Er miklu betri í stuttbuxunum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. ágúst 2015 06:00 Grétar Ari sýnir hér lipur tilþrif í markinu. Strákarnir í U-19 ára landsliði Íslands í handbolta unnu í gær sinn fjórða sigur í jafn mörgum leikjum á heimsmeistaramótinu í Ural í Rússlandi. Ísland lagði þá Noreg að velli, 32-29, eftir sveiflukenndan leik en Norðmenn voru með fimm marka forystu þegar 16 mínútur voru eftir af leiknum. En á lokakaflanum breyttu Íslendingar um vörn og hún lagði grunninn að frábærum endaspretti sem tryggði Íslandi stigin tvö og um leið sigur í B-riðli.Breytt vörn skipti miklu „Þetta var frábært,“ sagði Grétar Ari Guðjónsson, markvörður íslenska liðsins, í samtali við Fréttablaðið í gær. Markverðir Íslands, Grétar og Einar Baldvin Baldvinsson, áttu erfitt uppdráttar framan af leik í gær en Grétar kom sterkur inn á lokakaflanum og varði mikilvæg skot. En hvað skilaði sigrinum að hans mati? „Mjög góður sóknarleikur. Ég veit reyndar ekki mikið um sóknarleik en mér fannst hann góður sem og hraðaupphlaupin,“ sagði Grétar og bætti við: „Það var líka ákveðinn vendipunktur þegar þeir fengu tveggja mínútna brottvísun og við breyttum í 4-2 vörn. Þá batnaði vörnin og markvarslan. Við vorum ekki góðir í markinu fram að því.“ Grétar, sem leikur með Haukum og varð Íslandsmeistari með liðinu í vor, er annars nokkuð sáttur með markvörsluna á mótinu: „Það hefur mestmegnis gengið vel, held ég, en það er erfitt að segja. Persónulega finnst mér alltaf eitthvað sem má bæta,“ sagði Grétar.Verðum að taka leikinn alvarlega Ísland hefur sem áður segir unnið alla fjóra leiki sína á HM; gegn Þýskalandi, Spáni, Egyptalandi og Noregi. Íslensku strákarnir eiga einn leik eftir, gegn Venesúela sem er með langlélegasta liðið í riðlinum. Þótt venesúelska liðið sé fallbyssufóður segir Grétar að íslenska liðið verði að mæta einbeitt til leiks á morgun. „Við skuldum okkur það sjálfum og öllum öðrum að sýna leiknum virðingu og gera þetta almennilega. Það er ekkert gaman að spila ef þú tekur þetta ekki alvarlega,“ sagði Grétar en Ísland mætir liðinu sem endar í 4. sæti A-riðils í 16-liða úrslitum á sunnudaginn. Líklegast er að Serbía eða Pólland verði fyrsti mótherji Íslands í útsláttarkeppninni. Grétar hefur vakið töluverða athygli á HM, ekki einungis fyrir skotin sem hann ver heldur einnig fyrir þá staðreynd að hann spilar í stuttbuxum en ekki í síðbuxum eins og langflestir markmenn. „Þetta byrjaði á EM Póllandi í fyrra þar sem var mjög heitt í höllunum. Við vorum búnir að spila tvo leiki og markvarslan var ekki góð. Ég vildi breyta einhverju og ákvað að vera í stuttbuxum,“ sagði Grétar sem segir að það hafi tekið tíma að fá það í gegn að spila í stuttbuxum en ekki síðbuxum. „Það gekk miklu betur í stuttbuxum. Ég hef alveg spilað aftur í síðbuxum en er búinn að sætta mig við að það gengur betur í stuttbuxum,“ sagði Grétar en af hverju er betra að vera í stuttbuxum? „Maður er léttari á sér og það er léttara að komast í gang. Þegar boltinn smellur í löppunum kveikir það á manni,“ sagði Grétar sem er ekki enn byrjaður að spila í stuttbuxum í Olís-deildinni en hann segir kuldann helstu fyrirstöðuna. Þessi efnilegi markmaður útilokar þó ekki að áhorfendur fái að sjá hann í stuttbuxunum í vetur. Handbolti Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Í beinni: Liverpool - Brighton | Reyna að lægja öldurnar í ólgusjó Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Fleiri fréttir Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Haukar - KA/Þór | Tvö lið sem ætla að enda taphrinu Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Sjá meira
Strákarnir í U-19 ára landsliði Íslands í handbolta unnu í gær sinn fjórða sigur í jafn mörgum leikjum á heimsmeistaramótinu í Ural í Rússlandi. Ísland lagði þá Noreg að velli, 32-29, eftir sveiflukenndan leik en Norðmenn voru með fimm marka forystu þegar 16 mínútur voru eftir af leiknum. En á lokakaflanum breyttu Íslendingar um vörn og hún lagði grunninn að frábærum endaspretti sem tryggði Íslandi stigin tvö og um leið sigur í B-riðli.Breytt vörn skipti miklu „Þetta var frábært,“ sagði Grétar Ari Guðjónsson, markvörður íslenska liðsins, í samtali við Fréttablaðið í gær. Markverðir Íslands, Grétar og Einar Baldvin Baldvinsson, áttu erfitt uppdráttar framan af leik í gær en Grétar kom sterkur inn á lokakaflanum og varði mikilvæg skot. En hvað skilaði sigrinum að hans mati? „Mjög góður sóknarleikur. Ég veit reyndar ekki mikið um sóknarleik en mér fannst hann góður sem og hraðaupphlaupin,“ sagði Grétar og bætti við: „Það var líka ákveðinn vendipunktur þegar þeir fengu tveggja mínútna brottvísun og við breyttum í 4-2 vörn. Þá batnaði vörnin og markvarslan. Við vorum ekki góðir í markinu fram að því.“ Grétar, sem leikur með Haukum og varð Íslandsmeistari með liðinu í vor, er annars nokkuð sáttur með markvörsluna á mótinu: „Það hefur mestmegnis gengið vel, held ég, en það er erfitt að segja. Persónulega finnst mér alltaf eitthvað sem má bæta,“ sagði Grétar.Verðum að taka leikinn alvarlega Ísland hefur sem áður segir unnið alla fjóra leiki sína á HM; gegn Þýskalandi, Spáni, Egyptalandi og Noregi. Íslensku strákarnir eiga einn leik eftir, gegn Venesúela sem er með langlélegasta liðið í riðlinum. Þótt venesúelska liðið sé fallbyssufóður segir Grétar að íslenska liðið verði að mæta einbeitt til leiks á morgun. „Við skuldum okkur það sjálfum og öllum öðrum að sýna leiknum virðingu og gera þetta almennilega. Það er ekkert gaman að spila ef þú tekur þetta ekki alvarlega,“ sagði Grétar en Ísland mætir liðinu sem endar í 4. sæti A-riðils í 16-liða úrslitum á sunnudaginn. Líklegast er að Serbía eða Pólland verði fyrsti mótherji Íslands í útsláttarkeppninni. Grétar hefur vakið töluverða athygli á HM, ekki einungis fyrir skotin sem hann ver heldur einnig fyrir þá staðreynd að hann spilar í stuttbuxum en ekki í síðbuxum eins og langflestir markmenn. „Þetta byrjaði á EM Póllandi í fyrra þar sem var mjög heitt í höllunum. Við vorum búnir að spila tvo leiki og markvarslan var ekki góð. Ég vildi breyta einhverju og ákvað að vera í stuttbuxum,“ sagði Grétar sem segir að það hafi tekið tíma að fá það í gegn að spila í stuttbuxum en ekki síðbuxum. „Það gekk miklu betur í stuttbuxum. Ég hef alveg spilað aftur í síðbuxum en er búinn að sætta mig við að það gengur betur í stuttbuxum,“ sagði Grétar en af hverju er betra að vera í stuttbuxum? „Maður er léttari á sér og það er léttara að komast í gang. Þegar boltinn smellur í löppunum kveikir það á manni,“ sagði Grétar sem er ekki enn byrjaður að spila í stuttbuxum í Olís-deildinni en hann segir kuldann helstu fyrirstöðuna. Þessi efnilegi markmaður útilokar þó ekki að áhorfendur fái að sjá hann í stuttbuxunum í vetur.
Handbolti Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Í beinni: Liverpool - Brighton | Reyna að lægja öldurnar í ólgusjó Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Fleiri fréttir Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Haukar - KA/Þór | Tvö lið sem ætla að enda taphrinu Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Sjá meira