Hvað skerðir örorkugreiðslur? Þorbera Fjölnisdóttir skrifar 22. september 2015 07:00 Hún Hallgerður fékk fullt örorkumat við 26 ára aldur. Hún býr ein ásamt syni sínum, honum Snorra. Þar sem Hallgerður var í námi, hefur hún aldrei verið á vinnumarkaði og á því ekki rétt á greiðslum úr lífeyrissjóði. Hennar einu tekjur eru örorkugreiðslur Tryggingastofnunar ríkisins (TR) og þær nema 218.884 krónum á mánuði eftir skatt. Meðlag er ekki reiknað inn í þessa upphæð. Dag einn fer Hallgerður í sambúð með Þorgrími. Við það skerðast tekjur hennar, því hún missir heimilisuppbót og fær kr. 199.379 útborgaðar. Sonur hennar vex úr grasi og þegar Snorri verður 18 ára skerðast örorkugreiðslur hennar enn frekar, þar sem hún missir barnalífeyrinn og nú fær hún 172.516 kr. útborgaðar frá TR. Sonurinn býr þó enn þá heima og er á framfæri móður sinnar. Hallgerður fékk arf eftir frænku sína sem hún geymir á bankabók. Vextirnir af þeirri fjárhæð nema 3.000 kr. á mánuði. Við það lækka greiðslurnar frá TR enn frekar og eru nú 171.576 kr. Hallgerður gerði tilraun til að fara á vinnumarkaðinn og fékk hlutastarf við afleysingar í sjoppu. Mánaðarlaun hennar voru kr. 50.000 (með skatti) og við það lækkuðu greiðslur TR enn á ný og fóru niður í 167.151 kr. Með tilkomu fjármagns- og atvinnutekna missti hún út framfærsluuppbót. Örorkugreiðslur TR til Hallgerðar hafa alls lækkað um 51.733 kr. Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og kjaramál öryrkjaÍ 28. grein samningsins er fjallað um viðunandi lífskjör og félagslega vernd. Samkvæmt henni viðurkenna aðildarríkin m.a. rétt fatlaðs fólks og fjölskyldna þess til viðunandi og sífellt batnandi lífskjara. Bannað er að mismuna fólki vegna fötlunar. Raunveruleiki íslensks samfélags er hins vegar sá að bætur almannatrygginga hafa hvorki náð að halda í við verðlagshækkanir, almenna launaþróun né hækkun lægstu launa og er munurinn verulegur. Eins og við sjáum á dæminu um Hallgerði, þá eru upphæðir örorkugreiðslna mjög lágar og þær lækka við það að hún fari í sambúð, þegar barnið hennar verður 18 ára og þegar hún fær einhverjar aðrar tekjur. Hallgerði er því haldið í fátækt, gert að vera á framfæri maka síns og eiga enn erfiðara með að framfleyta syni sínum eftir að hann nær 18 ára aldri. Hallgerði er haldið í fátæktargildru af ríkinu. Það er því brýnt að íslensk stjórnvöld fullgildi samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem þau undirrituðu árið 2007. Ísland er ein fimm Evrópuþjóða sem ekki hafa enn fullgilt samninginn. Á heimasíðu ÖBÍ, www.obi.is, getur almenningur skrifað undir áskorun til stjórnvalda um að fullgilda þennan mikilvæga mannréttindasamning nú á haustþingi 2015. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Hún Hallgerður fékk fullt örorkumat við 26 ára aldur. Hún býr ein ásamt syni sínum, honum Snorra. Þar sem Hallgerður var í námi, hefur hún aldrei verið á vinnumarkaði og á því ekki rétt á greiðslum úr lífeyrissjóði. Hennar einu tekjur eru örorkugreiðslur Tryggingastofnunar ríkisins (TR) og þær nema 218.884 krónum á mánuði eftir skatt. Meðlag er ekki reiknað inn í þessa upphæð. Dag einn fer Hallgerður í sambúð með Þorgrími. Við það skerðast tekjur hennar, því hún missir heimilisuppbót og fær kr. 199.379 útborgaðar. Sonur hennar vex úr grasi og þegar Snorri verður 18 ára skerðast örorkugreiðslur hennar enn frekar, þar sem hún missir barnalífeyrinn og nú fær hún 172.516 kr. útborgaðar frá TR. Sonurinn býr þó enn þá heima og er á framfæri móður sinnar. Hallgerður fékk arf eftir frænku sína sem hún geymir á bankabók. Vextirnir af þeirri fjárhæð nema 3.000 kr. á mánuði. Við það lækka greiðslurnar frá TR enn frekar og eru nú 171.576 kr. Hallgerður gerði tilraun til að fara á vinnumarkaðinn og fékk hlutastarf við afleysingar í sjoppu. Mánaðarlaun hennar voru kr. 50.000 (með skatti) og við það lækkuðu greiðslur TR enn á ný og fóru niður í 167.151 kr. Með tilkomu fjármagns- og atvinnutekna missti hún út framfærsluuppbót. Örorkugreiðslur TR til Hallgerðar hafa alls lækkað um 51.733 kr. Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og kjaramál öryrkjaÍ 28. grein samningsins er fjallað um viðunandi lífskjör og félagslega vernd. Samkvæmt henni viðurkenna aðildarríkin m.a. rétt fatlaðs fólks og fjölskyldna þess til viðunandi og sífellt batnandi lífskjara. Bannað er að mismuna fólki vegna fötlunar. Raunveruleiki íslensks samfélags er hins vegar sá að bætur almannatrygginga hafa hvorki náð að halda í við verðlagshækkanir, almenna launaþróun né hækkun lægstu launa og er munurinn verulegur. Eins og við sjáum á dæminu um Hallgerði, þá eru upphæðir örorkugreiðslna mjög lágar og þær lækka við það að hún fari í sambúð, þegar barnið hennar verður 18 ára og þegar hún fær einhverjar aðrar tekjur. Hallgerði er því haldið í fátækt, gert að vera á framfæri maka síns og eiga enn erfiðara með að framfleyta syni sínum eftir að hann nær 18 ára aldri. Hallgerði er haldið í fátæktargildru af ríkinu. Það er því brýnt að íslensk stjórnvöld fullgildi samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem þau undirrituðu árið 2007. Ísland er ein fimm Evrópuþjóða sem ekki hafa enn fullgilt samninginn. Á heimasíðu ÖBÍ, www.obi.is, getur almenningur skrifað undir áskorun til stjórnvalda um að fullgilda þennan mikilvæga mannréttindasamning nú á haustþingi 2015.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun