Draumur um öflugt samstarf milli leikskóla og Barnaverndar Nichole Leigh Mosty skrifar 28. júlí 2015 06:00 Það er fagnaðarefni að sjá umfjöllun Fréttablaðsins um Barnavernd Reykjavíkur og starfsemi hennar í tengslum við leikskólana. Ég þarf samt að viðurkenna að margt í þessari frétt kom mér á óvænt varðandi hugsanlegar orsakir fyrir því að of fáar tilkynningar berast frá leikskólum. Lengi hefur verið þörf á slíkri umræðu og samtali sem leitt getur af sér breytingu innan kerfisins. Ég hef aldrei óttast viðbrögð foreldra þegar ég hef sent frá mér tilkynningu. Það hefur ávallt verið mín vænting um að eitthvað yrði gert til þess að styðja við fjölskyldu sem þarf á hjálp að halda. Því miður er staðreyndin oft önnur. Allt of sjaldan fæ ég upplýsingar frá hendi Barnaverndar um hvað hefur verið gert eða hvort mál hefur verið tekið fyrir þar. Þegar ég sendi frá mér tilkynningu þá fá foreldrar að vita að það var ég sem sendi inn tilkynningu. Sem betur fer er ég óhrædd við að ræða opinskátt við foreldra um mínu tilkynningarskyldu og í sama augnabliki sýna umhyggju fyrir velferð barna og fjölskyldunnar. Ég tel, og er ekki ein um þessa skoðun, að leikskólar séu hluti af úrræðum í tengslum við vanrækslu barna. Þetta eru úrræði sem ganga lengra en eingöngu að tilkynna áhyggjur okkar og vitneskju um hagi barna. Við erum aðilar sem erum í einstakri aðstöðu til að vinna með fjölskyldum daglega. Við getum veitt foreldrum bæði stuðning og upplýsingar um mataræði, tannvernd, hreyfingu, hreinlæti, aðstoð við aga og heilsusamlegt uppeldi. Upplifun flestra leikskólakennara er að upplýsingastreymi varðandi mál Barnaverndar sé í eina átt þar sem við erum ekki hluti af lausninni. Það er frekar sárt að heyra að ástæðan vegna þessa eru lög sem varða trúnaðarskyldu. Lögin ættu ekki að þurfa að koma í veg fyrir öflugt samstarf milli aðila sem eru hvort eð er bundnir trúnaði og skyldum til þess að gæta að velferð barna. Trúnaðarskyldan er einn mikilvægasta ábyrgðarþátturinn í okkar störfum, bæði hjá Barnavernd og í leikskólum. Trúnaður er oftast forsenda fyrir því trausti sem ríkir milli heimila og skóla. Okkur er treyst fyrir velferð barna og fjölskyldna. Okkur er treyst fyrir faglegu samstarfi til þess að styðja við þau erfiðu málefni sem fólk þarf að takast á við þegar það kemur að uppeldi og menntun barnanna. Fyrir þremur árum kynnist ég öflugum skóla í Corby í Bretlandi sem heitir Pen Green Family and Children's Center and Research Base. Um er að ræða leikskóla og fjölskyldumiðstöð sem er byggð á faglegu samstarfi milli velferðar- og menntasviða innan sveitarfélagsins. Gott samstarf milli félagsráðgjafa, barnaverndar, leikskólakennara og foreldra er fordæmi sem ég heillaðist mjög af. Þegar áhyggjur eða grunur er um slæman aðbúnað eða lakar aðstæður barna sem kalla á barnaverndarafskipti hjá Pen Green er sett af stað teymi með öflugu þverfaglegu samstarfi. Allt það fagfólk sem ég hef nefnt hér sest saman við borðið og ræðir stöðu málsins, hver geri hvað og í hvaða tilgangi. Úrræði eru fjölþætt og mótuð út frá barni og fjölskyldu í neyð, ekki út frá úrræðum sem eru til í kerfinu. Eftirfylgni er sinnt af öllum aðilum og traust ríkir milli fagmanna og fjölskyldunnar. Í Pen Green er kerfi sem er byggt á þverfaglegu og gagnkvæmu samstarfi þar sem trúnaður liggur til grundvallar í teyminu. Mig dreymir um þann dag þegar ég sit við slíkt borð, dag þegar það er ekki lengur hægt að segja: Ég hef ekki gert nóg. Dag þar sem ég mun starfa með Barnavernd í lausnarleit og við stuðning við fjölskyldu. Vonandi verður umfjöllun Fréttablaðsins til þess að ýta af stað breytingu þar sem samstarf verður skoðað og við náum að bæta samstarf okkar kerfa til hagsbóta fyrir fjölskyldur og börn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nichole Leigh Mosty Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Það er fagnaðarefni að sjá umfjöllun Fréttablaðsins um Barnavernd Reykjavíkur og starfsemi hennar í tengslum við leikskólana. Ég þarf samt að viðurkenna að margt í þessari frétt kom mér á óvænt varðandi hugsanlegar orsakir fyrir því að of fáar tilkynningar berast frá leikskólum. Lengi hefur verið þörf á slíkri umræðu og samtali sem leitt getur af sér breytingu innan kerfisins. Ég hef aldrei óttast viðbrögð foreldra þegar ég hef sent frá mér tilkynningu. Það hefur ávallt verið mín vænting um að eitthvað yrði gert til þess að styðja við fjölskyldu sem þarf á hjálp að halda. Því miður er staðreyndin oft önnur. Allt of sjaldan fæ ég upplýsingar frá hendi Barnaverndar um hvað hefur verið gert eða hvort mál hefur verið tekið fyrir þar. Þegar ég sendi frá mér tilkynningu þá fá foreldrar að vita að það var ég sem sendi inn tilkynningu. Sem betur fer er ég óhrædd við að ræða opinskátt við foreldra um mínu tilkynningarskyldu og í sama augnabliki sýna umhyggju fyrir velferð barna og fjölskyldunnar. Ég tel, og er ekki ein um þessa skoðun, að leikskólar séu hluti af úrræðum í tengslum við vanrækslu barna. Þetta eru úrræði sem ganga lengra en eingöngu að tilkynna áhyggjur okkar og vitneskju um hagi barna. Við erum aðilar sem erum í einstakri aðstöðu til að vinna með fjölskyldum daglega. Við getum veitt foreldrum bæði stuðning og upplýsingar um mataræði, tannvernd, hreyfingu, hreinlæti, aðstoð við aga og heilsusamlegt uppeldi. Upplifun flestra leikskólakennara er að upplýsingastreymi varðandi mál Barnaverndar sé í eina átt þar sem við erum ekki hluti af lausninni. Það er frekar sárt að heyra að ástæðan vegna þessa eru lög sem varða trúnaðarskyldu. Lögin ættu ekki að þurfa að koma í veg fyrir öflugt samstarf milli aðila sem eru hvort eð er bundnir trúnaði og skyldum til þess að gæta að velferð barna. Trúnaðarskyldan er einn mikilvægasta ábyrgðarþátturinn í okkar störfum, bæði hjá Barnavernd og í leikskólum. Trúnaður er oftast forsenda fyrir því trausti sem ríkir milli heimila og skóla. Okkur er treyst fyrir velferð barna og fjölskyldna. Okkur er treyst fyrir faglegu samstarfi til þess að styðja við þau erfiðu málefni sem fólk þarf að takast á við þegar það kemur að uppeldi og menntun barnanna. Fyrir þremur árum kynnist ég öflugum skóla í Corby í Bretlandi sem heitir Pen Green Family and Children's Center and Research Base. Um er að ræða leikskóla og fjölskyldumiðstöð sem er byggð á faglegu samstarfi milli velferðar- og menntasviða innan sveitarfélagsins. Gott samstarf milli félagsráðgjafa, barnaverndar, leikskólakennara og foreldra er fordæmi sem ég heillaðist mjög af. Þegar áhyggjur eða grunur er um slæman aðbúnað eða lakar aðstæður barna sem kalla á barnaverndarafskipti hjá Pen Green er sett af stað teymi með öflugu þverfaglegu samstarfi. Allt það fagfólk sem ég hef nefnt hér sest saman við borðið og ræðir stöðu málsins, hver geri hvað og í hvaða tilgangi. Úrræði eru fjölþætt og mótuð út frá barni og fjölskyldu í neyð, ekki út frá úrræðum sem eru til í kerfinu. Eftirfylgni er sinnt af öllum aðilum og traust ríkir milli fagmanna og fjölskyldunnar. Í Pen Green er kerfi sem er byggt á þverfaglegu og gagnkvæmu samstarfi þar sem trúnaður liggur til grundvallar í teyminu. Mig dreymir um þann dag þegar ég sit við slíkt borð, dag þegar það er ekki lengur hægt að segja: Ég hef ekki gert nóg. Dag þar sem ég mun starfa með Barnavernd í lausnarleit og við stuðning við fjölskyldu. Vonandi verður umfjöllun Fréttablaðsins til þess að ýta af stað breytingu þar sem samstarf verður skoðað og við náum að bæta samstarf okkar kerfa til hagsbóta fyrir fjölskyldur og börn.
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun