Bolvíkingar bregðast við bankaflutningi: Vilja þjónustumiðstöð í húsnæðið við Aðalstræti Bjarki Ármannsson skrifar 22. september 2015 00:05 Bæjarráð Bolungarvíkur hefur samþykkt áætlun um að bjóða Landsbankanum, Íslandspósti og sýslumanni Vestfjarða samstarf. Vísir/Pjetur Bæjarráð Bolungarvíkur samþykkti á fundi sínum í kvöld áætlun um að koma upp þjónustumiðstöð í núverandi húsnæði Landsbankans, sem hyggst loka útibúi sínu þar í bæ. Bæjarstjóra er samkvæmt áætluninni falið að hafa samband við Landsbankann, Íslandspóst og sýslumanninn á Vestfjörðum og óska eftir viðræðum um hugsanlegt samstarf í húsnæðinu. Húsnæði Landsbankans í Bolungarvík er nú á jarðhæð hússins við Aðalstræti 12 en á efri hæð sama húss eru bæjarskrifstofur Bolungarvíkur og starfsemi á vegum sýslumannsins. Samkvæmt áætluninni verða möguleikar kannaðir á „makaskiptum“ við Landsbankann þannig að bærinn myndi flytja skrifstofur sínar á jarðhæðina. Þar yrði starfrækt þjónustumiðstöð í samstarfi við ofangreinda aðila. Til stendur að bjóða Landsbankanum að starfa áfram í miðstöðinni og bjóða upp á gjaldkera- og hraðbankaþjónustu auk þjónustu þjónustufulltrúa bankans. Í samþykkt bæjarráðs segir að þjónustu bankans yrði þróuð áfram í sjálfvirkni og sjálfsafgreiðslu þannig að fullrar hagkvæmni væri gætt. Á efri hæð hússins, þar sem bæjarskrifstofurnar eru nú, kæmi ný starfsemi af einhverjum toga. Í samþykkt bæjarráðs segir að þar verði sérstaklega horft til þess að fá starfsemi á vegum ríkisins í húsið, enda hafi Bolvíkingar „þegar lagt mörg lóð á vogarskálarnar í hagræðingu hjá ríkinu með flutningi starfa úr bæjarfélaginu og eðlilegt að gerð sé krafa um að eitthvað komi þar í staðinn.“ Tengdar fréttir Ísafjarðarbær segir aðgerðir Landsbankans harkalegar Bæjarráð Ísafjarðarbæjar gagnrýnir fyrirhugaðar lokanir starfstöðva Landsbankans á Vestfjörðum. 21. september 2015 11:39 Jarðarför útibúanna á Vestfjörðum fer fram á fimmtudag Mikil reiði er á Vestfjörðum vegna lokunar útibúa Landsbankans og hóta íbúar að flytja viðskipti sín annað. 21. september 2015 14:19 Ellefu missa vinnuna við lokun útibúa Landsbankans Landsbankinn lokar í Bolungarvík, á Suðureyri og Þingeyri. 18. september 2015 16:31 Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Erlent Fleiri fréttir Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Sjá meira
Bæjarráð Bolungarvíkur samþykkti á fundi sínum í kvöld áætlun um að koma upp þjónustumiðstöð í núverandi húsnæði Landsbankans, sem hyggst loka útibúi sínu þar í bæ. Bæjarstjóra er samkvæmt áætluninni falið að hafa samband við Landsbankann, Íslandspóst og sýslumanninn á Vestfjörðum og óska eftir viðræðum um hugsanlegt samstarf í húsnæðinu. Húsnæði Landsbankans í Bolungarvík er nú á jarðhæð hússins við Aðalstræti 12 en á efri hæð sama húss eru bæjarskrifstofur Bolungarvíkur og starfsemi á vegum sýslumannsins. Samkvæmt áætluninni verða möguleikar kannaðir á „makaskiptum“ við Landsbankann þannig að bærinn myndi flytja skrifstofur sínar á jarðhæðina. Þar yrði starfrækt þjónustumiðstöð í samstarfi við ofangreinda aðila. Til stendur að bjóða Landsbankanum að starfa áfram í miðstöðinni og bjóða upp á gjaldkera- og hraðbankaþjónustu auk þjónustu þjónustufulltrúa bankans. Í samþykkt bæjarráðs segir að þjónustu bankans yrði þróuð áfram í sjálfvirkni og sjálfsafgreiðslu þannig að fullrar hagkvæmni væri gætt. Á efri hæð hússins, þar sem bæjarskrifstofurnar eru nú, kæmi ný starfsemi af einhverjum toga. Í samþykkt bæjarráðs segir að þar verði sérstaklega horft til þess að fá starfsemi á vegum ríkisins í húsið, enda hafi Bolvíkingar „þegar lagt mörg lóð á vogarskálarnar í hagræðingu hjá ríkinu með flutningi starfa úr bæjarfélaginu og eðlilegt að gerð sé krafa um að eitthvað komi þar í staðinn.“
Tengdar fréttir Ísafjarðarbær segir aðgerðir Landsbankans harkalegar Bæjarráð Ísafjarðarbæjar gagnrýnir fyrirhugaðar lokanir starfstöðva Landsbankans á Vestfjörðum. 21. september 2015 11:39 Jarðarför útibúanna á Vestfjörðum fer fram á fimmtudag Mikil reiði er á Vestfjörðum vegna lokunar útibúa Landsbankans og hóta íbúar að flytja viðskipti sín annað. 21. september 2015 14:19 Ellefu missa vinnuna við lokun útibúa Landsbankans Landsbankinn lokar í Bolungarvík, á Suðureyri og Þingeyri. 18. september 2015 16:31 Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Erlent Fleiri fréttir Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Sjá meira
Ísafjarðarbær segir aðgerðir Landsbankans harkalegar Bæjarráð Ísafjarðarbæjar gagnrýnir fyrirhugaðar lokanir starfstöðva Landsbankans á Vestfjörðum. 21. september 2015 11:39
Jarðarför útibúanna á Vestfjörðum fer fram á fimmtudag Mikil reiði er á Vestfjörðum vegna lokunar útibúa Landsbankans og hóta íbúar að flytja viðskipti sín annað. 21. september 2015 14:19
Ellefu missa vinnuna við lokun útibúa Landsbankans Landsbankinn lokar í Bolungarvík, á Suðureyri og Þingeyri. 18. september 2015 16:31