilvægt að sektin væri há. Ef að giftir karlar væru teknir við að kaupa vændi. Þá sæist það í heimilisbókhaldinu. Þeir væru svolítið teknir í gegn.“ Réttarhöld vegna vændiskaupa hafa verið lokuð. Heiða Björg segir það draga úr fælingarmætti laganna. „Það er krafa sem við í Samfylkingunni ætlum að halda svolítið áfram með. Á Íslandi er grundvallarregla að réttarhöld eru opin. Þarna hafa karlkyns dómarar ákveðið að það sé mikilvægt að réttarhöldin séu lokuð. Við skiljum ekki alveg út af hverju. Fælingarmátturinn felst í því að þetta sé ekki lokað. Að fólk þurfi að horfa framan í aðra og segja, mér finnst í lagi að kaupa vændi. Það er eitthvað sem betur fer, fólk er almennt ekki til í, af því að það veit innst inni að það er ekki rétt.“ Lögreglan í Noregi og Svíþjóð hafa uppi mikið og reglubundið eftirlit með vændi. Hér á landi er það lítið. Heiða Björg segir lögregluna skorta heimildir til rannsókna. „Lögreglan hefur litlar heimildir til að rannsaka þessi mál. Því að refsingarþröskuldurinn er svo lágur að því fylgir lítil rannsóknar heimild. Við þurfum aðeins að skoða þessi mál. Ég held að við á Íslandi séum sammála að við viljum ekki nýta okkur neyð annarra með þessum hætti.“ Refsiramminn fyrir vændiskaup er eitt ár, Aldís Hilmarsdóttir aðstoðaryfirlögregluþjónn segir það ástæðuna fyrir því að ekki er beitt rannsóknarheimildum. „Eins og staðan er í dag er refsiramminn fyrir vændiskaup eitt ár, þannig að við getum ekki beitt þessum hefðbundnu íþyngjandi rannsóknarheimildum eins og hlustunum. Í raun höfum við ekki mikið af úrræðum.“ Engar rassíur hafa verið gerðar af hálfu lögreglunnar þrátt fyrir fjölda ábendinga um vændissölu. „Við höfum verið að fylgjast með og fáum sífellt ábendingar um vændissölu á internetinu og hótelum. En það hefur verið erfitt að bregðast við vegna þess að við getum ekki beitt neinum úrræðum. Þannig að þetta er ekkki mikið forgangsmál hjá okkur. Það sem við höfum verið að einbeita okkur að og erum sífellt að fylgjast með er varðandi ef það er þriðji aðili sem hefur milligöngu um vændi eða þá ef það er grunur um að fórnarlambið sé beitt mansali. Þá höfum við allt annan refsiramma, mun hærri og getum beitt öðrum úrræðum, þar er okkar fókuspunktur. En eins og staðan er í dag, er þetta ekki forgangsmál og getum því miður litlum úrræðum beitt.“
Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Fleiri fréttir Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Sjá meira