Erfitt að ná ekki sambandi við barnið sitt Una Sighvatsdóttir skrifar 2. nóvember 2015 20:00 Tveggja og hálfs árs stúlka sem ekki er með eðlilegan málþroska gæti þurft að bíða þar til hún verður fjögurra ára eftir að komast að hjá talmeinafræðingi. Foreldrar hennar óttast langvarandi áhrif á þroska hennar, fái hún ekki þá aðstoð sem hún þarf til að læra að tala. Þegar Júlía Máney Fannarsdóttir var á öðru ári fór að koma í ljós að hún fylgdi ekki jafnöldrum sínum á máltökuskeiði. Hún er mannblendin og dugleg að tjá sig en er ekki byrjuð að mynda merkingarbær orð. „Hún segir alveg nokkur orð. Hún segir mamma og pabbi, amma og afi og sjáðu. Það kemur stundum góða nótt líka þegar við erum að fara að sofa. En hún tengir ekki. Hún kallar til dæmis pabba sinn stundum mömmu eða ömmu þegar hann sækir hana á leikskólann, þannig að tengingin er ekki alveg til staðar. En hún er rosa dugleg og reynir að tjá sig, en við þurfum bara smá hjálp,“ segir Jónína Hildur Grímsdóttir, móðir Júlíu Máneyjar.Tjáir sig með myndumJúlía Máney fær tíma hjá iðjuþjálfa á leikskólanum í boði Hafnarfjarðarbæjar sem hefur skilað einhverjum árangri. Hún notar myndakerfi til að tjá sig, en hana vantar aðstoð sérfræðings í talmeinafræðum til að læra að tala. Biðlistar eru hinsvegar upp undir 20 mánuðir. Foreldrarnir segja erfitt að sitja og bíða. „Það er mjög erfitt að geta ekki náð sambandi við barnið sitt," segir Fannar Emil Jónsson, faðir Júlíu Máneyjar. „Það er erfitt að skamma manneskju sem skilur ekkert hvað þú segir. Hún fer bara að gráta og þú ert bara vondur, að geifla þig með einhverjum hljóðum og hún skilur ekki neitt."Fannar Emil Jónsson og Jónína Hildur Grímsdóttir hafa áhyggjur af því að málþroskafrávikið hafi langvarandi áhrif á dóttur þeirra fái hún ekki aðstoð sérfræðings við að læra að tala.Tjáningarleysinu fylgja reiðiköst Í raun mætti líkja stöðu Júlíu Máneyjar við það að vera staddur í ókunnugu landi þar sem enginn talar þitt tungumál. Skiljanlega reynist þetta Júlíu Máneyju erfitt þegar hún þrátt fyrir allt reynir að mynda orð. „Það fylgja þessu reiðiköst, hegðunarvandamál. Enda, hver væri ekki pirraður að geta ekki tjáð sig?" segir Jónína. Rannsóknir sýna að málþroskafrávik geta haft slæm áhrif á velgengni barna í námi þegar fram í sækir, jafnvel fram á unglingsaldur. Framtíðarhorfur þessara barna velta því á því að þau fái hjálp við hæfi. Foreldrar Júlíu Máneyjar hafa áhyggjur af því að áhrifin verði langvarandi fái hún ekki þá hjálp sem hún þarf snemma á máltökuskeiði. „Mér skilst að þetta geti orðið til þess að börn verði lesblind, fái athyglisbrest og geti stundum verið svolítið lengi að ná jafnöldrum sínum, ef þau ná þeim. Talað um alveg fram í 10. bekk í grunnskóla, ef þau eru ekki byrjuð að tala fyrir tveggja og hálfs árs aldur, ef það er ekkert byrjað að koma, eins og í hennar tilfelli," segir Fannar.Talmeinafræði nýtt nám hér á landi Skortur á talmeinafræðingum hefur verið viðvarandi vandamál í nokkur ár og fer vaxandi, því eins og fréttastofa greindi frá í síðustu viku leituðu nærri þrefalt fleiri sér aðstoðar talmeinafræðinga á síðasta ári en gerðu fyrir fimm árum. Nám í talmeinafræðum var fyrst í boði á Íslandi árið 2010 en aðeins er tekið inn í námið á annað hvert ár. Búið er að útskrifa tvo 15 manna árganga, árin 2012 og 2014 og samkvæmt upplýsingum frá Félagi talmeinafræðinga er enginn þeirra atvinnulaus í dag. Næst verður tekið inn í námið haustið 2016, en í vor útskrifast næsti árgangur með 15 nýjum talmeinafræðingum. Eftir á að koma í ljós hvort stöðugildum verði fjölgað í samræmi við það, en ljóst er að þörfin er mikil. Tengdar fréttir Nærri þrefalt fleiri leita til talmeinafræðinga Nærri þrefalt fleiri leituðu sér aðstoðar talmeinafræðinga á síðasta ári en fimm árum áður. Formaður Félags talmeinafræðinga segir um árs bið vera eftir því að komast að með börn hjá talmeinafræðingum. 25. október 2015 19:15 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Sjá meira
