Svolítið meira um samfélag án aðgreiningar Páll Valur Björnsson skrifar 6. júlí 2015 00:00 Ég birti grein í Fréttablaðinu 5. maí sl. sem ég kallaði „Samfélag án aðgreiningar“. Þar sagði ég m.a. frá þeim þeim skammarlegu löngu biðlistum og biðtíma sem er eftir greiningum fyrir börn sem eru með einhvers konar raskanir vegna fötlunar, ofvirkni og/eða athyglisbrests, einhverfu eða af geðrænum ástæðum. Þó er augljóst að þessar greiningar eru forsenda þess að skólarnir geti veitt hverju og einu barni viðeigandi og nauðsynlegan stuðning til að þau geti lokið námi og farið út í lífið vel undir það búin. Það er raunar svo illa að þessu staðið hjá okkur að Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna sem hefur eftirlit með því hvernig aðildarríki að Barnasáttmálanum uppfylla skyldur sínar hefur gert alvarlegar athugasemdir við hversu langur þessi biðtími er. Ég rifja þetta upp hér til að minna okkur á að við erum að bregðast mörgum börnum í okkar ríka landi svo alvarlega að Barnaréttarnefnd Sameinuðu Þjóðanna hefur talið óhjákvæmilegt að sýna okkur gula spjaldið! Ég rifja þetta einnig upp vegna þess að nýlega fékk ég svör innanríkisráðherra við fyrirspurn minni um hvernig staðið er að afplánun fangelsisrefsinga og sérfræðiþjónustu við fanga. Í svörum ráðherra er fátt til að gleðjast yfir. Þar segir m.a. að helmingur fanga hafi haft einkenni um athyglisbrest og ofvirkni og að tæplega 60% fanga eigi við vímuefnavanda að stríða. Hvernig skyldum við hafa greint þarfir þessara einstaklinga þegar þeir voru börn og stutt þá til að þeim liði vel í skólanum og fótuðu sig vel í samfélaginu? Og hversu margir þeirra sem framið hafa afbrot og valdið öðrum og sjálfum sér margvíslegum skaða gætu hafa komist hjá afbrotum og misnotkun fíkniefna og átt gott líf og lagt mikið til samfélagsins ef þeir hefðu fengið viðeigandi greiningar og stuðning þegar þeir voru börn? Að sjálfsögðu get ég ekki vitað það en ég er sannfærður um að þeir eru mjög margir.Skilar sér margfalt til baka Mér er sagt af fólki sem til þekkir að það kosti samfélagið 5-10 milljónir króna á ári að hafa hvern einstakling í fangelsi. Þar við bætist sá kostnaður sem afbrotið sem leiddi til fangelsisrefsingar hefur valdið samfélaginu og auðvitað þeim sem það bitnaði sérstaklega á, sem og kostnaður lögreglu og dómskerfis. Og því til viðbótar kemur það fjárhagslega tap sem samfélagið verður fyrir þegar einstaklingur sem gæti verið virkur í samfélaginu og í starfi og þar með greitt samfélaginu skyldur og skatta er innilokaður og iðjulaus. Er ekki augljóst að það fé skilar sér margfalt til baka sem við leggjum til þess að styðja við börn sem þurfa stuðning þannig að þau fóti sig frekar í námi og í lífinu almennt og lendi síður utangarðs, í óreglu og jafnvel í afbrotum? Og hvernig stuðning veitum við þeim einstaklingum sem við dæmum í fangelsi til að takast á við vímuefnavandann, athyglisbrestinn, ofvirknina, geðræn vandamál og aðrar raskanir? Í svari ráðherra kemur fram að þeim mikilvægu og erfiðu verkefnum sinni tveir sálfræðingar, tveir félagsráðgjafar, einn námsráðgjafi og tveir sérfræðingar á meðferðargangi á Litla-Hrauni. Sálfræðingarnir tveir og félagsráðgjafarnir tveir sinna 600 einstaklingum! Er þetta mannúðlegt gagnvart fólki sem líður oft mjög illa og er jafnvel veikt? Þarna eru einstaklingar sem við brugðumst þegar þeir voru börn, eins og Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna hefur bent okkur á, og þegar þeir verða fullorðnir lokum við þá inni og bregðumst þeim aftur með því að neita þeim um þann sérfræðilega og sálfræðilega stuðning sem er forsenda þess að þeir geti fótað sig í samfélaginu eftir afplánun. Það er auðvitað engin glóra í þessu, hvorki siðferðilega né fjárhagslega, og þar til við höfum lagað þetta skulum við a.m.k. alveg stilla okkur um að nota orðið betrun þegar við tölum um fangelsisrefsingar