Innlent

Fjórir óbólusettir greinast með hettusótt

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar
Byrjað var að bólusetja gegn sjúkdómnum hér á landi árið 1989
Byrjað var að bólusetja gegn sjúkdómnum hér á landi árið 1989 Vísir/Vilhelm
Fjórir hafa greinst með hettusótt hér á landi á síðustu tveimur vikum. Þetta kemur fram á heimasíðu Landlæknisembættisins. Allt er þetta fullorðið fólk sem er óbólusett og búsett á suðvesturhorni landsins.

Hettusótt er mjög smitandi veirusýking. Hún leggst oftar á börn en fullorðna. Hettusótt er yfirleitt hættulaus og gengur fljótt yfir en hún er þekkt fyrir að valda alvarlegum fylgikvillum sérstaklega hjá unglingum og fullorðnum.

Byrjað var að bólusetja gegn sjúkdómnum hér á landi árið 1989 og hefur nánast tekist að útrýma sjúkdómnum. Þó kom upp faraldur hér á landi á árunum 2005 til 2006 þegar 113 manns greindust með hettusótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×