Biskup segist verða fyrir ómaklegu og ómálefnalegu vantrausti innan kirkjuráðs Birgir Olgeirsson skrifar 24. október 2015 21:54 Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands Vísir/Anton Agnes M. Sigurðardóttir biskup og kirkjuráð hafa sammælst um að leita eftir áliti lögfræðinga á því hvar mörk ábyrgðar og hlutverks kirkjuráðs og biskupsembættis liggja. Þetta kom fram í setningarræðu Agnesar á kirkjuþingi í morgun. Agnes sagði í ræðunni að hún telji sig hafa mætt vantrausti í störfum sínum í kirkjuráði sem hún telur ómálefnalegt og ómaklegt. Hún sagði ekki ofsagt að samstarfið í kirkjuráði hafi verið brokkgengt það ár sem liðið er frá því að nýir fulltrúar kirkjuþings voru kosnir í kirkjuráð á síðasta ára. Ein af embættisskyldum biskups Íslands er að leiða störf kirkjuráð og hefur sú skipan mála verið í samræmi við skipulagið í nágrannalöndum Íslands, svo sem Finnlandi, Svíþjóð og Þýskalandi. Þau sem skipa kirkjuráð eru Svana Helen Björnsdóttir, fulltrúi leikmanna, Stefán Magnússon, fulltrúi leikmanna, séra Elínborg Gísladóttir, fulltrúi vígðra, og séra Gísli Gunnarsson, fulltrúi vígðra.Mismunandi skilningur á hlutverki kirkjuráðs „Mismunandi skilningur á hlutverki kirkjuráðs hefur einkennt starfsárið og hafa biskup og kirkjuráð nú sammælst um að leita eftir áliti lögfræðinga á því hvar mörk ábyrgðar og hlutverks kirkjuráðs og biskupsembættisins liggja. Sú vinna mun hefjast fljótlega og vona ég að í kjölfar þeirrar vinnu verði skýrara hvar ábyrgð mála liggur,“ sagði Agnes. Hún sagði ljóst að það verði alltaf þannig að skoðanir séu ólíkar og um þær verður tekist. „Það er eðlilegt og er verkefni okkar allra að tala tillit til annarra og finna farsælar leiðir fyrir þjóðkirkjuna á breytingar tímum.“Gengur ekki að stjórnvald verði sjálfu sér sundurþykkt Agnes sagði það hins vegar varla geta gengið þegar stjórnvald verður sjálfu sér sundurþykkt. „Eins og birtist í máli númer níu hér á kirkjuþingi. Þar eru meðal flutningsmanna fulltrúar úr kirkjuráði, sem vilja þrátt fyrir að þjóðkirkjulögin í heild séu til umfjöllunar í löggjafarnefnd, mæla fyrir því að starfsskyldum biskups Íslands verði nú breytt á þann máta að biskup eigi ekki lengur sæti í kirkjuráði.“ Hún sagði að í þessu máli telji hún birtast það vantraust sem hún hefur mætt í störfum sínum í kirkjuráði. „Ég tel það ómálefnalegt og ómaklegt vantraust sem ég hef þurft að glíma við hingað til og nefni þetta hér því mér finnst mikilvægt að upplýsa kirkjuþing um þessa stöðu mála.“Sundurlyndi ekki það sem þjóðkirkja þarf Agnes sagði það ljúft og skylt að sinna verkefnum kirkjuráðs samhliða öðrum skyldum sínum sem biskup Íslands. Verkefni kirkjuráðs séu í sjálfu sér ekki erfið eða flókin, en langvarandi sundurlyndi hafi slæm áhrif á alla. „Sundurlyndi innan kirkjunnar er ekki það sem þjóðkirkjan þarf á að halda um þessar mundir. Nú þurfum við að standa saman. Það er brýnt að við sem erum í lykilstöðum í kirkjunni og sinnum trúnaðarstörfum fyrir hana leggjum til hliðar ágreining og mismunandi skoðanir á hinum ýmsu málum og einbeitum okkur að því að standa saman um það að koma fjárhagslegum samskiptum ríkis og kirkju í viðunandi horf. En fyrst og fremst þurfum við að standa saman í því sameiginlega verkefni okkar að boða fagnaðarerindið um Jesú Krist hvarvetna í sveit og borg. Það eru gömul sannindi og ný að sameinuð stöndum við, en sundruð föllum við.“ Tengdar fréttir Leggja fram tillögu um bann við samviskufrelsi á kirkjuþingi „Ég tel að þetta fljúgi í gegn.“ 23. október 2015 22:23 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Sjá meira
