María Ólafs bregður sér í gervi Sollu stirðu Kjartan Atli Kjartansson skrifar 14. ágúst 2015 07:00 Söngkonan María Ólafsdóttir kann vel við sig í bleika búningnum sem einkennir Sollu stirðu. vísir/pjetur „Mér finnst mjög skemmtilegt og mikill að heiður að fá að hoppa inn í þetta hlutverk Sollu stirðu,“ segir söngkonan María Ólafsdóttir, sem bregður sér í hlutverk Sollu stirðu úr Latabæ á næstunni. Maríu þekkja flestir eftir að hún söng fyrir Íslands hönd í Eurovision síðastliðið vor. Þar sem báðar stúlkurnar sem leikið hafa Sollu undanfarin ár, þær Unnur Eggertsdóttir og Melkorka Davíðsdóttir Pitt, eru staddar erlendis, mun María bregða sér í búning Sollu. „Það er ótrúlega gaman að fá að takast á við þetta krefjandi hlutverk sem Solla stirða er. Þetta er persóna sem allir þekkja og börnin líta upp til og ég er mjög spennt,“ bætir María við. Hún er þó alls enginn nýgræðingur þegar kemur að leiklistinni því hún lék Ronju Ræningjadóttur í uppfærslu Leikfélags Mosfellsbæjar fyrir skömmu, en sýningin var jafnframt valin athyglisverðasta áhugasýning leikársins á vorþingi Bandalags íslenskra listamanna og var af því tilefni sett upp á Stóra sviðinu í Þjóðleikhúsinu. Þá hefur hún einnig leikið í sýningum á borð við Söngvaseið í Borgarleikhúsinu, Skilaboðaskjóðunni í Þjóðleikhúsinu, Michael Jackson-sýningu á Broadway, ásamt því að hafa leikið í fjölda nemendasýninga í Verzlunarskóla Íslands. „Ronja var mjög góður undirbúningur fyrir Sollu. Þær eru báðar svolítið ofvirkar og lífsglaðar týpur þó svo Solla sé heldur kurteisari,“ segir María og hlær. Hún þreytir frumraun sína sem Solla stirða í Stykkishólmi um helgina og þá mun hún einnig skemmta krökkum í hlutverki Sollu í Latabæjarmaraþoninu á Menningardag. „Ef vel gengur þá er aldrei að vita nema maður fái að halda áfram í hlutverki Sollu stirðu í framtíðinni,“ segir María full tilhlökkunar. Mest lesið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Gítarleikari The Cure er látinn Lífið Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið Fleiri fréttir Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Sjá meira
„Mér finnst mjög skemmtilegt og mikill að heiður að fá að hoppa inn í þetta hlutverk Sollu stirðu,“ segir söngkonan María Ólafsdóttir, sem bregður sér í hlutverk Sollu stirðu úr Latabæ á næstunni. Maríu þekkja flestir eftir að hún söng fyrir Íslands hönd í Eurovision síðastliðið vor. Þar sem báðar stúlkurnar sem leikið hafa Sollu undanfarin ár, þær Unnur Eggertsdóttir og Melkorka Davíðsdóttir Pitt, eru staddar erlendis, mun María bregða sér í búning Sollu. „Það er ótrúlega gaman að fá að takast á við þetta krefjandi hlutverk sem Solla stirða er. Þetta er persóna sem allir þekkja og börnin líta upp til og ég er mjög spennt,“ bætir María við. Hún er þó alls enginn nýgræðingur þegar kemur að leiklistinni því hún lék Ronju Ræningjadóttur í uppfærslu Leikfélags Mosfellsbæjar fyrir skömmu, en sýningin var jafnframt valin athyglisverðasta áhugasýning leikársins á vorþingi Bandalags íslenskra listamanna og var af því tilefni sett upp á Stóra sviðinu í Þjóðleikhúsinu. Þá hefur hún einnig leikið í sýningum á borð við Söngvaseið í Borgarleikhúsinu, Skilaboðaskjóðunni í Þjóðleikhúsinu, Michael Jackson-sýningu á Broadway, ásamt því að hafa leikið í fjölda nemendasýninga í Verzlunarskóla Íslands. „Ronja var mjög góður undirbúningur fyrir Sollu. Þær eru báðar svolítið ofvirkar og lífsglaðar týpur þó svo Solla sé heldur kurteisari,“ segir María og hlær. Hún þreytir frumraun sína sem Solla stirða í Stykkishólmi um helgina og þá mun hún einnig skemmta krökkum í hlutverki Sollu í Latabæjarmaraþoninu á Menningardag. „Ef vel gengur þá er aldrei að vita nema maður fái að halda áfram í hlutverki Sollu stirðu í framtíðinni,“ segir María full tilhlökkunar.
Mest lesið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Gítarleikari The Cure er látinn Lífið Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið Fleiri fréttir Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið