Innlent

Rifjaði upp reglur um hreinlæti í sundlaugum eftir skrif Jónínu Ben

Birgir Olgeirsson skrifar
Facebook-skrif Detoxe-drottningarinnar Jónínu Benediktsdóttur urðu til þess að þáttastjórnendur Reykjavíkur síðdegis tóku sig til og hringdu í Steinþór Einarsson hjá frístundasviði borgarinnar og spurðu hann hverjar reglurnar eru um klæðaburð sundlaugargesta.

Jónína hafði spurt Facebook-vini sína hvort íslenskri konu hefði verið hleypt í sund í upphlut eftir að hún hafði séð konu í sundi í Reykjavík sem var klædd í síðar buxur, síðerma kjól og með slæðu um höfuðið.

Jónína sagðist ekki vilja fara út í trúarbragða umræðuna en sagðist vera spurn hvort Íslendingar ætli á sömu braut og Svíar gera og tvöfalda klórmagnið í sundlaugum. Pressan fjallaði um málið í morgun.

Hvað finnst ykkur ? Í sundinu áðan var kona í pottinum í síðum buxum og síðerma kjól með slæðu um höfuðið. Ekki vil ég...

Posted by Jónína Ben on Monday, May 11, 2015
Steinþór benti þáttastjórnendum á að kröfur sundlauga Reykjavíkur væru þær að sundlaugargestir séu í hreinum sundfatnaði og baði sig áður en þeir fara til laugar. Hann sagði þann fatnað sem Jónína Ben lýsti vera til sem sundfatnað og þá sé það eina krafa Reykjavíkurborgar að hann sé hreinn áður en farið sé til laugar.

„Við höfum heyrt af því að það er í einhverjum mæli sem fólk kemur í slíkum sundfatnaði og þá er fylgst með því að viðkomandi þrífi sig áður en hann fer til laugarinnar og sé í hreinum sundfatnaði, það eru reglurnar sem gilda.“

Sjá einnig:Ég stoppaði konur sem fóru þurrar út og sagði þeim að þær þyrftu að baða sig

Hann sagði Íslendinga öðruvísi reglur en aðrar þjóðir. Á Íslandi sé mikil áhersla lögð á hreinlæti.

„En hins vegar eru ýmsar þjóðir þar sem menningin er þannig að ekki er baðað sig í kringum aðra,“ sagði Steinþór en benti á að Reykjavíkurborg hafi lagst í breytingar á búningsklefum sundlauganna á þann hátt komin eru skilrúm fyrir þá sem vilja ekki baða sig í kringum annað fólk.

Hann sagði þessar hreinlætiskröfur verða til þess að hægt er að nota minni klór í laugarnar en annars þyrfti.


Tengdar fréttir

Pissað í sturtu

Hefur þú pissað í sturtu? Ekki? Það er lífsins nauðsyn að þú lesir áfram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×