Innlent

Fyrsti þáttur Bresta í heild sinni: Kvenkynsgerendur kynferðisofbeldis

Kjartan Hreinn Njálsson skrifar
Örfáar tíðnirannsóknir hafa verið gerðar hér á landi til að meta umfang kynferðislegs ofbeldis gagnart börnum. Engu að síður áætla fræðimenn að um sautján prósent barna hafi verið beitt slíku ofbeldi fyrir átján ára aldur. Talið er að konur séu gerendur í sjö prósent tilfella.

Í fyrsta þætti nýrrar þáttaraðar Bresta, sem var til sýningar á Stöð 2 í kvöld, voru kvenkyns gerendur, þolendur þeirra og aðstandendur þolenda til umfjöllunar.

Kynferðislegt ofbeldi, þar sem gerandinn var kona, var talið svo sjaldgæft að lengi vel var litið framhjá því af vísindasamfélaginu.

Ingólfur Harðarson frumkvöðlafræðingur hefur árum saman aðstoðað karla við að vinna úr reynslu sinni af kynferðislegu ofbeldi.

„Þetta er ákveðin þöggun,“ segir Ingólfur. „Og þetta viðheldur ástandinu. Kvenkyns gerendur geta í raun stundað þetta í þessari þöggun og fá frið til þess.“

Í meðfylgjandi myndbandi má sjá þáttinn í heild sinni. Taka ber fram að þessi fyrsti þáttur Bresta er birtur í heild sinni í kynningarskyni. 



Fleiri fréttir

Sjá meira


×