DV og 365 brutu lög með bjórumfjöllun Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. júlí 2015 15:09 Umfjöllun 365 og DV sneri að bjór. vísir/getty Fjölmiðlanefnd hefur birt tvær ákvarðanir vegna brota DV ehf. annars vegar og 365 miðla hf. hins vegar á ákvæðum laga um fjölmiðla nr. 38/2011. Fjölmiðlanefnd komst að þeirri niðurstöðu í ákvörðun nr. 4/2015 að með útgáfu kynningarblaðsins Bjór þann 27. febrúar sl. hafi DV brotið gegn 4. mgr. 37. gr. laganna um bann við viðskiptaboðum fyrir áfengi.Þá komst fjölmiðlanefnd að þeirri niðurstöðu í ákvörðun nr. 5/2015 að með útgáfu kynningarblaðsins Bjórmenning á Íslandi sem dreift var með Fréttablaðinu 21. mars sl. hafi 365 miðlar brotið gegn 1., 2. og 4. mgr. laganna um skyldu til aðgreiningar viðskiptaboða og ritstjórnarefnis, bann við duldum auglýsingum og bann við viðskiptaboðum fyrir áfengi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjölmiðlanefnd en ákvarðanirnar hafa verið birtar á vef nefndarinnar. „Samkvæmt lögum um fjölmiðla verður að afmarka ritstjórnarefni og viðskiptaboð í fjölmiðlum með skýrum hætti og auðkenna viðskiptaboð sem slík. Tilgangur þessara reglna er að tryggja að notendur fjölmiðla viti hvort umfjöllun er keypt eða unnin af sjálfstæðri og faglegri ritstjórn,“ segir í tilkynningunni. Fjölmiðlanefnd telur þörf á að árétta gildandi réttarreglur á þessu sviði og þýðingu þeirra fyrir fjölmiðla.Aðgreina þurfi viðskiptaboð og ritstjórnarefni með skýrum hætti Þá hefur fjölmiðlanefnd einnig sent 365 miðlum erindi vegna frétta af duldri auglýsingu í Íslandi í dag þann 28. maí síðastliðinn. Voru útskýringar auglýsinga- og mannauðsstjóra 365 miðla á þann veg að mistök hefðu átt sér stað við efnisvinnslu. Af þeim sökum hefði hið kostaða efni ekki verið auðkennt sem slíkt. Í erindi fjölmiðlanefndar til 365 miðla segir að nefndin geri að svo stöddu ekki frekari athugasemdir við þá duldu auglýsingu á Stöð 2, sem hér hefur verið vísað til, þar sem fram hafi komið að mistök við efnisvinnslu hafi átt sér stað hjá 365 miðlum. „Um leið ítrekar fjölmiðlanefnd að lögum samkvæmt eru dulin viðskiptaboð bönnuð og að 365 miðlum, sem og öðrum fjölmiðlum, ber að aðgreina viðskiptaboð og ritstjórnarefni með skýrum hætti. Þá eru óheimil viðskiptaboð og fjarkaup fyrir tóbaksvörur, áfengi, lyfseðilsskyld lyf og happdrættis- og veðmálastarfsemi, sem ekki hefur leyfi hér á landi.“ Fjölmiðlanefnd segist í tilkynningunni hafa sent erindi til hljóð- og myndmiðla þar sem óskað hafi verið eftir yfirliti miðlanna yfir þá þætti og dagskrárliði sem taldir væru til frétta og fréttatengds efnis. „Um leið var athygli vakin á því að samkvæmt lögum um fjölmiðla nr. 38/2011 er óheimilt að kosta fréttir og fréttatengt efni.“ Fjölmiðlanefnd vinnur nú að gerð leiðbeininga fyrir fjölmiðla um kostun og bann við duldum auglýsingum. Þar verður meðal annars fjallað um bann við kostun frétta og fréttatengds efnis og hvaða skilyrði þurfa að vera uppfyllt svo að kostun hljóð- og myndefnis sé í samræmi við ákvæði laga um fjölmiðla. Leiðbeiningar þessar verða sendar fjölmiðlum til umsagnar á næstu vikum en verða að því búnu kynntar og birtar á vef fjölmiðlanefndar. Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Fleiri fréttir Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Sjá meira
