Konur meira áberandi í kvikmyndaiðnaðinum í Svíþjóð Gunnhildur Jónsdóttir skrifar 30. júlí 2015 08:30 Alexandra og Silja-Marie hafa komið sér vel fyrir í kvikmyndaiðnaðinum í Svíþjóð. Mynd/Emelie Andersson Systurnar Silja-Marie og Alexandra Kentsdætur reka sitt eigið framleiðslufyrirtæki sem þær stofnuðu saman í Svíþjóð. Þær eiga íslenska móður og sænskan föður en þær bjuggu hér á landi til ársins 1994 þegar þær fluttu til Gautaborgar. Framleiðslufyrirtækið sem ber nafnið Kentsdóttir stofnuðu þær fyrir tveimur árum. Fyrst um sinn voru þær með starfsemina í Gautaborg en eftir að þær fluttu til Stokkhólms hefur reksturinn blómstrað. „Við höfum verið að gera mikið af tónlistarmyndböndum og kynningarmyndböndum fyrir heimasíður hjá fyrirtækjum. Við höfum verið í samstarfi við nokkur plötufyrirtæki sem hafa reglulega samband við okkur og láta okkur fá verkefni. Við erum báðar lærðar og við gerum allt í framleiðsluferlinu, allt frá því að taka upp, leikstýra og klippa,“ segir Silja-Marie. Stelpurnar eru einu starfsmenn fyrirtækisins og sjá því um öll verkefni og rekstur sjálfar. Þær ráða til sín aðstoðarmenn og myndatökumanneskju í stærri verkefnum þegar þær þurfa að einbeita sér að leikstjórninni og fleiru. Það er ekki algengt að tvær konur stjórni alfarið framleiðslufyrirtækjum en þær segja að menningin sé önnur í Svíþjóð en á Íslandi. „Konur fá mun fleiri styrki í Svíþjóð en á Íslandi. Við vitum auðvitað ekki nógu mikið um iðnaðinn á Íslandi en konur eru mun meira áberandi í kvikmyndabransanum í Skandinavíu heldur en hér. Í Svíþjóð er hálfgerður kvóti á styrkjum og það fer meira fyrir konunum. Þrátt fyrir það mætum við oft fordómum. Fólk gerir oft óvart lítið úr okkur og spyr hvort við kunnum að taka upp og klippa alveg sjálfar. Það getur verið mjög niðrandi en við pössum upp á að hafa alltaf femínískt viðhorf í öllu sem við gerum. Þegar við gerum tónlistarmyndbönd þá erum við ekki með fáklæddar stelpur að elta strákana. Við viljum hafa þær venjulegar og heilsteyptar. Ég held að það fylgi því margir kostir að hafa fleiri konur í kvikmyndaiðnaðinum og við teljum það vera eitt af því sem við höfum fram yfir aðra. Fólki finnst gott og þægilegt að vinna með okkur,“ segir Alexandra. Kentsdætur tóku upp tónlistarmyndband hér á landi í vetur en þær langar að vinna meira á Íslandi. „Allir í Svíþjóð voru mjög hrifnir af fallega íslenska landslaginu í myndbandinu sem við gerðum. Stundum finnst okkur samt Ísland vera soldið út úr Skandinavíu. Amma okkar býr á Ólafsfirði þannig að við höfum verið að taka upp þar enda mjög fallegur staður. Ég hef líka verið að taka upp í Dúbaí fyrir eitt fyrirtæki og við tókum saman upp tvö tónlistarmyndbönd í Kaliforníu. Við tökum mjög sjaldan upp í stúdíói en okkur finnst það oftast algjör óþarfi,“ segir Silja. Silja-Marie og Alexandra eru í sumarfríi hér á landi næstu vikuna en þær heimsækja landið að minnsta kosti einu sinni á ári og ná þannig að viðhalda íslenskunni mjög vel. „Við náum ekki oft að fara í frí en þegar það er lítið að gera þá komum við til Íslands. Það er líka gaman að geta haldið í íslenskuna af því við tölum alltaf bara sænsku okkar á milli. Við tölum íslensku vel og getum lesið hana en við getum alls ekki skrifað hana.“ Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Ráðherra segir rök Balta sannfærandi Menntamálaráðherra segir hugmyndir Baltasars um tímabundinn kynjakvóta í úthlutunum frá kvikmyndasjóði skynsamlegar. 25. júlí 2015 08:00 Kvennakvótinn Það er ekki að sjá að vanbúnaðurinn sé nokkur. Einn þekktasti og áhrifamesti Íslendingurinn í kvikmyndagerð og sjálfur ráðherra málaflokksins hafa báðir lýst yfir vilja til framkvæmda. 28. júlí 2015 14:00 Mest lesið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Fleiri fréttir RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Sjá meira
Systurnar Silja-Marie og Alexandra Kentsdætur reka sitt eigið framleiðslufyrirtæki sem þær stofnuðu saman í Svíþjóð. Þær eiga íslenska móður og sænskan föður en þær bjuggu hér á landi til ársins 1994 þegar þær fluttu til Gautaborgar. Framleiðslufyrirtækið sem ber nafnið Kentsdóttir stofnuðu þær fyrir tveimur árum. Fyrst um sinn voru þær með starfsemina í Gautaborg en eftir að þær fluttu til Stokkhólms hefur reksturinn blómstrað. „Við höfum verið að gera mikið af tónlistarmyndböndum og kynningarmyndböndum fyrir heimasíður hjá fyrirtækjum. Við höfum verið í samstarfi við nokkur plötufyrirtæki sem hafa reglulega samband við okkur og láta okkur fá verkefni. Við erum báðar lærðar og við gerum allt í framleiðsluferlinu, allt frá því að taka upp, leikstýra og klippa,“ segir Silja-Marie. Stelpurnar eru einu starfsmenn fyrirtækisins og sjá því um öll verkefni og rekstur sjálfar. Þær ráða til sín aðstoðarmenn og myndatökumanneskju í stærri verkefnum þegar þær þurfa að einbeita sér að leikstjórninni og fleiru. Það er ekki algengt að tvær konur stjórni alfarið framleiðslufyrirtækjum en þær segja að menningin sé önnur í Svíþjóð en á Íslandi. „Konur fá mun fleiri styrki í Svíþjóð en á Íslandi. Við vitum auðvitað ekki nógu mikið um iðnaðinn á Íslandi en konur eru mun meira áberandi í kvikmyndabransanum í Skandinavíu heldur en hér. Í Svíþjóð er hálfgerður kvóti á styrkjum og það fer meira fyrir konunum. Þrátt fyrir það mætum við oft fordómum. Fólk gerir oft óvart lítið úr okkur og spyr hvort við kunnum að taka upp og klippa alveg sjálfar. Það getur verið mjög niðrandi en við pössum upp á að hafa alltaf femínískt viðhorf í öllu sem við gerum. Þegar við gerum tónlistarmyndbönd þá erum við ekki með fáklæddar stelpur að elta strákana. Við viljum hafa þær venjulegar og heilsteyptar. Ég held að það fylgi því margir kostir að hafa fleiri konur í kvikmyndaiðnaðinum og við teljum það vera eitt af því sem við höfum fram yfir aðra. Fólki finnst gott og þægilegt að vinna með okkur,“ segir Alexandra. Kentsdætur tóku upp tónlistarmyndband hér á landi í vetur en þær langar að vinna meira á Íslandi. „Allir í Svíþjóð voru mjög hrifnir af fallega íslenska landslaginu í myndbandinu sem við gerðum. Stundum finnst okkur samt Ísland vera soldið út úr Skandinavíu. Amma okkar býr á Ólafsfirði þannig að við höfum verið að taka upp þar enda mjög fallegur staður. Ég hef líka verið að taka upp í Dúbaí fyrir eitt fyrirtæki og við tókum saman upp tvö tónlistarmyndbönd í Kaliforníu. Við tökum mjög sjaldan upp í stúdíói en okkur finnst það oftast algjör óþarfi,“ segir Silja. Silja-Marie og Alexandra eru í sumarfríi hér á landi næstu vikuna en þær heimsækja landið að minnsta kosti einu sinni á ári og ná þannig að viðhalda íslenskunni mjög vel. „Við náum ekki oft að fara í frí en þegar það er lítið að gera þá komum við til Íslands. Það er líka gaman að geta haldið í íslenskuna af því við tölum alltaf bara sænsku okkar á milli. Við tölum íslensku vel og getum lesið hana en við getum alls ekki skrifað hana.“
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Ráðherra segir rök Balta sannfærandi Menntamálaráðherra segir hugmyndir Baltasars um tímabundinn kynjakvóta í úthlutunum frá kvikmyndasjóði skynsamlegar. 25. júlí 2015 08:00 Kvennakvótinn Það er ekki að sjá að vanbúnaðurinn sé nokkur. Einn þekktasti og áhrifamesti Íslendingurinn í kvikmyndagerð og sjálfur ráðherra málaflokksins hafa báðir lýst yfir vilja til framkvæmda. 28. júlí 2015 14:00 Mest lesið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Fleiri fréttir RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Sjá meira
Ráðherra segir rök Balta sannfærandi Menntamálaráðherra segir hugmyndir Baltasars um tímabundinn kynjakvóta í úthlutunum frá kvikmyndasjóði skynsamlegar. 25. júlí 2015 08:00
Kvennakvótinn Það er ekki að sjá að vanbúnaðurinn sé nokkur. Einn þekktasti og áhrifamesti Íslendingurinn í kvikmyndagerð og sjálfur ráðherra málaflokksins hafa báðir lýst yfir vilja til framkvæmda. 28. júlí 2015 14:00