á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ég birti grein í Fréttablaðinu 5. maí sl. sem ég kallaði „Samfélag án aðgreiningar“. Þar sagði ég m.a. frá þeim þeim skammarlegu löngu biðlistum og biðtíma sem er eftir greiningum fyrir börn sem eru með einhvers konar raskanir vegna fötlunar, ofvirkni og/eða athyglisbrests, einhverfu eða af geðrænum ástæðum. Þó er augljóst að þessar greiningar eru forsenda þess að skólarnir geti veitt hverju og einu barni viðeigandi og nauðsynlegan stuðning til að þau geti lokið námi og farið út í lífið vel undir það búin. Það er raunar svo illa að þessu staðið hjá okkur að Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna sem hefur eftirlit með því hvernig aðildarríki að Barnasáttmálanum uppfylla skyldur sínar hefur gert alvarlegar athugasemdir við hversu langur þessi biðtími er. Ég rifja þetta upp hér til að minna okkur á að við erum að bregðast mörgum börnum í okkar ríka landi svo alvarlega að Barnaréttarnefnd Sameinuðu Þjóðanna hefur talið óhjákvæmilegt að sýna okkur gula spjaldið! Ég rifja þetta einnig upp vegna þess að nýlega fékk ég svör innanríkisráðherra við fyrirspurn minni um hvernig staðið er að afplánun fangelsisrefsinga og sérfræðiþjónustu við fanga. Í svörum ráðherra er fátt til að gleðjast yfir. Þar segir m.a. að helmingur fanga hafi haft einkenni um athyglisbrest og ofvirkni og að tæplega 60% fanga eigi við vímuefnavanda að stríða. Hvernig skyldum við hafa greint þarfir þessara einstaklinga þegar þeir voru börn og stutt þá til að þeim liði vel í skólanum og fótuðu sig vel í samfélaginu? Og hversu margir þeirra sem framið hafa afbrot og valdið öðrum og sjálfum sér margvíslegum skaða gætu hafa komist hjá afbrotum og misnotkun fíkniefna og átt gott líf og lagt mikið til samfélagsins ef þeir hefðu fengið viðeigandi greiningar og stuðning þegar þeir voru börn? Að sjálfsögðu get ég ekki vitað það en ég er sannfærður um að þeir eru mjög margir.Skilar sér margfalt til baka Mér er sagt af fólki sem til þekkir að það kosti samfélagið 5-10 milljónir króna á ári að hafa hvern einstakling í fangelsi. Þar við bætist sá kostnaður sem afbrotið sem leiddi til fangelsisrefsingar hefur valdið samfélaginu og auðvitað þeim sem það bitnaði sérstaklega á, sem og kostnaður lögreglu og dómskerfis. Og því til viðbótar kemur það fjárhagslega tap sem samfélagið verður fyrir þegar einstaklingur sem gæti verið virkur í samfélaginu og í starfi og þar með greitt samfélaginu skyldur og skatta er innilokaður og iðjulaus. Er ekki augljóst að það fé skilar sér margfalt til baka sem við leggjum til þess að styðja við börn sem þurfa stuðning þannig að þau fóti sig frekar í námi og í lífinu almennt og lendi síður utangarðs, í óreglu og jafnvel í afbrotum? Og hvernig stuðning veitum við þeim einstaklingum sem við dæmum í fangelsi til að takast á við vímuefnavandann, athyglisbrestinn, ofvirknina, geðræn vandamál og aðrar raskanir? Í svari ráðherra kemur fram að þeim mikilvægu og erfiðu verkefnum sinni tveir sálfræðingar, tveir félagsráðgjafar, einn námsráðgjafi og tveir sérfræðingar á meðferðargangi á Litla-Hrauni. Sálfræðingarnir tveir og félagsráðgjafarnir tveir sinna 600 einstaklingum! Er þetta mannúðlegt gagnvart fólki sem líður oft mjög illa og er jafnvel veikt? Þarna eru einstaklingar sem við brugðumst þegar þeir voru börn, eins og Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna hefur bent okkur á, og þegar þeir verða fullorðnir lokum við þá inni og bregðumst þeim aftur með því að neita þeim um þann sérfræðilega og sálfræðilega stuðning sem er forsenda þess að þeir geti fótað sig í samfélaginu eftir afplánun. Það er auðvitað engin glóra í þessu, hvorki siðferðilega né fjárhagslega, og þar til við höfum lagað þetta skulum við a.m.k. alveg stilla okkur um að nota orðið betrun þegar við tölum um fangelsisrefsingar á Íslandi.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun