Fótbolti

Lélegasta landslið heims vann sinn fyrsta leik í sjö ár

Strákarnir í Bhutan fagna sigurmarkinu gegn Sir Lanka.
Strákarnir í Bhutan fagna sigurmarkinu gegn Sir Lanka. vísir/afrp
Bhutan situr í 209. sæti á FIFA-listanum, sem er neðsta sæti listans, en liðið kom á óvart í fyrsta leik sínum í undankeppni HM.

Bhutan gerði sér þá lítið fyrir og lagði Sri Lanka, 1-0. Það var hinn 19 ára gamli Tshering Dorji sem skoraði eina mark leiksins.

Þetta var fyrsti leikur þjóðarinnar í undankeppni HM og þvílík draumabyrjun. Sri Lanka er 36 sætum fyrir ofan Bhutan á FIFA-listanum.

Þetta var fyrsti sigurleikur Bhutan síðan 2008 en þá náði landslið þjóðarinnar að skella Afganistan, 3-1.

Um 750 þúsund manns búa í Bhutan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×