Pabbi og Guð eru með mér Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 9. ágúst 2015 10:00 "Bátnum get ég treyst en vélinni ekki,“ segir Hilmar. Vísir/Stefán Karlsson Það er heppni og hamingja að hafa heilsu til að stunda sjóinn. Það eru ekkert margir á mínum aldri sem standa í því, þó þeir séu í mörgu öðru,“ segir hinn sjötíu og fimm ára Hilmar F. Thorarensen, fyrrverandi bankastarfsmaður, þegar hringt er í hann norður í Árneshrepp á Ströndum. Hann gerir út frá Norðurfirði á bátnum Hönnu sem smíðaður var fyrir aldamótin 1900 og er skráður 2,2 tonn. Hanna er elsti bátur á Íslandi með fiskveiðiheimild og líklega sá minnsti. Gæftir hafa verið afleitar í sumar því norðanáttin hefur verið stíf. Spurður hvort það sé ekki hættuspil að vera á svona bátskríli í brælu svarar Hilmar: „Ekki þegar pabbi og Guð eru með mér. Þeir sjá um mig en auðvitað verð ég líka að hugsa eitthvað sjálfur.“Hanna er elsti bátur Íslands með fiskveiðiheimild, smíðuð fyrir aldamótin 1900, og að líkindum er hún líka sá minnsti.Mikið streðað í uppvextinum Hilmar er ættaður frá Gjögri í föðurætt og ólst þar upp við sjósókn og landbúnað, sonur Karls F. og Regínu Thorarensen sem margir muna eftir sem fréttaritara Morgunblaðsins og DV og fastagesti hjá Eiríki Jóns á Bylgjunni. „Mamma var dugleg að rífa kjaft og pabbi var duglegur að vinna,“ segir Hilmar glettnislega og heldur áfram á sömu nótum: „Axel á Gjögri, sem Ómar Ragnarsson gerði frægan, var föðurbróðir minn. Svo fann Ómar Gísla á Uppsölum og þá gleymdu allir Axel. Nú eru bæði Axel og Gísli farnir þannig að þá er ég pikkaður upp!“Hilmar er alinn upp við sjómennsku frá blautu barnsbeini. "Ég var ekki nema fjögurra eða fimm ára þegar ég veiddi fyrstu fiskana. Fór oft á sjóinn með pabba. Streðið hér á Ströndum snerist um sjóinn og rollurnar,“ segir hann.Vísir/StefánHilmar fæddist í Reykjavík 1940 og kom fyrst að Gjögri 1941. „Þá var stríð og hvatt til þess að konur og börn væru sem minnst í borginni, vegna hættu á loftárásum, þannig að ég átti mín fyrstu spor hér, ársgamall,“ lýsir hann. „Svo fluttu foreldrar mínir hingað 1942 og byggðu sér hús tveimur árum seinna. Pabbi var ketil- og plötusmiður og fékk vinnu við síldarverksmiðjuna á Djúpavík en reri líka til fiskjar. Við vorum með fáeinar ær og eina kú og þó bústofninn væri ekki stærri þá fylgdi honum mikið streð. Við þurftum til dæmis að sækja heyskap yfir Reykjarfjörðinn og inn í botn hans. Þar var slegið með orfi og ljá, rakað með hrífum og heyið sett í fangahnappa, bundið í bagga og borið niður í bát og siglt með það heim þar sem það var borið upp á land og þurrkað.“ Eftir að Hilmar fór í héraðsskóla 15 ára kveðst hann lítið hafa verið á Gjögri nema á vorin að sinna sauðburði og grásleppu.Rær á nítjándu aldar bát Hilmar segir ekki vitað hvenær báturinn hans var smíðaður en sannanlega hafi hann verið til árið 1899 og þá í eigu Guðmundar Jónssonar, sem kenndur var við Helgastaði í Reykjavík. „Vorið 1959 var báturinn úti í Örfirisey, illa farinn en keyptur norður að Gjögri til að nýta úr honum vélina í annan bát, Víganes. Pabbi var fenginn til að færa vélina milli báta og fékk að hirða þennan að launum, gerði hann upp og hækkaði um eitt borð og var kominn á sjó á honum um haustið,“ lýsir Hilmar sem hefur róið á Hönnu í sumarfríum síðustu 30-40 ár. Á Gjögri 1959. Ragnar Ásgeirsson ráðunautur á tali við Karl sem er að gera upp bátinn. Regína fylgist með og leggur eflaust orð í belg.Mynd/Tryggvi SamúelssonHann fékk Hafliða Aðalsteinsson frá Hvallátrum á Breiðafirði til að smíða hana nánast upp á nýtt árið 2010 og hrósar Hafliða í hástert, segir hann hörkuduglegan, verklaginn, úrræðagóðan og alltaf í góðu skapi. Nýja vélin hafi hins vegar bilað og ekki staðið undir væntingum og samskiptin við seljandann valdið honum vonbrigðum. „Bátnum get ég treyst en vélinni ekki,“ segir hann.Sjálfur hefur Hilmar verið mammonsþjónn mest af sinni starfsævi, að eigin sögn, og eftir nám við Samvinnuskólann unnið við bankastofnanir, lengst í Landsbankanum á Eskifirði. En í sumar er hann á strandveiðum og hefur landað 12.818 kílóum af fiski í 27 róðrum. Nú heyrist kallað í Hilmar að heiman, það er eiginkonan, Ingigerður Þorsteinsdóttir, sem hann kveðst hafa verið kvæntur í 44 ár. „Það telst góð ending eins og á Hönnu,“ segir hann hlæjandi. „Ingigerður er ættuð héðan úr hreppnum, dóttir séra Þorsteins Björnssonar fríkirkjuprests og Sigurrósar Torfadóttur, þau áttu sjö stráka og eina stelpu og gerðu það ábyggilega bara fyrir mig að eignast stelpuna.“ Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Sjá meira
Það er heppni og hamingja að hafa heilsu til að stunda sjóinn. Það eru ekkert margir á mínum aldri sem standa í því, þó þeir séu í mörgu öðru,“ segir hinn sjötíu og fimm ára Hilmar F. Thorarensen, fyrrverandi bankastarfsmaður, þegar hringt er í hann norður í Árneshrepp á Ströndum. Hann gerir út frá Norðurfirði á bátnum Hönnu sem smíðaður var fyrir aldamótin 1900 og er skráður 2,2 tonn. Hanna er elsti bátur á Íslandi með fiskveiðiheimild og líklega sá minnsti. Gæftir hafa verið afleitar í sumar því norðanáttin hefur verið stíf. Spurður hvort það sé ekki hættuspil að vera á svona bátskríli í brælu svarar Hilmar: „Ekki þegar pabbi og Guð eru með mér. Þeir sjá um mig en auðvitað verð ég líka að hugsa eitthvað sjálfur.“Hanna er elsti bátur Íslands með fiskveiðiheimild, smíðuð fyrir aldamótin 1900, og að líkindum er hún líka sá minnsti.Mikið streðað í uppvextinum Hilmar er ættaður frá Gjögri í föðurætt og ólst þar upp við sjósókn og landbúnað, sonur Karls F. og Regínu Thorarensen sem margir muna eftir sem fréttaritara Morgunblaðsins og DV og fastagesti hjá Eiríki Jóns á Bylgjunni. „Mamma var dugleg að rífa kjaft og pabbi var duglegur að vinna,“ segir Hilmar glettnislega og heldur áfram á sömu nótum: „Axel á Gjögri, sem Ómar Ragnarsson gerði frægan, var föðurbróðir minn. Svo fann Ómar Gísla á Uppsölum og þá gleymdu allir Axel. Nú eru bæði Axel og Gísli farnir þannig að þá er ég pikkaður upp!