Sýna yfir helming verka en fá aðeins brot fjárins Sveinn Arnarsson skrifar 29. október 2015 07:00 Sviðslistir hafa skilað þjóðarbúinu miklum tekjum síðustu ár. Atvinnuleikurum við sjálfstæð leikhús hefur fjölgað mikið síðustu ár. Fréttablaðið/Pjetur Sjálfstæðu leikhúsin telja ekki jafnræðis gætt milli stóru leikhúsanna og sjálfstæðu leikhúsanna vítt og breitt um landið. Sjálfstæðu leikhúsin fá aðeins brot af þeim fjármunum sem stóru leikhúsin fá á fjárlögum ár hvert. Hafa þau óskað eftir að framlag til atvinnuleikhópa hækki um 36 prósent í næstu fjárlögum. Bandalag sjálfstæðra leikhúsa er samtök sjálfstætt starfandi atvinnufólks í sviðslistum. Hafa samtökin sent inn umsögn um fjárlagafrumvarpið til allsherjar- og menntamálanefndar. „Til marks um gæði sýninganna er vert að geta þess að síðastliðið leikár hlutu hópar innan SL helming allra tilnefninga til Grímunnar,“ segir í umsögn samtakanna. „Það er réttlætismál fyrir okkur sjálfstæðu leikhúsin að stærri hluti af fjármagni hins opinbera til sviðslista renni til sjálfstæðu leikhúsanna sem eru að gera mjög góða hluti. Nú er svo komið að sjálfstæðu leikhúsin frumsýna yfir helming allra verka á Íslandi á hverju ári og fá til sín þrjátíu prósent allra gesta en einungis átta prósent fjármagnsins sem rennur til sviðslista, það finnst okkur of lítill hluti af kökunni,“ segir Friðrik Friðriksson, framkvæmdastjóri sjálfstæðu leikhúsanna.Rakel Garðarsdóttir, framleiðandi hjá VesturportVigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, sagði nú unnið í því að taka saman umsagnir um fjárlagafrumvarpið og að ekki væri hægt á þessu stigi málsins að ræða einstakar umsagnir. „Þessi vinna er í meðförum nefndarinnar og við munum gefa okkur tíma í að fara yfir þær umsagnir sem berast,“ segir Vigdís Hauksdóttir. Sjálfstæðu leikhúsin telja lykilatriði að bæta rekstrarumhverfi sviðslistahópa, meðal annars með því að úthlutunum til sviðslista á Íslandi verði safnað saman á einn stað. Ekki hefur náðst það markmið að fjárframlög til sjálfstæðrar atvinnustarfsemi í leiklist séu í samræmi við styrkveitingar stofnanaleikhúsa eins og sjálfstæðu leikhúsin hafa viljað síðustu ár. Rakel Garðarsdóttir, framleiðandi hjá Vesturporti, segir sjálfstæðu leikhúsin ekki fá þá viðurkenningu sem þau eiga skilið. „Íslenskar sviðslistir hafa á síðustu árum skapað miklar útflutningstekjur fyrir þjóðarbúið. Við Hjá Vesturporti höfum flutt út leikverk og hugvit síðustu ár og hefur gengið mjög vel. Það væri óskandi ef sjálfstæðu leikhúsin fengju meiri hjálp frá hinu opinbera en raun ber vitni,“ segir Rakel. Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Sjálfstæðu leikhúsin telja ekki jafnræðis gætt milli stóru leikhúsanna og sjálfstæðu leikhúsanna vítt og breitt um landið. Sjálfstæðu leikhúsin fá aðeins brot af þeim fjármunum sem stóru leikhúsin fá á fjárlögum ár hvert. Hafa þau óskað eftir að framlag til atvinnuleikhópa hækki um 36 prósent í næstu fjárlögum. Bandalag sjálfstæðra leikhúsa er samtök sjálfstætt starfandi atvinnufólks í sviðslistum. Hafa samtökin sent inn umsögn um fjárlagafrumvarpið til allsherjar- og menntamálanefndar. „Til marks um gæði sýninganna er vert að geta þess að síðastliðið leikár hlutu hópar innan SL helming allra tilnefninga til Grímunnar,“ segir í umsögn samtakanna. „Það er réttlætismál fyrir okkur sjálfstæðu leikhúsin að stærri hluti af fjármagni hins opinbera til sviðslista renni til sjálfstæðu leikhúsanna sem eru að gera mjög góða hluti. Nú er svo komið að sjálfstæðu leikhúsin frumsýna yfir helming allra verka á Íslandi á hverju ári og fá til sín þrjátíu prósent allra gesta en einungis átta prósent fjármagnsins sem rennur til sviðslista, það finnst okkur of lítill hluti af kökunni,“ segir Friðrik Friðriksson, framkvæmdastjóri sjálfstæðu leikhúsanna.Rakel Garðarsdóttir, framleiðandi hjá VesturportVigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, sagði nú unnið í því að taka saman umsagnir um fjárlagafrumvarpið og að ekki væri hægt á þessu stigi málsins að ræða einstakar umsagnir. „Þessi vinna er í meðförum nefndarinnar og við munum gefa okkur tíma í að fara yfir þær umsagnir sem berast,“ segir Vigdís Hauksdóttir. Sjálfstæðu leikhúsin telja lykilatriði að bæta rekstrarumhverfi sviðslistahópa, meðal annars með því að úthlutunum til sviðslista á Íslandi verði safnað saman á einn stað. Ekki hefur náðst það markmið að fjárframlög til sjálfstæðrar atvinnustarfsemi í leiklist séu í samræmi við styrkveitingar stofnanaleikhúsa eins og sjálfstæðu leikhúsin hafa viljað síðustu ár. Rakel Garðarsdóttir, framleiðandi hjá Vesturporti, segir sjálfstæðu leikhúsin ekki fá þá viðurkenningu sem þau eiga skilið. „Íslenskar sviðslistir hafa á síðustu árum skapað miklar útflutningstekjur fyrir þjóðarbúið. Við Hjá Vesturporti höfum flutt út leikverk og hugvit síðustu ár og hefur gengið mjög vel. Það væri óskandi ef sjálfstæðu leikhúsin fengju meiri hjálp frá hinu opinbera en raun ber vitni,“ segir Rakel.
Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent