Hvað skerðir örorkugreiðslur? Þorbera Fjölnisdóttir skrifar 22. september 2015 07:00 Hún Hallgerður fékk fullt örorkumat við 26 ára aldur. Hún býr ein ásamt syni sínum, honum Snorra. Þar sem Hallgerður var í námi, hefur hún aldrei verið á vinnumarkaði og á því ekki rétt á greiðslum úr lífeyrissjóði. Hennar einu tekjur eru örorkugreiðslur Tryggingastofnunar ríkisins (TR) og þær nema 218.884 krónum á mánuði eftir skatt. Meðlag er ekki reiknað inn í þessa upphæð. Dag einn fer Hallgerður í sambúð með Þorgrími. Við það skerðast tekjur hennar, því hún missir heimilisuppbót og fær kr. 199.379 útborgaðar. Sonur hennar vex úr grasi og þegar Snorri verður 18 ára skerðast örorkugreiðslur hennar enn frekar, þar sem hún missir barnalífeyrinn og nú fær hún 172.516 kr. útborgaðar frá TR. Sonurinn býr þó enn þá heima og er á framfæri móður sinnar. Hallgerður fékk arf eftir frænku sína sem hún geymir á bankabók. Vextirnir af þeirri fjárhæð nema 3.000 kr. á mánuði. Við það lækka greiðslurnar frá TR enn frekar og eru nú 171.576 kr. Hallgerður gerði tilraun til að fara á vinnumarkaðinn og fékk hlutastarf við afleysingar í sjoppu. Mánaðarlaun hennar voru kr. 50.000 (með skatti) og við það lækkuðu greiðslur TR enn á ný og fóru niður í 167.151 kr. Með tilkomu fjármagns- og atvinnutekna missti hún út framfærsluuppbót. Örorkugreiðslur TR til Hallgerðar hafa alls lækkað um 51.733 kr. Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og kjaramál öryrkjaÍ 28. grein samningsins er fjallað um viðunandi lífskjör og félagslega vernd. Samkvæmt henni viðurkenna aðildarríkin m.a. rétt fatlaðs fólks og fjölskyldna þess til viðunandi og sífellt batnandi lífskjara. Bannað er að mismuna fólki vegna fötlunar. Raunveruleiki íslensks samfélags er hins vegar sá að bætur almannatrygginga hafa hvorki náð að halda í við verðlagshækkanir, almenna launaþróun né hækkun lægstu launa og er munurinn verulegur. Eins og við sjáum á dæminu um Hallgerði, þá eru upphæðir örorkugreiðslna mjög lágar og þær lækka við það að hún fari í sambúð, þegar barnið hennar verður 18 ára og þegar hún fær einhverjar aðrar tekjur. Hallgerði er því haldið í fátækt, gert að vera á framfæri maka síns og eiga enn erfiðara með að framfleyta syni sínum eftir að hann nær 18 ára aldri. Hallgerði er haldið í fátæktargildru af ríkinu. Það er því brýnt að íslensk stjórnvöld fullgildi samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem þau undirrituðu árið 2007. Ísland er ein fimm Evrópuþjóða sem ekki hafa enn fullgilt samninginn. Á heimasíðu ÖBÍ, www.obi.is, getur almenningur skrifað undir áskorun til stjórnvalda um að fullgilda þennan mikilvæga mannréttindasamning nú á haustþingi 2015. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson Skoðun Skoðun Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Sjá meira
Hún Hallgerður fékk fullt örorkumat við 26 ára aldur. Hún býr ein ásamt syni sínum, honum Snorra. Þar sem Hallgerður var í námi, hefur hún aldrei verið á vinnumarkaði og á því ekki rétt á greiðslum úr lífeyrissjóði. Hennar einu tekjur eru örorkugreiðslur Tryggingastofnunar ríkisins (TR) og þær nema 218.884 krónum á mánuði eftir skatt. Meðlag er ekki reiknað inn í þessa upphæð. Dag einn fer Hallgerður í sambúð með Þorgrími. Við það skerðast tekjur hennar, því hún missir heimilisuppbót og fær kr. 199.379 útborgaðar. Sonur hennar vex úr grasi og þegar Snorri verður 18 ára skerðast örorkugreiðslur hennar enn frekar, þar sem hún missir barnalífeyrinn og nú fær hún 172.516 kr. útborgaðar frá TR. Sonurinn býr þó enn þá heima og er á framfæri móður sinnar. Hallgerður fékk arf eftir frænku sína sem hún geymir á bankabók. Vextirnir af þeirri fjárhæð nema 3.000 kr. á mánuði. Við það lækka greiðslurnar frá TR enn frekar og eru nú 171.576 kr. Hallgerður gerði tilraun til að fara á vinnumarkaðinn og fékk hlutastarf við afleysingar í sjoppu. Mánaðarlaun hennar voru kr. 50.000 (með skatti) og við það lækkuðu greiðslur TR enn á ný og fóru niður í 167.151 kr. Með tilkomu fjármagns- og atvinnutekna missti hún út framfærsluuppbót. Örorkugreiðslur TR til Hallgerðar hafa alls lækkað um 51.733 kr. Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og kjaramál öryrkjaÍ 28. grein samningsins er fjallað um viðunandi lífskjör og félagslega vernd. Samkvæmt henni viðurkenna aðildarríkin m.a. rétt fatlaðs fólks og fjölskyldna þess til viðunandi og sífellt batnandi lífskjara. Bannað er að mismuna fólki vegna fötlunar. Raunveruleiki íslensks samfélags er hins vegar sá að bætur almannatrygginga hafa hvorki náð að halda í við verðlagshækkanir, almenna launaþróun né hækkun lægstu launa og er munurinn verulegur. Eins og við sjáum á dæminu um Hallgerði, þá eru upphæðir örorkugreiðslna mjög lágar og þær lækka við það að hún fari í sambúð, þegar barnið hennar verður 18 ára og þegar hún fær einhverjar aðrar tekjur. Hallgerði er því haldið í fátækt, gert að vera á framfæri maka síns og eiga enn erfiðara með að framfleyta syni sínum eftir að hann nær 18 ára aldri. Hallgerði er haldið í fátæktargildru af ríkinu. Það er því brýnt að íslensk stjórnvöld fullgildi samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem þau undirrituðu árið 2007. Ísland er ein fimm Evrópuþjóða sem ekki hafa enn fullgilt samninginn. Á heimasíðu ÖBÍ, www.obi.is, getur almenningur skrifað undir áskorun til stjórnvalda um að fullgilda þennan mikilvæga mannréttindasamning nú á haustþingi 2015.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun