Fögnum fjölbreytileikanum – Uppfærum námsefnið! Rakel Sölvadóttir skrifar 12. ágúst 2015 10:00 Fordómar eru að mestu lærð hegðun og háð fjölskyldu, félögum og félagslegu umhverfi hvers og eins. Rannsóknir hafa sýnt fram á að börn byrja að móta fordóma milli þriggja og sex ára aldurs. Ung börn fylgja hegðun og atferli eftir því hvað umhverfið gefur af sér. Þau gera að sínu eigin það sem þau heyra og/eða sjá án þess í raun og veru að skilja af hverju. Þetta gera þau ósjálfrátt til að þóknast þeim sem veita þeim öryggi og umönnun, meðal annars foreldrum, umsjónaraðilum og kennurum. Leik- og grunnskólar eru mikilvægur vettvangur í þessari fræðslu og mótun hugsunarháttar og mats einstaklings á umhverfinu. Í leik- og grunnskólunum fer fram mikilvæg félagsmótun sem hefur mikið að segja um það hvort einstaklingarnir mótist við þröngsýni, fordóma og afmyndun raunveruleikans eða við raunverulegar staðreyndir. Kennarar þurfa hins vegar að vera vel í stakk búnir, hafa aðgengi að fjölbreyttu námsefni og vera búnir að fara í gegnum eigin fordóma. Þegar ég var að stíga mín fyrstu skref „út úr skápnum“ fyrir 10 árum hafði ég áhyggjur af því að börnin mín tvö myndu ekki njóta sömu lífsgæða og önnur börn sökum fordóma. Þau voru þá bæði á leikskóla og ein af þeim fáu sem áttu samkynhneigt foreldri. Ég spurðist fyrir um aðgengi barnanna á leikskólanum að fræðslu og/eða námsgögnum sem vörðuðu fjölbreytileikann í þjóðfélaginu en þar var því miður ekkert að finna. Tíu árum síðar erum við því miður á svipuðum stað hvað námsefni varðar. Sorglegt en satt! Þó framfarir hafi verið í viðhorfi á Íslandi gætir enn mikillar mismununar minnihlutahópa líkt og fram kom í könnun sem gerð var fyrir félags- og tryggingamálaráðuneyti Íslands árið 2012 um viðhorf til mismununar. Helstu niðurstöður voru þær að 57,7% (56,9% árið 2009) svarenda töldu að fólki væri mismunað eða það áreitt vegna kynþáttar eða þjóðernis, 46,9% (35,9% 2009) vegna fötlunar eða örorku og 40,3% (41,4% 2009) vegna samkynhneigðar eða tvíkynhneigðar. Við eigum sem sagt langt í land enn! Sýnt hefur verið fram á að með fræðslu og jákvæðum fyrirmyndum sé hægt að draga úr fordómum. Einnig hafa samskipti við einstaklinga úr minnihlutahópum dregið úr neikvæðri ímynd þess hóps. Þar sem það er mismunandi hversu mikil fjölbreytni er í barnahópum innan skólanna þarf að nýta sér aðrar leiðir til að ná til sem flestra þátta. Er ekki kominn tími á að uppfæra námsefni leik- og grunnskóla? Er ekki kominn tími á að sýna fjölbreyttara fjölskyldumynstur í námsefninu? Ætlum við að halda áfram að hafa bara stöðluðu hvítu fjölskylduna sýnilega – ljóshærð móðir, dökkhærður faðir, ljóshærð dóttir með sítt hár og sonurinn dökkhærður með stutt hár? Fögnum fjölbreytileikanum og brjótum niður þá múra sem settir hafa verið um námsefni á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Fordómar eru að mestu lærð hegðun og háð fjölskyldu, félögum og félagslegu umhverfi hvers og eins. Rannsóknir hafa sýnt fram á að börn byrja að móta fordóma milli þriggja og sex ára aldurs. Ung börn fylgja hegðun og atferli eftir því hvað umhverfið gefur af sér. Þau gera að sínu eigin það sem þau heyra og/eða sjá án þess í raun og veru að skilja af hverju. Þetta gera þau ósjálfrátt til að þóknast þeim sem veita þeim öryggi og umönnun, meðal annars foreldrum, umsjónaraðilum og kennurum. Leik- og grunnskólar eru mikilvægur vettvangur í þessari fræðslu og mótun hugsunarháttar og mats einstaklings á umhverfinu. Í leik- og grunnskólunum fer fram mikilvæg félagsmótun sem hefur mikið að segja um það hvort einstaklingarnir mótist við þröngsýni, fordóma og afmyndun raunveruleikans eða við raunverulegar staðreyndir. Kennarar þurfa hins vegar að vera vel í stakk búnir, hafa aðgengi að fjölbreyttu námsefni og vera búnir að fara í gegnum eigin fordóma. Þegar ég var að stíga mín fyrstu skref „út úr skápnum“ fyrir 10 árum hafði ég áhyggjur af því að börnin mín tvö myndu ekki njóta sömu lífsgæða og önnur börn sökum fordóma. Þau voru þá bæði á leikskóla og ein af þeim fáu sem áttu samkynhneigt foreldri. Ég spurðist fyrir um aðgengi barnanna á leikskólanum að fræðslu og/eða námsgögnum sem vörðuðu fjölbreytileikann í þjóðfélaginu en þar var því miður ekkert að finna. Tíu árum síðar erum við því miður á svipuðum stað hvað námsefni varðar. Sorglegt en satt! Þó framfarir hafi verið í viðhorfi á Íslandi gætir enn mikillar mismununar minnihlutahópa líkt og fram kom í könnun sem gerð var fyrir félags- og tryggingamálaráðuneyti Íslands árið 2012 um viðhorf til mismununar. Helstu niðurstöður voru þær að 57,7% (56,9% árið 2009) svarenda töldu að fólki væri mismunað eða það áreitt vegna kynþáttar eða þjóðernis, 46,9% (35,9% 2009) vegna fötlunar eða örorku og 40,3% (41,4% 2009) vegna samkynhneigðar eða tvíkynhneigðar. Við eigum sem sagt langt í land enn! Sýnt hefur verið fram á að með fræðslu og jákvæðum fyrirmyndum sé hægt að draga úr fordómum. Einnig hafa samskipti við einstaklinga úr minnihlutahópum dregið úr neikvæðri ímynd þess hóps. Þar sem það er mismunandi hversu mikil fjölbreytni er í barnahópum innan skólanna þarf að nýta sér aðrar leiðir til að ná til sem flestra þátta. Er ekki kominn tími á að uppfæra námsefni leik- og grunnskóla? Er ekki kominn tími á að sýna fjölbreyttara fjölskyldumynstur í námsefninu? Ætlum við að halda áfram að hafa bara stöðluðu hvítu fjölskylduna sýnilega – ljóshærð móðir, dökkhærður faðir, ljóshærð dóttir með sítt hár og sonurinn dökkhærður með stutt hár? Fögnum fjölbreytileikanum og brjótum niður þá múra sem settir hafa verið um námsefni á Íslandi.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar