Innlent

Eldri borgarar fara fram á hækkun lífeyris

Atli Ísleifsson skrifar
Frá Hrafnistu. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Frá Hrafnistu. Myndin tengist fréttinni ekki beint. VísirPjetur
Kjaranefnd Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni hefur ítrekað fyrri samþykkt sína um að eldri borgarar fái jafnmikla hækkun lífeyris frá almannatryggingum og launafólk í Starfsgreinasambandinu og Flóabandalaginu fékk á launum sínum samkvæmt nýjum kjarasamningum.

„Með hliðsjón af þeirri samþykkt telur kjaranefndin, að eldri borgarar eigi að fá 30 þúsund króna hækkun á lífeyri sínum frá 1. maí sl. og hækkun lífeyris næstu 3 árin eigi að nema 28% eins og hjá verkafólki. Lífeyrir eldri borgara hækki í 300 þúsund krónur á mánuði á 3 árum. 8,9% hækkun á lífeyri næsta ár er of lítil og kemur of seint,“ segir í ályktun frá kjaranefnd félagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×