María og Jón voru leynigestir á lokaballi Reykjadals: „Stemmningin var rosaleg“ Stefán Árni Pálsson skrifar 17. ágúst 2015 14:00 María og Jón tóku lagið. „Það var ótrúlega gaman að koma í Reykjadal og spila. Það var svo ótrúlega mikil gleði og allir sungu og dönsuðu með allan tíman. Stemmningin var rosaleg og við skemmtum okkur öll svo ótrúlega vel,“ segir Eurovision-stjarnan María Ólafsdóttir sem mætti sem leynigestur á lokaball Reykjadals í gær. Lokaball Reykjadals var haldið í íþróttahúsi Reykjadals á sunnudaginn. Að venju var mikið um dýrðir enda gleðin ávallt við völd í Reykjadal. María tók Eurovisoinlagið á íslensku þar sem áhorfendur höfðu óskað eftir því. „Það var góð tilbreyting að hoppa yfir í íslenskuna, mér þykir svo ótrúlega vænt um íslensku útgáfuna líka. Ég held ég hafi ekki sungið lagið á íslensku bara síðan á undan úrslitakvöldinu hérna heima.“ Henni var vel tekið sem leynigesti. „Það var mikil gleði og mikil fagnaðarlæti. Maður varð eiginlega bara pínu feimin. Það er ómetanlegt þegar er tekið svona vel á móti manni. Svo var mikið knúsað, spjallað og tekið myndir eftir ballið, þetta var bara æðislegt.“ „Við vorum svo rosalega heppin að fá tvo leynigesti á ballið. Jón Jónsson kom inn með þvílíkri innkomu og stemmningin var svakaleg. Hann tók nokkur vel valin lög og peppaði vel stemmninguna hjá gestunum. Allir sungu með. Þetta var frábært,“ segir Margrét Vala Marteinsdóttir, starfsmaður á Reykjadal.Stelpurnar mættu með 53.000 krónur.„Ég hugsa að það hafi verið mest um 400 manns á ballinu. Hljómsveitin Dixon lék fyrir dansi. Dixon tók svo nokkur lög og tilkynntu annan leynigest. Gestir ballsins urðu hissa og svo labbar María Ólafs inn. Það ætlaði allt um koll að keyra og stemningin var rafmögnuð. Það var alveg frábært að fá þessa flottu leynigesti á ballið. Eftir ballið ræddi ég við nokkra gesti sem voru alveg í skýjunum og við starfsfólkið í Reykjadal brosum hringinn eftir vel heppnað ball.“ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra hefur frá árinu 1963 staðið að rekstri sumar- og helgardvalar fyrir fötluð börn og ungmenni í Reykjadal. „Í upphafi var þjónusta við hreyfihömluð börn megið markmið starfseminnar, en í dag er Reykjadalur opinn öllum þeim börnum sem ekki geta notið þess að sækja aðrar sumarbúðir. Í Reykjadal dvelja árlega um 300 börn og ungmenni á aldrinum 8-21 árs og á starfsemin sér enga hliðstæðu hér á landi.“ Gestirnir koma allsstaðar að af landinu og dvelja ýmist í sex eða þrettán daga í senn yfir sumartímann en á veturna er boðið upp á helgardvalir. „Umhverfið er fallegt, skammt er í fjalllendi og skemmtileg göngusvæði. Íþróttahús, sundlaug og heitur pottur eru á staðnum. Gestir Reykjadals upplifa ævintýradaga á meðan dvölinni stendur þar sem við bröllum ýmislegt. Við förum á hestbak, förum á báta, höldum kvöldvökur með varðeldi og það sem er svo allra skemmtilegast er að stríða fóstrunum.“ Fimm stúlkur sem keppa í Ungfrú Ísland mættu á svæðið og afhentu Reykjadal 53.000 krónur sem söfnuðust í fatasölu í Kolaportinu. Þau fyrirtæki sem gáfu kræsingar og vörur fyrir lokaball Reykjadals 2015 eru: MS, Vífilfell, Dunkin' Donuts, Ölgerðin,...Posted by Reykjadalur on 16. ágúst 2015 Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Sjá meira
