Skáli við Lækjargötu: Hugum að heildarmyndinni Orri Vésteinsson skrifar 8. ágúst 2015 07:00 Fundur skála frá víkingaöld við Lækjargötu í Reykjavík hefur vakið eftirtekt og umræður, meðal annars um hvort ástæða sé til að varðveita minjarnar en til stendur að byggja hótel á lóðinni. Í þessu efni eru ýmis álitamál sem brýnt er að umræða fari fram um áður en endanlegar ákvarðanir eru teknar um afdrif minjanna og nýtingu lóðarinnar. Fornleifar eru verðmæti sem njóta friðhelgi samkvæmt lögum. Lögin bjóða upp á þá málamiðlun að það megi leyfa framkvæmdaaðilum að láta fjarlægja fornleifar enda kosti þeir fullnaðarrannsókn á þeim fyrst. Þótt athafnaskáld kveinki sér stundum yfir þessu og leggi jafnvel til að almenningur borgi brúsann þá ríkir í aðalatriðum góð sátt um það eðlilega sjónarmið að sá sem vill fjarlægja fornleifar beri af því kostnaðinn. Fornleifarnar við Lækjargötu hafa legið þar óáreittar í þúsund ár og ábyrgð þeirra er mikil sem vilja fjarlægja þær.Fornleifar Orri Vésteinsson prófessor í fornleifafræðiÞað hefur því verið ánægjulegt að heyra þá sem þar vilja byggja tala í fjölmiðlum um möguleika á að nýta fornleifarnar með einhverjum hætti. Viðhorf eru að breytast og það færist í vöxt að litið sé á fornleifar sem tækifæri fremur en hindrun. Það er vel. Sá veikleiki er hins vegar í kerfi okkar að ábyrgð framkvæmdaaðila nær í reynd ekki út fyrir svæðið sem framkvæmdir þeirra takmarkast við. Fornleifar geta náð yfir fleiri en eina lóð og þegar þannig háttar til hefur viljað brenna við að byggingahlutar sem koma í ljós við framkvæmdir á einni lóð séu rannsakaðir og fjarlægðir án þess að hinir hlutarnir hafi verið kannaðir. Þannig geta bútar og brot horfið smátt og smátt án þess að hægt sé að gera sér grein fyrir heildarmyndinni fyrr en þeir eru allir horfnir. Það var ótrúlegt happ að skálinn við Aðalstræti skyldi rúmast allur innan framkvæmdasvæðisins þar og sú tilviljun olli því að gildi hans varð augljóst og óumdeilanlegt. Svo heppilegar eru aðstæður ekki við Lækjargötu. Þar hefur komið í ljós meirihluti skála með stærsta langeldi sem fundist hefur á Íslandi. Umtalsverður hluti þessa húss er utan við lóðina sem hótelið á að rísa á og gæti náð norður undir gangstétt og götu við Skólabrú. Um ástand leifanna á þessu svæði er ekkert vitað en þar liggur svarið við því hvort skálinn sé ef til vill einn sá lengsti sem fundist hefur á Íslandi. Það er vel mögulegt og ábyrgðarhluti að ákveða um varðveislu eða förgun án þess að afla þeirrar þekkingar. Minjavarsla í þéttbýli er þeim annmörkum háð að fornleifarnar virða ekki endilega lóðamörk og alltof oft hefur því verið sæst á að fornleifar séu fjarlægðar í brotum. Ef maður sér ekki heildina virðast brotin ekki svo mikilsverð og þá er auðvelt að ákveða að henda þeim. Við Lækjargötu hafa komið í ljós óvenjulegar og merkilegar fornleifar. Ýmsir möguleikar eru á að gera þeim skil – varðveisla að hluta eða í heild eru bara tveir þeirra – en til þess að taka upplýsta ákvörðun um hvernig best verði á því haldið þarf fyrst að kanna framhald skálans norðan við lóðarmörkin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Sjá meira
Fundur skála frá víkingaöld við Lækjargötu í Reykjavík hefur vakið eftirtekt og umræður, meðal annars um hvort ástæða sé til að varðveita minjarnar en til stendur að byggja hótel á lóðinni. Í þessu efni eru ýmis álitamál sem brýnt er að umræða fari fram um áður en endanlegar ákvarðanir eru teknar um afdrif minjanna og nýtingu lóðarinnar. Fornleifar eru verðmæti sem njóta friðhelgi samkvæmt lögum. Lögin bjóða upp á þá málamiðlun að það megi leyfa framkvæmdaaðilum að láta fjarlægja fornleifar enda kosti þeir fullnaðarrannsókn á þeim fyrst. Þótt athafnaskáld kveinki sér stundum yfir þessu og leggi jafnvel til að almenningur borgi brúsann þá ríkir í aðalatriðum góð sátt um það eðlilega sjónarmið að sá sem vill fjarlægja fornleifar beri af því kostnaðinn. Fornleifarnar við Lækjargötu hafa legið þar óáreittar í þúsund ár og ábyrgð þeirra er mikil sem vilja fjarlægja þær.Fornleifar Orri Vésteinsson prófessor í fornleifafræðiÞað hefur því verið ánægjulegt að heyra þá sem þar vilja byggja tala í fjölmiðlum um möguleika á að nýta fornleifarnar með einhverjum hætti. Viðhorf eru að breytast og það færist í vöxt að litið sé á fornleifar sem tækifæri fremur en hindrun. Það er vel. Sá veikleiki er hins vegar í kerfi okkar að ábyrgð framkvæmdaaðila nær í reynd ekki út fyrir svæðið sem framkvæmdir þeirra takmarkast við. Fornleifar geta náð yfir fleiri en eina lóð og þegar þannig háttar til hefur viljað brenna við að byggingahlutar sem koma í ljós við framkvæmdir á einni lóð séu rannsakaðir og fjarlægðir án þess að hinir hlutarnir hafi verið kannaðir. Þannig geta bútar og brot horfið smátt og smátt án þess að hægt sé að gera sér grein fyrir heildarmyndinni fyrr en þeir eru allir horfnir. Það var ótrúlegt happ að skálinn við Aðalstræti skyldi rúmast allur innan framkvæmdasvæðisins þar og sú tilviljun olli því að gildi hans varð augljóst og óumdeilanlegt. Svo heppilegar eru aðstæður ekki við Lækjargötu. Þar hefur komið í ljós meirihluti skála með stærsta langeldi sem fundist hefur á Íslandi. Umtalsverður hluti þessa húss er utan við lóðina sem hótelið á að rísa á og gæti náð norður undir gangstétt og götu við Skólabrú. Um ástand leifanna á þessu svæði er ekkert vitað en þar liggur svarið við því hvort skálinn sé ef til vill einn sá lengsti sem fundist hefur á Íslandi. Það er vel mögulegt og ábyrgðarhluti að ákveða um varðveislu eða förgun án þess að afla þeirrar þekkingar. Minjavarsla í þéttbýli er þeim annmörkum háð að fornleifarnar virða ekki endilega lóðamörk og alltof oft hefur því verið sæst á að fornleifar séu fjarlægðar í brotum. Ef maður sér ekki heildina virðast brotin ekki svo mikilsverð og þá er auðvelt að ákveða að henda þeim. Við Lækjargötu hafa komið í ljós óvenjulegar og merkilegar fornleifar. Ýmsir möguleikar eru á að gera þeim skil – varðveisla að hluta eða í heild eru bara tveir þeirra – en til þess að taka upplýsta ákvörðun um hvernig best verði á því haldið þarf fyrst að kanna framhald skálans norðan við lóðarmörkin.
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar