Vanvirðing við líf, vanvirðing við sögu þjóðar Þórður Áskell Magnússon skrifar 13. ágúst 2015 12:00 Árið 2015 erum við Íslendingar að senda okkar minnstu báta á sjó til strandveiða. Margir þessara báta eru smábátar í fyllstu merkingu þess orðs. Sumir hverjir eru lítið annað en þvottabali með utanborðsmótor. Þetta er eini bátaflokkur Íslands sem stundar ólympískar veiðar, veiðar þar sem hver bátur er í beinharðri samkeppni við næsta bát. Veiðar þar sem róðralag er ákveðið í ráðuneytinu. Og við sem búum úti á landi þurfum að horfa á eftir bátunum okkar, pínulitlum skeljum, æða út í veður sem undir venjulegum kringumstæðum enginn færi út í. Það er því miður ekki spurning um hvort eða hvenær af þessu hlýst mikill skaði. Spurningin er bara sú hversu mörg mannslíf þetta mun kosta. Sjórinn hefur tekið mörg líf við Íslandsstrendur í gegnum tíðina. Og það er dónaskapur við sögu þjóðarinnar að storka því að óþörfu. Strandveiðar er hægt að setja í ótal aðrar myndir, til dæmis að hver bátur hafi 15-20-25 daga sem hann velur sjálfur svo dæmi sé tekið. Þannig yrði líklega verð á afurðunum hærra þar sem veiðarnar dreifðust betur. Og við ættum að vita það sem þjóð að við storkum ekki þessum náttúruöflum að óþörfu. Þegar þetta er skrifað horfi ég út um gluggann og við mér blasir stinningskaldi. Jafnvel allhvass. Að senda okkar smæstu báta út í slíkt veður í ólympíska samkeppni er óvirðing við sögu okkar þjóðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Árið 2015 erum við Íslendingar að senda okkar minnstu báta á sjó til strandveiða. Margir þessara báta eru smábátar í fyllstu merkingu þess orðs. Sumir hverjir eru lítið annað en þvottabali með utanborðsmótor. Þetta er eini bátaflokkur Íslands sem stundar ólympískar veiðar, veiðar þar sem hver bátur er í beinharðri samkeppni við næsta bát. Veiðar þar sem róðralag er ákveðið í ráðuneytinu. Og við sem búum úti á landi þurfum að horfa á eftir bátunum okkar, pínulitlum skeljum, æða út í veður sem undir venjulegum kringumstæðum enginn færi út í. Það er því miður ekki spurning um hvort eða hvenær af þessu hlýst mikill skaði. Spurningin er bara sú hversu mörg mannslíf þetta mun kosta. Sjórinn hefur tekið mörg líf við Íslandsstrendur í gegnum tíðina. Og það er dónaskapur við sögu þjóðarinnar að storka því að óþörfu. Strandveiðar er hægt að setja í ótal aðrar myndir, til dæmis að hver bátur hafi 15-20-25 daga sem hann velur sjálfur svo dæmi sé tekið. Þannig yrði líklega verð á afurðunum hærra þar sem veiðarnar dreifðust betur. Og við ættum að vita það sem þjóð að við storkum ekki þessum náttúruöflum að óþörfu. Þegar þetta er skrifað horfi ég út um gluggann og við mér blasir stinningskaldi. Jafnvel allhvass. Að senda okkar smæstu báta út í slíkt veður í ólympíska samkeppni er óvirðing við sögu okkar þjóðar.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar