Bændur ósáttir við „Beint frá bónda“ í Bónus Aðalsteinn Kjartansson skrifar 13. maí 2015 12:20 „Að mínu mati eins beint frá bónda og hægt er að hugsa sér,“ segir framkvæmdastjóri Bónus. Vísir/GVA/Auðunn Bændur sem selja afurðir sínar undir merkjum „Beint frá býli“ eru óánægðir með notkun Bónus á merkingunni „Beint frá bónda“. Formaður samtakanna Beint frá býli segir að verið sé að blekkja neytendur. Framkvæmdastjóri Bónus segir að svínakjöt sé merkt með þessum hætti og að það komi beint frá bónda á Kjalarnesi.Eins og Arla og skyrið„Við lítum þetta mjög alvarlegum augum og í grunninn finnst mér þetta svipað og það sem Arla er að gera með skyrið í Bretlandi,“ segir Guðmundur Jón Guðmundsson, bóndi í Holtseli og formaður Beint frá býli. Þar vísar Guðmundur til umdeildra auglýsinga og markaðsefnis frá Arla þar sem gefið er í skyn eða sagt berum orðum að um íslenska vöru sé að ræða. Hið rétta er hins vegar að skyrið er framleitt í Þýskalandi af dönsku fyrirtæki. „Mér finnst verið að hafa neytendur að fífli,“ segir hann. „Menn eru að spila inn á falska ímynd.“ Guðmundur segist efins um að hinn almenni neytandi geri greinarmun á Beint frá býli og Beint frá bónda.Beina leið af KjalarnesiGuðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónus, segir í skriflegu svari til fréttastofu að einungis grísakjöt sem keypt sé af Geir Gunnari Geirssyni, grísabónda á Vallá á Kjalarnesi, séu merktar með þessum hætti. „Hann er með ræktun-slátrun-verkun á sinni hendi, allt milliliðalaust og að mínu mati eins beint frá bónda og hægt er að hugsa sér,“ segir Guðmundur. Geir Gunnar er framkvæmdastjóri Stjörnugríss, sem er stærsti svínakjötsframleiðandi á Íslandi, samkvæmt upplýsingum á síðu fyrirtækisins. Mest lesið Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Sjá meira
Bændur sem selja afurðir sínar undir merkjum „Beint frá býli“ eru óánægðir með notkun Bónus á merkingunni „Beint frá bónda“. Formaður samtakanna Beint frá býli segir að verið sé að blekkja neytendur. Framkvæmdastjóri Bónus segir að svínakjöt sé merkt með þessum hætti og að það komi beint frá bónda á Kjalarnesi.Eins og Arla og skyrið„Við lítum þetta mjög alvarlegum augum og í grunninn finnst mér þetta svipað og það sem Arla er að gera með skyrið í Bretlandi,“ segir Guðmundur Jón Guðmundsson, bóndi í Holtseli og formaður Beint frá býli. Þar vísar Guðmundur til umdeildra auglýsinga og markaðsefnis frá Arla þar sem gefið er í skyn eða sagt berum orðum að um íslenska vöru sé að ræða. Hið rétta er hins vegar að skyrið er framleitt í Þýskalandi af dönsku fyrirtæki. „Mér finnst verið að hafa neytendur að fífli,“ segir hann. „Menn eru að spila inn á falska ímynd.“ Guðmundur segist efins um að hinn almenni neytandi geri greinarmun á Beint frá býli og Beint frá bónda.Beina leið af KjalarnesiGuðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónus, segir í skriflegu svari til fréttastofu að einungis grísakjöt sem keypt sé af Geir Gunnari Geirssyni, grísabónda á Vallá á Kjalarnesi, séu merktar með þessum hætti. „Hann er með ræktun-slátrun-verkun á sinni hendi, allt milliliðalaust og að mínu mati eins beint frá bónda og hægt er að hugsa sér,“ segir Guðmundur. Geir Gunnar er framkvæmdastjóri Stjörnugríss, sem er stærsti svínakjötsframleiðandi á Íslandi, samkvæmt upplýsingum á síðu fyrirtækisins.
Mest lesið Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Sjá meira