“Hilmar er alinn upp við sjómennsku frá blautu barnsbeini. "Ég var ekki nema fjögurra eða fimm ára þegar ég veiddi fyrstu fiskana. Fór oft á sjóinn með pabba. Streðið hér á Ströndum snerist um sjóinn og rollurnar,“ segir hann.Vísir/StefánHilmar fæddist í Reykjavík 1940 og kom fyrst að Gjögri 1941. „Þá var stríð og hvatt til þess að konur og börn væru sem minnst í borginni, vegna hættu á loftárásum, þannig að ég átti mín fyrstu spor hér, ársgamall,“ lýsir hann. „Svo fluttu foreldrar mínir hingað 1942 og byggðu sér hús tveimur árum seinna. Pabbi var ketil- og plötusmiður og fékk vinnu við síldarverksmiðjuna á Djúpavík en reri líka til fiskjar. Við vorum með fáeinar ær og eina kú og þó bústofninn væri ekki stærri þá fylgdi honum mikið streð. Við þurftum til dæmis að sækja heyskap yfir Reykjarfjörðinn og inn í botn hans. Þar var slegið með orfi og ljá, rakað með hrífum og heyið sett í fangahnappa, bundið í bagga og borið niður í bát og siglt með það heim þar sem það var borið upp á land og þurrkað.“ Eftir að Hilmar fór í héraðsskóla 15 ára kveðst hann lítið hafa verið á Gjögri nema á vorin að sinna sauðburði og grásleppu.Rær á nítjándu aldar bát Hilmar segir ekki vitað hvenær báturinn hans var smíðaður en sannanlega hafi hann verið til árið 1899 og þá í eigu Guðmundar Jónssonar, sem kenndur var við Helgastaði í Reykjavík. „Vorið 1959 var báturinn úti í Örfirisey, illa farinn en keyptur norður að Gjögri til að nýta úr honum vélina í annan bát, Víganes. Pabbi var fenginn til að færa vélina milli báta og fékk að hirða þennan að launum, gerði hann upp og hækkaði um eitt borð og var kominn á sjó á honum um haustið,“ lýsir Hilmar sem hefur róið á Hönnu í sumarfríum síðustu 30-40 ár. Á Gjögri 1959. Ragnar Ásgeirsson ráðunautur á tali við Karl sem er að gera upp bátinn. Regína fylgist með og leggur eflaust orð í belg.Mynd/Tryggvi SamúelssonHann fékk Hafliða Aðalsteinsson frá Hvallátrum á Breiðafirði til að smíða hana nánast upp á nýtt árið 2010 og hrósar Hafliða í hástert, segir hann hörkuduglegan, verklaginn, úrræðagóðan og alltaf í góðu skapi. Nýja vélin hafi hins vegar bilað og ekki staðið undir væntingum og samskiptin við seljandann valdið honum vonbrigðum. „Bátnum get ég treyst en vélinni ekki,“ segir hann.Sjálfur hefur Hilmar verið mammonsþjónn mest af sinni starfsævi, að eigin sögn, og eftir nám við Samvinnuskólann unnið við bankastofnanir, lengst í Landsbankanum á Eskifirði. En í sumar er hann á strandveiðum og hefur landað 12.818 kílóum af fiski í 27 róðrum. Nú heyrist kallað í Hilmar að heiman, það er eiginkonan, Ingigerður Þorsteinsdóttir, sem hann kveðst hafa verið kvæntur í 44 ár. „Það telst góð ending eins og á Hönnu,“ segir hann hlæjandi. „Ingigerður er ættuð héðan úr hreppnum, dóttir séra Þorsteins Björnssonar fríkirkjuprests og Sigurrósar Torfadóttur, þau áttu sjö stráka og eina stelpu og gerðu það ábyggilega bara fyrir mig að eignast stelpuna.“
Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Sjá meira