Fjölbragðaglímukappinn Daniel Bryan aka Sverrir Bergmann og Ólafur Þór Jóelsson.
Þeir GameTívíbræður Óli og Sverrir kíktu á nýjasta fjölbragðaglímuleikinn WWE 2K16 og er óhætt að segja að það endi í vitleysu. Bræðurnir börðust um mat og valdi Óli Finn Balor en Sverrir valdi tvífara sinn Daniel Bryan.
Óneitanlega vekur það mikla furðu hve líkir Daniel Bryan og Sverrir eru í raun.
Bardagi þeirra bræðra er æsispennandi en þó einhliða til að byrja með. Hér að neðan má sjá innslagið sem og bardaga aldarinnar.