Hnífur stakkst í læri sjómanns eftir ranga tilsögn Jóhann Óli Eiðsson skrifar 29. október 2015 21:40 Nýliðafræðslu var ábótavant um borð í Ásbirni RE-050. vísir/gva Rannsóknarnefnd sjóslysa lýsir furðu sinni á því að nýliða á skipinu Ásbirni RE-050 hafi ekki verið leiðbeint á þann hátt er gert er ráð fyrir í 8. gr. sjómannalaga nr. 35/1985. Nefndin hefur skilað skýrslu vegna atviks sem átti sér stað um borð í skipinu þann 8. mars síðastliðinn. Skipið var á veiðum á suðvestur miðum í allhvössum vindi en ölduhæð var um sex metrar. Skipverjar voru að störfum á trollþilfari er hnífur eins þeirra, sem hann hafði í vasa sínum, stakkst djúpt í læri hans. Talsvert blæddi úr sárinu og var þyrla Landhelgisgæslunnar send til skipsins en hún gat ekki athafnað sig sökum veðurs. Var því siglt með hann til Helguvíkur. Skipverjinn hafði fengið hníf fyrsta dag sinn um borð en týnt honum þar sem hann hafði ekki hulstur um hann. Yfirmenn hans sögðu honum þá að finna sér nýjan og geyma hann í vasanum sem hann gerði eftir nokkur mótmæli. Hnífurinn var ætlaður til að vinna með í netum og fyrir mistök hafði láðst að brjóta oddinn af honum. Fram kemur í skýrslunni að enginn sérstök nýliðafræðsla sé um borð heldur sé mönnum aðeins sagt til. Ásbjörn RE-050 er 652 brúttótonna ístogari í eigu HB Granda. Að skilaði rannsóknarnefndin tveimur skýrslum er varða Selfoss, skip Eimskips. Í öðru þeirra hafði skipverji fallið þegar laus álstigi sem hann stóð í rann til á skipinu. Reyndist skipverjinn óbrotinn og vinnufær en þeirri ábendingu er beint til sjómanna að nota ekki lausa stiga um borð í skipum. Í hinu tilvikinu fótbrotnaði skipverji þegar hann steig á lausa þvingu með þeim afleiðingum að hann féll niður á þilfar. Tengdar fréttir Stærstu sjávarútvegsfyrirtækin högnuðust um 22 milljarða í fyrra Samherji, Síldarvinnslan og HB Grandi segja horfur á uppsjávarmarkaði erfiðar í kjölfar innflutningsbanns Rússa en tugmilljarða fjárfestingar eru fram undan hjá fyrirtækjunum. 29. ágúst 2015 07:00 Drukkinn skipstjóri sýknaður af ölvunarsiglingu Skipstjóri Ásbjarnar RE-50 var sýknaður af því að stýra skipinu drukkinn í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Skipstjórinn kom til lands í janúar síðastliðnum og var þá verulega drukkinn. Hann viðurkenndi að hann hefði drukkið rauðvínsglas og nokkra bjóra. Það hefði hann hinsvegar gert eftir að 1. stýrimaður tók við stjórn skipsins. 21. október 2009 15:50 HB Grandi semur um þrjá nýja togara Síðastliðinn föstudag voru samningar um smíði þriggja nýrra ísfisktogara undirritaðir á skrifstofu HB Granda. Samningarnir hljóða upp á 43.950.000 EUR eða um 6,8 milljarða króna samtals. Áætlað er að fyrsta skipið afhendist í maí 2016, það næsta síðla árs 2016 og það þriðja vorið 2017. 1. september 2014 09:30 Ásbjörn fékk á sig brot og leki kom að Kafarar fundu orsök lekans og náðu að gera við til bráðabirgða. 21. september 2015 07:16 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Fleiri fréttir Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Sjá meira