„Það var ótrúlega gaman að koma í Reykjadal og spila. Það var svo ótrúlega mikil gleði og allir sungu og dönsuðu með allan tíman. Stemmningin var rosaleg og við skemmtum okkur öll svo ótrúlega vel,“ segir Eurovision-stjarnan María Ólafsdóttir sem mætti sem leynigestur á lokaball Reykjadals í gær. Lokaball Reykjadals var haldið í íþróttahúsi Reykjadals á sunnudaginn. Að venju var mikið um dýrðir enda gleðin ávallt við völd í Reykjadal. María tók Eurovisoinlagið á íslensku þar sem áhorfendur höfðu óskað eftir því. „Það var góð tilbreyting að hoppa yfir í íslenskuna, mér þykir svo ótrúlega vænt um íslensku útgáfuna líka. Ég held ég hafi ekki sungið lagið á íslensku bara síðan á undan úrslitakvöldinu hérna heima.“ Henni var vel tekið sem leynigesti. „Það var mikil gleði og mikil fagnaðarlæti. Maður varð eiginlega bara pínu feimin. Það er ómetanlegt þegar er tekið svona vel á móti manni. Svo var mikið knúsað, spjallað og tekið myndir eftir ballið, þetta var bara æðislegt.“ „Við vorum svo rosalega heppin að fá tvo leynigesti á ballið. Jón Jónsson kom inn með þvílíkri innkomu og stemmningin var svakaleg. Hann tók nokkur vel valin lög og peppaði vel stemmninguna hjá gestunum. Allir sungu með. Þetta var frábært,“ segir Margrét Vala Marteinsdóttir, starfsmaður á Reykjadal.Stelpurnar mættu með 53.000 krónur.„Ég hugsa að það hafi verið mest um 400 manns á ballinu. Hljómsveitin Dixon lék fyrir dansi. Dixon tók svo nokkur lög og tilkynntu annan leynigest. Gestir ballsins urðu hissa og svo labbar María Ólafs inn. Það ætlaði allt um koll að keyra og stemningin var rafmögnuð. Það var alveg frábært að fá þessa flottu leynigesti á ballið. Eftir ballið ræddi ég við nokkra gesti sem voru alveg í skýjunum og við starfsfólkið í Reykjadal brosum hringinn eftir vel heppnað ball.“ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra hefur frá árinu 1963 staðið að rekstri sumar- og helgardvalar fyrir fötluð börn og ungmenni í Reykjadal. „Í upphafi var þjónusta við hreyfihömluð börn megið markmið starfseminnar, en í dag er Reykjadalur opinn öllum þeim börnum sem ekki geta notið þess að sækja aðrar sumarbúðir. Í Reykjadal dvelja árlega um 300 börn og ungmenni á aldrinum 8-21 árs og á starfsemin sér enga hliðstæðu hér á landi.“ Gestirnir koma allsstaðar að af landinu og dvelja ýmist í sex eða þrettán daga í senn yfir sumartímann en á veturna er boðið upp á helgardvalir. „Umhverfið er fallegt, skammt er í fjalllendi og skemmtileg göngusvæði. Íþróttahús, sundlaug og heitur pottur eru á staðnum. Gestir Reykjadals upplifa ævintýradaga á meðan dvölinni stendur þar sem við bröllum ýmislegt. Við förum á hestbak, förum á báta, höldum kvöldvökur með varðeldi og það sem er svo allra skemmtilegast er að stríða fóstrunum.“ Fimm stúlkur sem keppa í Ungfrú Ísland mættu á svæðið og afhentu Reykjadal 53.000 krónur sem söfnuðust í fatasölu í Kolaportinu. Þau fyrirtæki sem gáfu kræsingar og vörur fyrir lokaball Reykjadals 2015 eru: MS, Vífilfell, Dunkin' Donuts, Ölgerðin,...Posted by Reykjadalur on 16. ágúst 2015
Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Sjá meira