Tveggja og hálfs árs stúlka sem ekki er með eðlilegan málþroska gæti þurft að bíða þar til hún verður fjögurra ára eftir að komast að hjá talmeinafræðingi. Foreldrar hennar óttast langvarandi áhrif á þroska hennar, fái hún ekki þá aðstoð sem hún þarf til að læra að tala. Þegar Júlía Máney Fannarsdóttir var á öðru ári fór að koma í ljós að hún fylgdi ekki jafnöldrum sínum á máltökuskeiði. Hún er mannblendin og dugleg að tjá sig en er ekki byrjuð að mynda merkingarbær orð. „Hún segir alveg nokkur orð. Hún segir mamma og pabbi, amma og afi og sjáðu. Það kemur stundum góða nótt líka þegar við erum að fara að sofa. En hún tengir ekki. Hún kallar til dæmis pabba sinn stundum mömmu eða ömmu þegar hann sækir hana á leikskólann, þannig að tengingin er ekki alveg til staðar. En hún er rosa dugleg og reynir að tjá sig, en við þurfum bara smá hjálp,“ segir Jónína Hildur Grímsdóttir, móðir Júlíu Máneyjar.Tjáir sig með myndumJúlía Máney fær tíma hjá iðjuþjálfa á leikskólanum í boði Hafnarfjarðarbæjar sem hefur skilað einhverjum árangri. Hún notar myndakerfi til að tjá sig, en hana vantar aðstoð sérfræðings í talmeinafræðum til að læra að tala. Biðlistar eru hinsvegar upp undir 20 mánuðir. Foreldrarnir segja erfitt að sitja og bíða. „Það er mjög erfitt að geta ekki náð sambandi við barnið sitt," segir Fannar Emil Jónsson, faðir Júlíu Máneyjar. „Það er erfitt að skamma manneskju sem skilur ekkert hvað þú segir. Hún fer bara að gráta og þú ert bara vondur, að geifla þig með einhverjum hljóðum og hún skilur ekki neitt."Fannar Emil Jónsson og Jónína Hildur Grímsdóttir hafa áhyggjur af því að málþroskafrávikið hafi langvarandi áhrif á dóttur þeirra fái hún ekki aðstoð sérfræðings við að læra að tala.Tjáningarleysinu fylgja reiðiköst Í raun mætti líkja stöðu Júlíu Máneyjar við það að vera staddur í ókunnugu landi þar sem enginn talar þitt tungumál. Skiljanlega reynist þetta Júlíu Máneyju erfitt þegar hún þrátt fyrir allt reynir að mynda orð. „Það fylgja þessu reiðiköst, hegðunarvandamál. Enda, hver væri ekki pirraður að geta ekki tjáð sig?" segir Jónína. Rannsóknir sýna að málþroskafrávik geta haft slæm áhrif á velgengni barna í námi þegar fram í sækir, jafnvel fram á unglingsaldur. Framtíðarhorfur þessara barna velta því á því að þau fái hjálp við hæfi. Foreldrar Júlíu Máneyjar hafa áhyggjur af því að áhrifin verði langvarandi fái hún ekki þá hjálp sem hún þarf snemma á máltökuskeiði. „Mér skilst að þetta geti orðið til þess að börn verði lesblind, fái athyglisbrest og geti stundum verið svolítið lengi að ná jafnöldrum sínum, ef þau ná þeim. Talað um alveg fram í 10. bekk í grunnskóla, ef þau eru ekki byrjuð að tala fyrir tveggja og hálfs árs aldur, ef það er ekkert byrjað að koma, eins og í hennar tilfelli," segir Fannar.Talmeinafræði nýtt nám hér á landi Skortur á talmeinafræðingum hefur verið viðvarandi vandamál í nokkur ár og fer vaxandi, því eins og fréttastofa greindi frá í síðustu viku leituðu nærri þrefalt fleiri sér aðstoðar talmeinafræðinga á síðasta ári en gerðu fyrir fimm árum. Nám í talmeinafræðum var fyrst í boði á Íslandi árið 2010 en aðeins er tekið inn í námið á annað hvert ár. Búið er að útskrifa tvo 15 manna árganga, árin 2012 og 2014 og samkvæmt upplýsingum frá Félagi talmeinafræðinga er enginn þeirra atvinnulaus í dag. Næst verður tekið inn í námið haustið 2016, en í vor útskrifast næsti árgangur með 15 nýjum talmeinafræðingum. Eftir á að koma í ljós hvort stöðugildum verði fjölgað í samræmi við það, en ljóst er að þörfin er mikil.
Tengdar fréttir Nærri þrefalt fleiri leita til talmeinafræðinga Nærri þrefalt fleiri leituðu sér aðstoðar talmeinafræðinga á síðasta ári en fimm árum áður. Formaður Félags talmeinafræðinga segir um árs bið vera eftir því að komast að með börn hjá talmeinafræðingum. 25. október 2015 19:15 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Sjá meira
Nærri þrefalt fleiri leita til talmeinafræðinga Nærri þrefalt fleiri leituðu sér aðstoðar talmeinafræðinga á síðasta ári en fimm árum áður. Formaður Félags talmeinafræðinga segir um árs bið vera eftir því að komast að með börn hjá talmeinafræðingum. 25. október 2015 19:15