Rannsóknarnefnd sjóslysa lýsir furðu sinni á því að nýliða á skipinu Ásbirni RE-050 hafi ekki verið leiðbeint á þann hátt er gert er ráð fyrir í 8. gr. sjómannalaga nr. 35/1985. Nefndin hefur skilað skýrslu vegna atviks sem átti sér stað um borð í skipinu þann 8. mars síðastliðinn. Skipið var á veiðum á suðvestur miðum í allhvössum vindi en ölduhæð var um sex metrar. Skipverjar voru að störfum á trollþilfari er hnífur eins þeirra, sem hann hafði í vasa sínum, stakkst djúpt í læri hans. Talsvert blæddi úr sárinu og var þyrla Landhelgisgæslunnar send til skipsins en hún gat ekki athafnað sig sökum veðurs. Var því siglt með hann til Helguvíkur. Skipverjinn hafði fengið hníf fyrsta dag sinn um borð en týnt honum þar sem hann hafði ekki hulstur um hann. Yfirmenn hans sögðu honum þá að finna sér nýjan og geyma hann í vasanum sem hann gerði eftir nokkur mótmæli. Hnífurinn var ætlaður til að vinna með í netum og fyrir mistök hafði láðst að brjóta oddinn af honum. Fram kemur í skýrslunni að enginn sérstök nýliðafræðsla sé um borð heldur sé mönnum aðeins sagt til. Ásbjörn RE-050 er 652 brúttótonna ístogari í eigu HB Granda. Að skilaði rannsóknarnefndin tveimur skýrslum er varða Selfoss, skip Eimskips. Í öðru þeirra hafði skipverji fallið þegar laus álstigi sem hann stóð í rann til á skipinu. Reyndist skipverjinn óbrotinn og vinnufær en þeirri ábendingu er beint til sjómanna að nota ekki lausa stiga um borð í skipum. Í hinu tilvikinu fótbrotnaði skipverji þegar hann steig á lausa þvingu með þeim afleiðingum að hann féll niður á þilfar.
Tengdar fréttir Stærstu sjávarútvegsfyrirtækin högnuðust um 22 milljarða í fyrra Samherji, Síldarvinnslan og HB Grandi segja horfur á uppsjávarmarkaði erfiðar í kjölfar innflutningsbanns Rússa en tugmilljarða fjárfestingar eru fram undan hjá fyrirtækjunum. 29. ágúst 2015 07:00 Drukkinn skipstjóri sýknaður af ölvunarsiglingu Skipstjóri Ásbjarnar RE-50 var sýknaður af því að stýra skipinu drukkinn í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Skipstjórinn kom til lands í janúar síðastliðnum og var þá verulega drukkinn. Hann viðurkenndi að hann hefði drukkið rauðvínsglas og nokkra bjóra. Það hefði hann hinsvegar gert eftir að 1. stýrimaður tók við stjórn skipsins. 21. október 2009 15:50 HB Grandi semur um þrjá nýja togara Síðastliðinn föstudag voru samningar um smíði þriggja nýrra ísfisktogara undirritaðir á skrifstofu HB Granda. Samningarnir hljóða upp á 43.950.000 EUR eða um 6,8 milljarða króna samtals. Áætlað er að fyrsta skipið afhendist í maí 2016, það næsta síðla árs 2016 og það þriðja vorið 2017. 1. september 2014 09:30 Ásbjörn fékk á sig brot og leki kom að Kafarar fundu orsök lekans og náðu að gera við til bráðabirgða. 21. september 2015 07:16 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Fleiri fréttir Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Sjá meira
Stærstu sjávarútvegsfyrirtækin högnuðust um 22 milljarða í fyrra Samherji, Síldarvinnslan og HB Grandi segja horfur á uppsjávarmarkaði erfiðar í kjölfar innflutningsbanns Rússa en tugmilljarða fjárfestingar eru fram undan hjá fyrirtækjunum. 29. ágúst 2015 07:00
Drukkinn skipstjóri sýknaður af ölvunarsiglingu Skipstjóri Ásbjarnar RE-50 var sýknaður af því að stýra skipinu drukkinn í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Skipstjórinn kom til lands í janúar síðastliðnum og var þá verulega drukkinn. Hann viðurkenndi að hann hefði drukkið rauðvínsglas og nokkra bjóra. Það hefði hann hinsvegar gert eftir að 1. stýrimaður tók við stjórn skipsins. 21. október 2009 15:50
HB Grandi semur um þrjá nýja togara Síðastliðinn föstudag voru samningar um smíði þriggja nýrra ísfisktogara undirritaðir á skrifstofu HB Granda. Samningarnir hljóða upp á 43.950.000 EUR eða um 6,8 milljarða króna samtals. Áætlað er að fyrsta skipið afhendist í maí 2016, það næsta síðla árs 2016 og það þriðja vorið 2017. 1. september 2014 09:30
Ásbjörn fékk á sig brot og leki kom að Kafarar fundu orsök lekans og náðu að gera við til bráðabirgða. 21. september 2015 07:16