Fjölmiðlanefnd hefur birt tvær ákvarðanir vegna brota DV ehf. annars vegar og 365 miðla hf. hins vegar á ákvæðum laga um fjölmiðla nr. 38/2011. Fjölmiðlanefnd komst að þeirri niðurstöðu í ákvörðun nr. 4/2015 að með útgáfu kynningarblaðsins Bjór þann 27. febrúar sl. hafi DV brotið gegn 4. mgr. 37. gr. laganna um bann við viðskiptaboðum fyrir áfengi.Þá komst fjölmiðlanefnd að þeirri niðurstöðu í ákvörðun nr. 5/2015 að með útgáfu kynningarblaðsins Bjórmenning á Íslandi sem dreift var með Fréttablaðinu 21. mars sl. hafi 365 miðlar brotið gegn 1., 2. og 4. mgr. laganna um skyldu til aðgreiningar viðskiptaboða og ritstjórnarefnis, bann við duldum auglýsingum og bann við viðskiptaboðum fyrir áfengi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjölmiðlanefnd en ákvarðanirnar hafa verið birtar á vef nefndarinnar. „Samkvæmt lögum um fjölmiðla verður að afmarka ritstjórnarefni og viðskiptaboð í fjölmiðlum með skýrum hætti og auðkenna viðskiptaboð sem slík. Tilgangur þessara reglna er að tryggja að notendur fjölmiðla viti hvort umfjöllun er keypt eða unnin af sjálfstæðri og faglegri ritstjórn,“ segir í tilkynningunni. Fjölmiðlanefnd telur þörf á að árétta gildandi réttarreglur á þessu sviði og þýðingu þeirra fyrir fjölmiðla.Aðgreina þurfi viðskiptaboð og ritstjórnarefni með skýrum hætti Þá hefur fjölmiðlanefnd einnig sent 365 miðlum erindi vegna frétta af duldri auglýsingu í Íslandi í dag þann 28. maí síðastliðinn. Voru útskýringar auglýsinga- og mannauðsstjóra 365 miðla á þann veg að mistök hefðu átt sér stað við efnisvinnslu. Af þeim sökum hefði hið kostaða efni ekki verið auðkennt sem slíkt. Í erindi fjölmiðlanefndar til 365 miðla segir að nefndin geri að svo stöddu ekki frekari athugasemdir við þá duldu auglýsingu á Stöð 2, sem hér hefur verið vísað til, þar sem fram hafi komið að mistök við efnisvinnslu hafi átt sér stað hjá 365 miðlum. „Um leið ítrekar fjölmiðlanefnd að lögum samkvæmt eru dulin viðskiptaboð bönnuð og að 365 miðlum, sem og öðrum fjölmiðlum, ber að aðgreina viðskiptaboð og ritstjórnarefni með skýrum hætti. Þá eru óheimil viðskiptaboð og fjarkaup fyrir tóbaksvörur, áfengi, lyfseðilsskyld lyf og happdrættis- og veðmálastarfsemi, sem ekki hefur leyfi hér á landi.“ Fjölmiðlanefnd segist í tilkynningunni hafa sent erindi til hljóð- og myndmiðla þar sem óskað hafi verið eftir yfirliti miðlanna yfir þá þætti og dagskrárliði sem taldir væru til frétta og fréttatengds efnis. „Um leið var athygli vakin á því að samkvæmt lögum um fjölmiðla nr. 38/2011 er óheimilt að kosta fréttir og fréttatengt efni.“ Fjölmiðlanefnd vinnur nú að gerð leiðbeininga fyrir fjölmiðla um kostun og bann við duldum auglýsingum. Þar verður meðal annars fjallað um bann við kostun frétta og fréttatengds efnis og hvaða skilyrði þurfa að vera uppfyllt svo að kostun hljóð- og myndefnis sé í samræmi við ákvæði laga um fjölmiðla. Leiðbeiningar þessar verða sendar fjölmiðlum til umsagnar á næstu vikum en verða að því búnu kynntar og birtar á vef fjölmiðlanefndar.
Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Fleiri fréttir Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Sjá meira