Agnes M. Sigurðardóttir biskup og kirkjuráð hafa sammælst um að leita eftir áliti lögfræðinga á því hvar mörk ábyrgðar og hlutverks kirkjuráðs og biskupsembættis liggja. Þetta kom fram í setningarræðu Agnesar á kirkjuþingi í morgun. Agnes sagði í ræðunni að hún telji sig hafa mætt vantrausti í störfum sínum í kirkjuráði sem hún telur ómálefnalegt og ómaklegt. Hún sagði ekki ofsagt að samstarfið í kirkjuráði hafi verið brokkgengt það ár sem liðið er frá því að nýir fulltrúar kirkjuþings voru kosnir í kirkjuráð á síðasta ára. Ein af embættisskyldum biskups Íslands er að leiða störf kirkjuráð og hefur sú skipan mála verið í samræmi við skipulagið í nágrannalöndum Íslands, svo sem Finnlandi, Svíþjóð og Þýskalandi. Þau sem skipa kirkjuráð eru Svana Helen Björnsdóttir, fulltrúi leikmanna, Stefán Magnússon, fulltrúi leikmanna, séra Elínborg Gísladóttir, fulltrúi vígðra, og séra Gísli Gunnarsson, fulltrúi vígðra.Mismunandi skilningur á hlutverki kirkjuráðs „Mismunandi skilningur á hlutverki kirkjuráðs hefur einkennt starfsárið og hafa biskup og kirkjuráð nú sammælst um að leita eftir áliti lögfræðinga á því hvar mörk ábyrgðar og hlutverks kirkjuráðs og biskupsembættisins liggja. Sú vinna mun hefjast fljótlega og vona ég að í kjölfar þeirrar vinnu verði skýrara hvar ábyrgð mála liggur,“ sagði Agnes. Hún sagði ljóst að það verði alltaf þannig að skoðanir séu ólíkar og um þær verður tekist. „Það er eðlilegt og er verkefni okkar allra að tala tillit til annarra og finna farsælar leiðir fyrir þjóðkirkjuna á breytingar tímum.“Gengur ekki að stjórnvald verði sjálfu sér sundurþykkt Agnes sagði það hins vegar varla geta gengið þegar stjórnvald verður sjálfu sér sundurþykkt. „Eins og birtist í máli númer níu hér á kirkjuþingi. Þar eru meðal flutningsmanna fulltrúar úr kirkjuráði, sem vilja þrátt fyrir að þjóðkirkjulögin í heild séu til umfjöllunar í löggjafarnefnd, mæla fyrir því að starfsskyldum biskups Íslands verði nú breytt á þann máta að biskup eigi ekki lengur sæti í kirkjuráði.“ Hún sagði að í þessu máli telji hún birtast það vantraust sem hún hefur mætt í störfum sínum í kirkjuráði. „Ég tel það ómálefnalegt og ómaklegt vantraust sem ég hef þurft að glíma við hingað til og nefni þetta hér því mér finnst mikilvægt að upplýsa kirkjuþing um þessa stöðu mála.“Sundurlyndi ekki það sem þjóðkirkja þarf Agnes sagði það ljúft og skylt að sinna verkefnum kirkjuráðs samhliða öðrum skyldum sínum sem biskup Íslands. Verkefni kirkjuráðs séu í sjálfu sér ekki erfið eða flókin, en langvarandi sundurlyndi hafi slæm áhrif á alla. „Sundurlyndi innan kirkjunnar er ekki það sem þjóðkirkjan þarf á að halda um þessar mundir. Nú þurfum við að standa saman. Það er brýnt að við sem erum í lykilstöðum í kirkjunni og sinnum trúnaðarstörfum fyrir hana leggjum til hliðar ágreining og mismunandi skoðanir á hinum ýmsu málum og einbeitum okkur að því að standa saman um það að koma fjárhagslegum samskiptum ríkis og kirkju í viðunandi horf. En fyrst og fremst þurfum við að standa saman í því sameiginlega verkefni okkar að boða fagnaðarerindið um Jesú Krist hvarvetna í sveit og borg. Það eru gömul sannindi og ný að sameinuð stöndum við, en sundruð föllum við.“
Tengdar fréttir Leggja fram tillögu um bann við samviskufrelsi á kirkjuþingi „Ég tel að þetta fljúgi í gegn.“ 23. október 2015 22:23 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Sjá meira
Leggja fram tillögu um bann við samviskufrelsi á kirkjuþingi „Ég tel að þetta fljúgi í gegn.“ 23. október 2015 22:23